Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 46
Julie Christie man eftir honum sem feimnum,
laglegum ungum leikara, sem hún lék á móti í
reynslumynd fyrir nokkrum árum. Hann fékk sitt
hlutverk, en henni var neitað.
„Kannski það hefði breytt einhverju um gang
mála hjá okkur, ef ég hefði staðizt prófraunina,“
segir Julie og brosir. Þau hittust ekki aftur fyrr
ALAN
en þau léku saman í „Far from the madding
crowd“.
Við munum eftir honum úr myndinni „Grikkinn
Zorba“, sem var sýnd í Nýja bíó á dögunum. Sú
mynd er ógleymanleg hverjum þeim, sem sá
hana. Hann lék þar unga Englendinginn með
hugsjónirnar. Nafn hans er:
BATES
H ár unga mannsins var úfið,
brúnirnar þykkar og augun ljóm-
andi af uppreisnaranda. Dyravörð-
ur Dorchester hótelsins gaf honum
hornauga. Hann var nýstiginn út
úr skellóttri, lítilli Triumph-bifreið
og fetaði nú stórum í átt til dyra
hótelsins. Hann var alls ekki sú
manngerð, sem býr á eða heimsækir
Dorchester hótelið. Hann var
klæddur stuttum gærujakka og ljós-
brúnum buxum, afar kryppluðum.
Stutt skeggið myndaði ramma um
frítt andlitið. Blá augu hans horfðu
beint í augu dyravarðarins. Hann
brosti. Brosið nægði til þess, að
dyravörðurinn þekkti hann. Hann
bar höndina að húfunni:
„Gott kvöld, herra Bates.“
Við Alan höfðum hitzt oft áður.
Fyrir skömmu í Weymouth í
Dorset, meðan hann vann að kvik-
myndinni „Far from the madding
crowd“. Aður höfðum við sézt á
Spáni, á eyjunni Krít, meðan hann
lék í „Zorba“ og í litlum frönskum
bæ, skammt frá París, þar sem hann
var eini Englendingurinn í hópi
franskra leikara. Þau unnu öll að
myndinni „King of Hearts“, sem
fjallar um geðsjúklinga, sloppna
af hæli.
„Eg vona, að þau haldi ekkert
misjafnt um mig,“ sagði hann óró-
legur. Gestir hótelsins, sem voru
að drekka síðdegiste sitt, störðu á
hann, eins og naut á nývirki.
Þjónn kom til að taka pöntun
okkar, dæmigerður enskur þjónn,
sem lét sér fátt um finnast. Það róaði
Alan. „Mér þykir leitt, ef ég hef
komið þér í klípu,“ sagði hann
einlæglega. „Ég á betri föt, sjáðu
til, ég hugsaði bara ekki út í að
skipta, fyrr en of seint.“
Orðstír þessa unga manns
hefur vaxið stöðugt síðan kvik-
myndin „A kind of loving“ vann
fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíð-
inni í Berlín 1962. Hann hefur
leikið í fjölda kvikmynda síðan,
leikið vel, án þess að reyna að láta
á sér bera. Kvikmyndahúsgestir
hafa veitt honum sífellt meiri
athygli og Hollywood bíður með
opinn faðminn. En Alan hefur ekki
enn látið undan að fara þangað,
þótt hann haft nú þegar leikið í
fáeinum bandarískum myndum,
sem teknar hafa verið í Englandi og
Frakklandi.
En Hollywood vill fá hann.
Astæðan er sú, eins og bandarískur
leikstjóri sagði fyrir nokkru, að:
„Vinsældir Alans sýna, að smekkur
fólks er að breytast. Hann er fyrsti
Fyrsta franska mynd Alans er
„King ofHearts“, sem Philippe de
Broca stjórnar. Þar leikur hann
skozkan hermann, sem villist inn í
þorp, þar sem geðsjúklingar ráða
ríkjum.
laglegi leikarinn meðal allra ljótu
andarunganna, sem tóku við, þegar
fólkið varð leitt á sætu strákunum.
Við viljum gera hann að stjörnu á
sama hátt og Clark Gable var gerður
árið 1931.“ Clark var þrítugur,
þegar hann vann sinn fyrsta stór-
sigur. Alan Bates er þrítugur núna.
Líf hans til þessa hefur verið
fullkomlega eðlilegt. Hann stakk
aldrei af til sjós; hann er ekki
skilnaðarbarn; hann var ekki
bensínsölustrákur, áður en hann
varð leikari, né heldur vörubílstjóri
eða sölumaður fyrir tryggingafyrir-
tæki. Hann var ekki einu sinni
vandræðaunglingur. Hann er ekki
úr hófi framagjarn. Feimni hans
hefur heillað margar konur, en
stoðað hann lítt í leikhúsinu. Hann
varð leikari, vegna þess að hann
féll fyrir töfrum leiklistarinnar.
Alan í gervi Gabríels Oak, uppá-
klæddur fyrir heimsókn til Bath-
shebu.