Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 42

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 42
Kristur og Óðinn, læri- feður kristinna manna og heiðinna, vissu báðir örlög sín fyrir, en megnuðu ekki að breyta þeim. Hæpið væri að fullyrða, að þessi vit- neskja hefði orðið þeim til gæfu, en þó hefur mannkind- in alltaf síðan öfundað þá. Allra bragða hafa menn beitt til að öðlast vitneskju um ó- komin æviskeið sín. Kon- ungar og keisarar höfðu lærða stjörnufræðinga í sinni þjónustu, eins og margar sögur og ævintýri sanna; konur, sem þóttu vita lengra en nef þeirra náði, hafa alls staðar á öllum tímum verið afburða vinsælar; og svo hef- ur fólk þar að auki verið að fikta við þetta heima hjá sér — rýnt í spil, skoðað lófa og lesið stjörnuspár. Spilin eru einna vinsælust til heimilisbrúks, og þess vegna höfum við tekið sam- an á einn stað það sem sér- fræðingar álíta um merkingu spilanna. Hvernig spilin eru lögð skiptir minna máli, og getur hver gert að sínum geðþótta. Agæt aðferð er að telja út nafn þess, sem spáð er fyrir. Litir spilanna hafa al- menna merkingu, sem nán- ar ákvarðast af hverju spili: Hjarta gefur í skyn ást og hamingju. Tígull merkir peningamál. Lauf varðar at- vinnu og persónuleg sam- bönd. Spaði felur í sér mis- sætti, misskilning og ógæfu. Ásinn leggur aukna áherzlu á þau boð, sem honum er ætlað að flytja. Gosi merkir unga manneskju, karl- eða kvenkyns. Ef þið leggið spilin á minnið, ætti þetta að geta orðið góð dægradvöl. • Hamingjan bíður við næsta götuhorn. Þú átt í vændum gjöf, launahækkun eða ann- að happ. 2 • Þú eignast nýja vini og end- * urnýjar vináttu við gamla vini. Skemmtilegir dagar eru framundan. 3» Reyndu að sljákka á hraðan- um. Finndu góðan félaga til að ræða við, það gæti orðið þér til góðs. 4» Þú verður til þess að færa * nánumættingjaeða vini góð- ar fregnir. Nú er ágætur tími til að gera lagfæringar heima fyrir. 5* Þú færð heimboð, sem þú hikar við að þiggja. Glataðu ekki tækifærinu, það býður upp á dálítið sérstakt þér til handa. 6# Fáðu þér ný föt. Bráðum • verður þörf á að þú lítir út eins og bezt er á kosið. 7* Það er ferðalag framundan, merkilegra en þú ætlar. Ævintýrin gerast enn .... 8# Þær áætlanir, sem þú hefur • á prjónunum, þarfnast yfir- vegunar. Þú færð kannski góð ráð, sem þú ættir að hlusta vel á. 9* Þú færð góðar fregnir langt * að. • Þú mátt búast við ærlegri viðurkenningu frá æðri stöð- um. G# Brátt mun reyna á hæfni • þína. Vertu viðbúinn. D# Vinátta konu verður mikil- • væg fyrir þig. Hún mun taka á sig ábyrgð með þér eða hjálpa þér að taka á- kvörðun. K# Karlmaður gæti aðstoðað • þig við að ná mikilvægu marki. Nú er rétti tíminn til að komast í kynni við á- hrifamikið fólk. 2 • Leggðu eyrun við, ef þú * skyldir fá ráðleggingar varð- andi fjármál á næstunni, það gæti reynzt gróðavænlegt. 3» Ræddu fjármál viðfjölskyldu * þína eða samstarfsmenn. Sittu ekki á svikráðum við þau. Það gæti orðið kostn- aðarsamt. 7* Þú ættir að vinna meira skapandi starf. Þú eyðir hæfi- leikum þinum til einskis. Einhver annar mun taka á- kvörðun, sem víkkar sjón- deildarhring þinn. 8# Frami er undir viljaþreki • kominn, en veigraðu þér þó ekki við að biðja um fjár- hagsaðstoð, ef með þarf. 9* Nú er tilvalinn tími til allra framkvæmda. Kauptu, seldu, auglýstu — það er fé í spil- unum, ef þú heldur rétt á þeim. io: Þetta er bezta peningaspilið. Þú hefur heppnina með þér í viðskiptum. 4» Þú notfærir þér ekki hæfi- leika þína eins og skyldi. Hafðu augun opin fyrir nýju starfi, betur launuðu. G# Þú gætir fengið gagnlegar • upplýsingar frá ungum manni, sem þú þekkir lítið eða alls ekki. 5* Þú eignast á næstunni dýr- mætan hlut til búsins. 6Reyndu að sameina leik og • starf. Eyddu frítíma þínum með ungu fólki. D# Kona getur hjálpað þér. • Leyfðu henni það og borg- aðu fyrir í sama. K# Þú átt í erfiðleikum, sem þú • ættir að ræða um við reynd- an, roskinn mann. 42

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.