Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 37
Borðmottuna og servíettuna saumaði Katrin Sverrisdóttir og kosta þær kr. 110,-
í Verzluninni Dimmalimm. Þar fást einnig keramikbollinn og diskurinn, sem eru í
senn kökudiskur og undirskál. Heidi Guðmundsson hefur gert hann og verðið er
kr. 280,-
Andersen & Lauth bjóða upp á gjafakassa
á kr. 240,- ( þeim er vasaklútur og slipsi
úr alsilki. ..
GENGIÐ
I BÚÐIR
Það getur oft orðið mikið vandamál að
velja hentugar gjafir, að maður tali nú
ekki um fyrir jólin, og oft fer langur timi
í að ganga búð úr búð í leit að einhverju,
sem maður veit í rauninni ekki, hvað á
að vera.
Núna eru jólavörurnar sem óðast að
berast á markaðinn, og fyrir skömmu
brugðum við okkur i nokkrar búðir í
miðbænum. Við sáum ýmsa fallega muni,
sem væru hentugir til gjafa, bæði fyrir
fullorðna og börn og við vonum, að þið,
kæru lesendur, getið notfært ykkur þessar
hugmyndir okkar.
Þá er það blessað kvenfólkið. I verzluninni
Kirkjumunum er ýmislegt girnilegt til sölu.
Verzlunina á Sigrún Jónsdóttir og verzlar
hún aðallega með muni úr batik, sem hún
hefur sjálf búið til. „Gullbrá" kallar hún
þennan kjól. Hann er batikunninn, Ijós-
brúnn með næstum hvítu mynstri, silki-
fóðraður og kostar kr. 3800,- Hattinn má
nota með ef vill. Hann er einnig batikunn-
inn og kostar kr. 450,- Hann hefur hlotið
nafnið: „Perluregn".
Að lokum börnin, ekki má nú gleyma
þeim. Sportvöruverzlunin Hellas hefur á
boðstólum ýmis leikföng sem sérstaklega
eru ætluð til útileikja, svo sem golfsettið
á myndinni og kostar það kr. 140-
Þessi smekklegi tekkbakki fæst hjá
Jóhannesi Norðfjörð h.f. úra- og skart-
gripaverzlun. Á honum eru fjórar stálskálar
og eru þær ætlaðar fyrir sultu, marmelaði,
smjör eða jafnvel smákökur. Bakkin er frá
danska fyrirtækinu Uniiine og kostar
Hjá P & Ó fundum
við forláta bar, eins
konar ferðabar, í
brúnni leðurtösku.
Þetta er góður gripur
og kostar kr. 1090 -
kr. 410-
„Vorboði" heitir lampinn og er sérlega
skemmtilegur til gjafa. Hann kostar kr.
975,- og fæst I verzluninni Kirkjumunir.
I Tóbaksverzluninni London fæst þessi
öskupakki, sem ætlaður er pípureykinga-
mönnum. Hann er úr valhnotu en skálin
sjálf úr gleri. Hann kostar kr. 625,-
Blómabúðin Hraun selur ýmislegt fleira
en blóm og blómakörfur, meðal annars
fallega kertalampa sem kosta kr. 210,-