Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 35

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 35
Kartöflumamma Orðagáta: Það var vor í sveitinni. Bóndinn var að setja niður kartöflur með börnum sínum. Þau veltu kartöflunum fyrir sér og hrósuðu þeim á hvert reipi. „Mikið eru þær fallegar og bústnar,“ sögðu börnin, ,,það hljóta að koma góðar og margar kartöflur upp af þeim.“ Bóndinn var börnum sínum sammála. Kartöflurnar voru ljósar á lit, stinnar og virtust vera að springa af vítamínum. „En hvað ég hlakka til í haust,“ sagði eitt barnið. „Eg er svo forvitinn að sjá, hve margar kartöflur við fáum.“ Sumarið leið, og börnin fylgdust með af óþreyju, hvernig grænu blöðin stækkuðu dag frá degi í kartöflugarðinum. Loks kom sá dagur, þegar pabbi sagði: „Komið þið, krakkar. Nú er mál til komið að taka upp kartöflurnar.“ Þessu var tekið með mikilli gleði. Allir flýttu sér að fara í verri fötin og fóru svo hlaðnir áhöldum og strigapokum út í kartöflu- garðinn. Bóndinn losaði um kartöflurnar og lyfti þeim upp á yfirborðið með stórum gaffli, en börnin hristu moldina af þeim og stungu þeim í pokana. Allt í einu kallaði yngsti drengurinn: „Pabbi, komdu og sjáðu. Það er einhver ógeðsleg klessa innan um kartöflurnar. Komið öll og sjáið!“ Allir hlupu til að sjá, hvað þetta gæti verið. „Ætli það sé ekki dauð mús,“ stakk einhver upp á. „Nei, sagði bóndinn, sem nú var komin þar að, „þetta er sjálf kartöflumamman.“ Það fór undrunar- og óánægjuhljóð um barnahópinn. „Hvernig getur það verið? Þær voru allar svo bústnar og stinnar, þegar þær voru látnar niður í vor. Nú er ómögulegt að þekkja þær. Hvernig verða þær svona?“ Bóndinn settist niður og benti börnunum að gera slíkt hið sama. Svo sagði hann: „Eins og þið vitið, vilja flestar mæður gera það, sem þær geta, fyrir börnin sín. Sumar gera of mikið, þær fórna sér algjörlega, svo að ekkert verður eftir af þeim sjálfum. Þetta á því miður ekki bara við um kartöflumömmuna, heldur einnig um mæður mannanna barna. Þær strita margar myrkranna á milli, til að allt geti verið sem bezt fyrir börnin þeirra, en sum börn taka ekki einu sinni eftir því, heimta bara meira og meira, hlýða engu, og eru óánægð með allt og alla. Þessi börn geta slitið mömmu sinni upp til agna á fáum árum. Þá getur farið fyrir henni eins og kartöflumömm- unni. Verið góð við mömmu ykkar, þá eigið þið hana lengur. í þessari orðagátu er gefíð orðið OKTÓBER. Nú átt þú að fylla út í auðu reitina. Þér til hjálpar eru þessar skýringar á orðunum: 1. Ofan á brauð. }) 2. Með kaffl. 3. Á pela. y 4. Spil. 5. Fylla blöðru. D 6. Ávextirnir. 7. Blómið. 5) b) D Ef þú æfír þig á svona orðagátum, meðan þú ert lítill, getur þú ef til vill ráðið krossgátur, þegar þú stækkar. Föndur Hér kemur- mjög einföld pappírs handavinna fyrir litlar stúlkur. Það er rúm handa dúkkulísu. í það þarf renning, sem er helmingi lengri en dúkkulísan og svolítið breiðari en axlirnar á henni eru. Fyrst teiknar þú fallegan svæfíl efst á annan endann á renningnum. Síðan brýtur þú hinn endann upp að svæflinum og skreytir hann eins og sæng. Loks límir þú saman hliðarnar. Þetta verður eins og poki, og ofan í hann stingur þú dúkkulísunni, þegar þú vilt láta hana sofa. 35

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.