Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 36

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 36
Velsnyrt kona er AUGNAYNDI Hver vill ekki eiga FALLEGA KONU GEFIÐ HENNI ILMVATN. GEFIÐ HENNI SNYRTIVÖRUR og vitanlega verzlið þér, þar sem úrvalið er mest, í BRUNABÓTAFÉLAG ÍSIANDS LAUGAVEGI 103 - SÍMI 2MH25 LEIKBRÚÐURNTTR Frh. afbls. 31. En ósjálfrátt kom hann henni á réttan kjöl á hverjum degi með ást leikbrúðanna sjö. A hverjum morgni reis hún úr ösku svívirðunnar, hvort sem hún hafði verið skömmuð, barin eða notuð eins og gleðikona. Alltaf varð hún jafn blíð og stóreygð, jafn saklaus og full trúnaðartrausts og kvöldið góða, þegar hann sá hana fyrst í útjaðri Parísarborgar. Því andstyggilegri, sem hann var við hana, því vingjarnlegri og elskulegri voru brúðurnar næsta dag. Hann virtist hafa misst alla stjórn á þeim. Eina nótt, í Besancon, ákvað Coq að brjóta hana á bak aftur endanlega - á viðbjóðslegan hátt. Hann kom inn í herbergi þeirra með hóru, sem hann hafði náð í á kránni. Þau voru bæði drukkin. Hann kveikti ljósið, stóð við rúmið og starði á Mouche meðan hún vaknaði og reis upp. „Farðu í spjarirnar og hypjaðu þig út,“ skipaði hann. Hún skildi hann ekki, sat bara og starði undrandi á hann. „Farðu út, ég er orðinn dauðleiður á þér.“ Hún skildi ekki enn, hvað hann átti við. „En Michael . . . hvert á ég að fara?“ „Til helvítis, sama er mér. Hypjaðu þig framúr og farðu. Við þurfum á þessu rúmi að halda . . .“ Aldrei hafði Mouche sokkið jafn djúpt í skömm og auðmýkt. Hóran horfði hæðnislega á hana meðan hún klæddi sig, síðan fór Mouche út og skildi þau eftir. Hún hugsaði aftur um sjálfsmorð, en var svo ringluð, að hún vissi ekki lengur, hvernig hún átti að fara að því. Um hríð gekk hún stefnu- laust eftir götunum, eins og í leiðslu. Svo sá hún Citröen-bílinn. Golo sat við stýrið og var að reykja. Það glamp- aði á hvítan leppinn í bjarmanum frá götuljósinu. Hann virtist vera að bíða eftir henni. Hann kom út og tók um handlegg hennar. „Komdu og hvíldu þig, ungfrú Mouche ...“ sagði hann. Hann hafði séð kaftein Coq fara inn með konunni og Mouche koma út og hafði fylgt henni eftir. Hann opnaði afturdyrnar - hún klifraði inn, án þess að skynja hvað hún gerði, og lét sig falla í sætið. Golo ók að torginu og lagði bílnum. Kirkju- klukkan sló þrjú högg. Mouche fór að gráta. Golo teygði sig aftur og tók magra hönd hennar í sínar hendur, harðar og sigggrónar af gítarstrengjunum. En handtak hans var ofur blíðlegt og röddin jafnvel enn blíðari, þegar hann sagði, „Ekki gráta litla mín . . .“ En Mouche hélt áfram að gráta, eins og hún gæti aldrei hætt. Golo fór út úr bílnum, hvarf í burtu andartak og kom svo aftur. „Mouche," kallaði hann ástúðlega. „Mouche, sjáðu þetta, líttu hingað, ungfrú Mouche ...“ Blíðleg, biðjandi röddin náði loks eyrum Mouche. Hún tók hendurnar frá andlitinu og gerði eins og hún var beðin. Hún starði vantrúuð litla stund. Rauðtoppur og Reynardo kíktu yfir framsætið. „Rauðtoppur. Rey . . . Elskurnar mínar . . .“ Mouche grét eins og hjarta hennar væri að springa. Brúðurnar störðu þögular á hana. A milli þeirra glitti í andlitið á Golo, það var eins og gríma á ævafornum, afrísk- um guði, tálguð í tré, - einkennilega brjóstgóðum guði. Hann sagði hrygg- ur. „Þeir tala ekki fyrir mig, ungfrú Mouche, en þeir elska þig. Eg kom með þá til að minna þig á það. Þeir elska þig alltaf.“ Mouche rétti fram hendurnar, greip brúðurnar tvær og vaggaði þeim í fangi sér. Hún róaðist smátt og smátt, þar til hrjáð sál hennar gerði uppreisn, og hún hrópaði af tilfinningu: „En hvers vegna hatar hann mig svona óskaplega, Golo? Hvers vegna er hann svona grimmur? Hvers vegna er hann svona illur?“ Negrinn hugsaði sig um áður en hann svaraði. „Hann er í álögum, ungfrú Mouche. Sál hans yfirgefur hann og önnur kemur i staðinn. Golo sá svona galdra fyrir mörgum árum, þegar hann var smástrákur í Touba.“ Mouche skildi þetta, því að hún var sjálf frá héraði, þar sem hjártrúin þótti sjálfsögð. Hún sagði, „Svo að þú hatar hann þá ekki Golo?“ Negrinn fékk sér annan vindling og kveikti í honum - eldspýtuloginn endurspeglaðist í augum hans. Hann svaraði, „Svörtum mönnum leyfist ekki að hata.“ Mouche tók andköf. „Ah,“ hrópaði hún, „Eg hata hann. Hamingjan góða, hvað ég hata hann.“ Golo andvarpaði. Ys borgarinnar og markaðsins var þagnaður nema hvað hungrað ljón í búri skammt frá vældi ámátlega. Hann sagði, „Það getur verið manni fróun að hata, en ég held, að það sé betra að hata ekki. Stundum gleymist hatrið, ef maður svngur . . .“ Gítarinn var við hlið hans - hann hóf að leika hljóðlega lítið, bretonskt vöggulag og raulaði lágt með. Hamingj- an mátti vita, hvar hann hafði lært þetta lag á langri, harðri útlegð frá föður- landi sínu; í hvaða fangelsi eða flótta- mannabúðum hann hafði heyrt annan einmana útlaga frá klettóttum sjávar- ströndum Bretonskaga syngja það. Hann rifjaði upp textann smátt og smátt: Sofðu mín vina vært í nótt, í vöggunni dilla ég þér rótt, faðir þinn hefur á sjóinn sótt. Svolítil fiskidugga mun honum langa, myrka nótt mjúkt á haföldum rugga. Frhí á bls. 43. 36

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.