Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 9

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 9
Með íslenzkum konum í Lundúnum — Vissulega er það að mörgu leyti til hins betra. En ég verð að játa, að mér finnst stundum nóg um. Fólk er svo öruggt, það veit að það þarf aldrei að líða fátækt og ég er þeirrar skoðunar, að sú vissa kunni stundum að draga úr því manndóm og dugnað, viljann til þess að koma sér áfram og verða sjálfbjarga. — Nú hefur orðið býsna mikil breyting á stöðu Breta í veröldinni á síðustu árum, hefur hún haft áberandi áhrif á fólkið sjálft? — Ja, Bretar standa auðvitað ekki á sama grund- velli nú og fyrir tuttugu árum, hvort sem það er til hins betra fyrir heiminn í heild eða ekki, það skal ég Iáta ósagt um. En að því er varðar fólk almenní held ég satt að segja, að það hafi ekkert vit á utan- ríkismálum og geri sér ekki fyllilega grein fyrir þróun þeirra, þótt breytingin hljóti auðvitað að hafa sín áhrif á líf fólksins. Bretar ráða nú ekki lengur yfir öðrum löndum, þeir tala fyrst og fremst fyrir sig eina. En einhvernveginn finnst mér, að menn hljóti að taka mikið tillit til Breta og þess sem þeir hafa til málanna að leggja. Þeir hafa svo mikla reynslu í þjóðfélags- og efnahagsmálum. — Nú er London orðin eins konar paradís og mið stöð unga fólksins, hvernig lýst þér á ungu kyn- slóðina? — Ja, ég hef nú alltaf verið því hlynnt að unga fólkið skemmti sér — það gerði ég sjálf, meðan ég var ung og álít, að sé það ekki gert þá, geri maður það ekki seinna. En það getur eins og annað gengið út í öfgar og það gerir það hér, hjá sumum. En þeir eru bara svo mikill minnihluti, sem ailt of mikið ber á. Eg get ekki sagt, að mér líki að sjá unga pilta með sítt hár, og í allskonar skræpóttum klæðnaði. En sannleikurinn er sá, að meirihluti unglinganna lætur ekki glepjast af þessu að ráði, og yfirleitt held ég, að unga fólkið hér, eins og alls staðar, sé betra en nokkru sinni fyrr. — En hvernig leizt þér á unga fólkið heima á Is- landi? — Það er ekki svo gott fyrir mig að dæma um það. Islenzka þjóðin er hörð af sér og vinnur vel, ungir jafnt sem þeir eldri. Kannski fannst mér dálítið bera á drykkjuskap — en heima er allt svo smátt í sniðum og allir ókostir svo áberandi í fámenninu. Eg lít hreint og beint svo á, að engin þjóð hefði getað sigrazt á öllum þeim erfiðleikum, sem hafa mætt Islendingum á liðnum áratugum. Eg hef ferðazt talsvert og þykist nokkuð vita hvað ég syng. En eftir því, sem ég hef komizt næst, virðist mér allt of lítið gert fyrir unglingana heima, að minnsta kosti til skamms tíma, það hefur e.t.v. breytzt á allra síðustu árum. Kirkjan heima ætti til dæmis að vera sýnu virkari en hún er. Hér er kirkjan mjög athafnasöm og gerir margt fyrir ungl- inga. Kirkjurnar hafa einskonar samkomusali, þar sem þær halda skemmtanir fyrir unga fólkið nokkr- um sinnum í viku. Þar geta unglingarnir komið saman og dansað og þar er alltaf mjög frjálslegt þótt ekki sé leyft að hafa vín um hönd. Víða er haft ofan af fyrir unglingum með þessum hætti svo ojr klúbbstarfsemi ýmiss konar og öðru skemmtistarfi. A sumrin er farið í gönguferðir með kennurum, skoðunarferðir og skemmtigarðaferðir. Ekki svo að skilja, að þessi börn séu svo gefin fyrir trú eða kirkju, mörg koma kannske aldrei til guðs- þjónustu. En þessa æskulýðsstarfsemi