Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 24

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 24
Umræðufundur um útivinnu kvenna ÞAÐ SKIPTIR MESTU, AÐ KONAN SÉ ÁNÆGÐ Myndskrejting: SigurÖur Örn Brynjólfsson Blaðamaður: Guðrún: Blaðamaður: Þóra: Blaðamaður: Þóra: Blaðamaöur: Þóra: Blaðamaður: Helga: Blaðamaður: Helga: Blaðamaður: Helga: Blaðamaður: Helga: Blaðamaður: Helga: Blaðamaður: Helga: Blaðamaður: Guðrún: Mig langar í fyrsta lagi til að vita, hvers vegna þið vinnið úti. Vildir þú kannski byrja að svara, Guðrún? Því er fljótsvarað, mér dettur ekki annað í hug. I fyrsta lagi hef ég áhuga á því starfi, sem ég er við, og auk ]:>ess hef ég þurft þess með lengst af. En þú, Þóra? I fyrsta lagi hef ég ánægju af að vinna utan heimilisins, og í öðru lagi get ég notað peningana, sem ég fæ fyrir það. Fyrst og fremst vegna þess að ég óska þess sjálf og hef ánægju af því. Þú hefur sem sé ekki beinlínis þörf fyrir það. Ekki nema þá um stundarsakir. Eins og er þarfnast ég þess. En í framtíðinni, mundir þú hætta því? Nei, aldrei. En Helga, hvað segir þú? Það var fjárhagurinn. Hann leyfði ekki annað. En hefur þú ánægju af þínu starfí? Já, það hef ég. En mig langar til að hætta og geri það strax og ég hef tækifæri til. Hvenær byrjaðir þú að vinna úti? Eg byrjaði að vinna við fisk fyrir rúmum f)órum árum. Og hafðirðu ekki unnið úti áður? Einu sinni áður jú, sumartíma við svona fiskvinnu. En af hverju valdirðu þetta starf fremur en annað? Af því að það er þægilegt fyrir húsmæður, maður er ekki eins bundinn. Þegar enginn er til að sjá um heimilið og börnin, er ekki svo gott að komast frá þegar veikindi eru, ef maður er i föstu starfi. Hvað áttu mörg börn? Fimm, en þau eru orðin stór núna. Það yngsta er sex ára. Vinnan er heldur ekki alla daga vikunnar nú orðið. Hún var það fyrst, en þá vann ég bara frá hádegi. Vinnu- tíminn er yfirleitt orðinn fastur núna. Þó er hann í raun- inni aldrei fastur við fiskinn, fer bara eftir því, hvað berst að. Svo er lika til, að maður vinni fram eftir öllu kvöldi, en þurfi þó að mæta á réttum tíma næsta morgun. Af hverju valdir þú þitt starf, Guðrún? Nú, það væri hræsni að segja, að ég hefði beinlínis valið það. Það atvikaðist þannig, að ég var við nám í Háskól- anum, fór í lögfræðideild. Svo var ég jú gift, og maður- Blaðamaður: Guðrún: Blaðamaður: Þóra: Blaðamaður: Þóra: Blaðamaður: Guðrún: Blaðamaður: Guðrún: inn var að læra — og það er gamla sagan, að auðvitað er það konan, sem hættir að læra og fer að vinna. Hins vegar á þetta starf að mörgu leyti ágætlega við mig. Ég vildi bara, að ég hefði lært eitthvað meira til þess, ég hef áhuga á skólamálum, uppeldismálum og þjóðfélags- fræði yfirleitt. Þetta starf er miklu skemmtilegra en venju- legt skrifstofustarf. Miklu lífrænna á allan hátt. Þú hafðir unnið á skrifstofu áður? Ég var eitt ár á Fræðslumálaskrifstofunni, eftir að ég tók stúdentspróf, en flutti mig svo fljótlega. En Þóra, hvað hefur þú verið lengi kennari? Eg hef verið kennari í tvö ár. Fór ekki í stúdentadeild Kennaraskólans fyrr en fyrir þrem árum. Þá var þetta búið að búa um sig dálítið lengi í mér. Eg var flug- frevja í fimm ár, en mér fannst það ekki vera neitt til frambúðar. Eg vildi hafa eitthvað tryggt i bakhöndinni, því að ég vildi vinna úti, þótt ég væri gift. Svo hef ég það gott sumarfrí núna, fjóra mánuði, og lítið heimili, að ég gat verið flugfreyja í sumar. Hver hugsar um barnið? Frænka mannsins mins, sem er í heimilinu, fullorðin kona, svo að ég á vel heimangengt. En Guðrún, hvernig hefur þú farið að? Eg hef haft það þannig, að mín börn hafa bæði verið, ja fyrst á vöggustofu og síðan á dagheimili. Eg segi ekki, að ég mundi setja barn á vöggustofu, ef ég væri heima allan daginn, en alveg hiklaust á dagheimili. Eg hef virkilega góða reynslu af því, og ég held, að börnin hafi beinlínis gott af því. Hins vegar er eitt alltaf vanda- mál í sambandi við útivinnu kvenna; það er ef veikindi ber upp á. Þá er maður eðlilega anzi ráðalaus. Það er ekki starfrækt nein þjónusta, sem gæti hjálpað manni þar. Nógu erfitt er nú að koma börnum fyrir á dagheimili. Hvað gætirðu hugsað þér að kæmi til í þessu skyni? Víða erlendis eru starfræktar þess háttar stofnanir, og er reyndar vísir að því hér. Það eru húsmæður, sem eru ráðnar hjá bænum fimm tíma á dag, einkum handa sængurkonum. Eg hef reyndar sjálf fengið svona þjón- ustu, hafði ágæta reynslu af henni í vetur. Eg handleggs- brotnaði, daginn áður en ég eignaðist son minn og var svolítið illa sett. Þá fékk ég, fyrir milligöngu spítalans, 24

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.