Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 21
Foreldrar hafa sífelldar áhyggjur — annað hvort af því að börnin hafa
of lítið eða of mikið. Oll börn verða að læra gildi verðmæta. Þess vegna
sagði ég syni mínum söguna af litlu hafmeynni og skrifaði hana niður
fyrir hann, þegar hann hafði lært að lesa. Síðan eyddi ég heilu ári í að
myndskreyta hana. Oftast vann ég að því á föstudögum, sem eru okkar
sunnudagar.
Syni mínum fannst teikningarnar svo skemmtilegar, að ég ákvað að
gefa bókina út. Allur hagnaður af bókinni rennur til menntastofnana.
Fyrir þessa peninga hefur nú verið sett á stofn prentsmiðja, sem gefur
út tvær nýjar bækur á mánuði. Hingað til hafa börnin í landinu ekki haft
nærri nóg úrval af bókum, en úr því skal verða bætt.
Vandamál mitt er, að ég get ekki verið eins mikið með börnum mín-
um og ég vildi. En ég hugga mig með því, að það er ekki tímalengdin,
sem skiptir máli, heldur hve mikið verður úr tímanum. Börnin mín
þarfnast mín ekki alltaf, en ég reyni að geyma alltaf einhvern ákveðinn
tíma dagsins handa hverju þeirra. Börnin mín verða að læra, að ég er
líka drottning, sem hefur skyldum að gegna.
Ég álít, að mikilverðast fyrir börnin sé að finna að þau eigi bæði föður
og móður. Shahinn er mjög önnum kafinn maður, en hann reynir að
eyða eins löngum tima og unnt er með börnum sínum.
Við vildum helzt senda son okkar á venjulegan skóla, en það er ó-
kleift. Hann yrði aldrei eins og önnur börn í skólanum, og það yrði
slæmt fyrir hann að finna það. Þess í stað er hann á einkaskóla með fá-
einum vinum sínum.
Einn góðan veðurdag verður hann að læra, eins og ég gerði, að hann
er eins og hver annar drengur í heiminum, en þó ólíkur þeim öilum.
Þegar ég sá keisarakórónuna í fyrsta sinn, var ég skólastelpa í Teheran.
Það hafði verið farið með bekkinn minn á safnið til að sýna okkur krúnu-
skartgripina. Ég man hrifningu okkar, þegar við gengum inn, það var
eins og að koma inn í helli Aladdíns. Og þegar við störðum í Iotningu á
kórónuna, man ég að ég hugsaði: ,,En hve hún hlýtur að vera þung . . .“
„Þessa skartgripi eigið þið,“ sagði leiðsögumaðurinn. „Þeir tilheyra
íbúum lrans.“
Þessu gleymi ég aldrei. Einkum var þessi setning mér minnisstæð
26. október, 1967, þegar eiginmaður minn var krýndur keisari, á 48.
aldursári og 26. veldisári.
Hann óskaði þess, að ég yrði við hlið hans. Það var í fyrsta sinn, sem
keisarynja var krýnd í Iran. Sérstök kóróna var gerð handa mér af
beztu handverksmönnum í Iran. En sú kóróna var ekki mín eign heldur
þjóðarinnar, eins og hinir gimsteinarnir, sem ég skoðaði, þegar ég var lítil.
Ég er aðeins táknið.
Krýningin varð að vera eins fögur og stórfengleg og unnt var, til
heiðurs landi og þjóð. Krýningarklæðin og slóðinn, sem ég dró, höfðu
verið gerð sérstaklega handa mér. Við höfðum reynt að gera þau að
listaverkum, sem endurspegluðu í fagurri heild menningu landsins okkar.
21