kirkjunnar kunna þau og aðstandendur þeirra mjög vel að meta og hún er vissulega til fyrirmyndar. Eg spurði Elínborgu að því að lokum, hvort hún liti fremur á sig sem Englending en íslend- ing og hún svaraði: — Nei, það held ég ekki. A hinn bóginn verð ég að segja eins og er, að ég mundi ekki vilja fara heim og búa þar úr þessu. Nú á ég hér fjölskyldu, börnin mín þrjú, sem öll eru uppkomin og gift — og barna- börnin. En innst inni finnst mér ég alltaf vera ís- lendingur og það vil ég alltaf vera. Það er vissu- lega margt betra heima á íslandi — en líka margt betra hér en þar. „Tek málstað beggja cc Sama sinnis var frú Hulda Whitmore, sem flutt- ist til London með manni sínum, Edward Whit- more, fyrir 23 árum. Hann hafði verið í brezka flughernum á stríðsárunum og giftust þau heima á íslandi. Þau eiga tvö börn, 23 ára son, sem er að ljúka læknisfræðinámi á næsta ári og 17 ára dóttur, Helgu. Edward Whitmore er framkvæmdastjóri fyrir vátryggingafélagi í London. Þau hjónin hafa allan. sinn búskap átt heima í Sanderstead í Surrey, sem er ekki mjög langt frá heimili Elínborgar. Þær Hulda og Elínborg þekktust áður en þær fluttust til Lon- don. „Við vorum vinkonur frá þvf við vorum krakkar, sagði Hulda, og ég hafði oft heimsótt hana hingað fyrir stríð. Ég ferðaðist mikið á þessum ár- um, í Evrópu fyrir stríð og í Bandaríkjunum á styrjaldarárunum. í Þýzkalandi var ég ásamt kunn- ingjum mínum árið 1938 og þá fundum við stríð- ið nálgast. Mér er það minnisstætt, er við eitt sinn fórum niður að Rín og sáum æfingabúðir, þar sem nokkur hundruð Þjóðverja voru í þjálfun. Við vorum þá öll sannfærð um að stríðið mundi skella á og það fljótlega." — Fannst þér Þjóðverjar gera sér það full ljóst sjálfir? — Já, það held ég, þeir voru orðnir óskaplega varkárir og hræddir — fólk þorði tæpast að tala í síma af ótta við herinn. — Hvenær fórstu svo til Bandaríkjanna? — Það var árið 1941 — fór þá í skipaleíjt báðar leiðir. Þar ferðaðist ég talsvert, komst alveg til Los Angeles, þar sem ég lærði blómaskreytingar og þess háttar. Ég ætlaði að setja upp blómabúð heima og vinna við blómaskreytingar, en af því varð aldrei, því að ég giftist fljótt eftir að heim kom og fluttist hingað til London. — Og þú hefur ekki starfað við slíkt síðan? — Nei, það getur ekki heitið, aðeins gert skreyt- ingar fyrir vini og kunningja. Ég hef aldrei unnið utan heimilisins fyrr en nú öðru hverju, eftir að börnin stálpuðust, að ég hjálpa Elínborgu í verzl- uninni. — Já, ég kann vel við mig í Englandi og mér finnst ég bæði Englendingur og íslendingur. Þegar ís- lendingar gagnrýna eitthvað í Englandi rís ég upp til varnar — og fari Englendingur miður vinsam- legum orðum um eitthvað á íslandi bregzt ég eins við. Ég hef oft lent í hörkudeilum á báða bóga. Sérstaklega var þetta þó óþægilegt í landhelgis- deilunni, þá var dálítið erfitt að vera íslendingur í Englandi. Fyrst og fremst vegna þess, að maður hafði á tilfinningunni, að fréttirnar væru aldrei nema hálfar — ekki kannski rangar eða villandi. Til dæmis var aldrei að heyra að það væru aðrir en brezkir togarar, sem ekki mættu fara inn fyrir land- helgislínu. En þetta vill nú oft verða svona, þegar deilur eru uppi. Nú er þessi tími liðinn — og allir sáttir á ný, sem betur fer. 9

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.