Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 14

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 14
SÆLL VERTU DOKTOR!“ 55 Ekki fullbakaður að vísu, en vel á veg kominn. Þetta er sem sé drengur sem hefur gaman af að læra ekki síður en leika sér. Og það varð honum ósjálfrátt, af því að áhugamál fjölskyldunnar eru svo margvísleg, og svo hægt um hönd að svala forvitni sinni um hvað eina í Encyclopaedia Britannica. I Encyclopaedia Britannica leitar faðir hans fræðslu um íþróttir og stjórnmál. Móðir hans um híbýlaprýði. Systir hans les þar um listir og dans. Og að lokum taka þau að lesa þetta mikla fræðirit eins og skemmtibók, af því að það er svo gaman að vita svo- lítið um allt milli himins og jarðar. Encyclopaedia Britannica er brunnur þekkingar. Æ fleiri heimili hvarvetna um lönd eignast nú þetta alfræðirit; því að þekking þekkir ekki landamæri; staðreyndir og hugmyndir hafa alþjóðlegt gildi, rétt eins og kunnátta í enskri tungu kemur mönnum víðast hvar að haldi. Encyclopaedia Britannica er slíkt meginrit, að hún verður seint þýdd á allar tungur. Síðasta útgáfan er í 24 bindum og orðafjöldi fullar 36.000.000. Og með aukinni þekk- ingu er ritið aukið og endurskoðað, svo að það fylgist með tímanum. I þessari útgáfu er þannig að finna myndir frá Mars — teknar af Mariner 4., geimflauginni banda- rísku. Því má sem sé treysta, að ekkert er úrelt í Encyclopaedia Britannica. Og þeir rita, sem vita, Freud ritaði í Encyclopaedia Britannica um sálkönnun. Einstein um tíma og rúm, og Alfred Hitchcock um kvikmyndir, — 10,000 höfundar alls. Og hver einasti þeirra, lítt kunnur eða víðfrægur, er viðurkenndur sérfræðingur á sínu sviði. í sérstöku yfirlitsbindi er auðvelt að finna hvert það efni, sem um er fjallað; en alls eru þau 40.000. Víst blöskrar manni að heyra þetta. En reyndar að ástæðulausu, því að ritháttur er svo skýr og efnið hvarvetna lífgað af myndum. Og það er meira að segja auðveldara að eignast Encyciopaedia Britannica en ætla mætti. Hún fæst beint frá útgefanda með vildarkjörum. Ekki þarf annað til að kynna sér þau en að póstleggja seðilinn hérna og fá þá sent hið snotrasta sýniskver, 40 bls. að stærð, ókeypis og án skuldbindinga að neinu leyti. Þar má verða margs vísari um Encyclopaedia Britannica. ENCTCLORVEDIA BRITANNICA clvdllcHf'c ot' romoiTow \ Viðtakandi: Encyclopaedia Britannica International, Pósthólf 83, Reykjavík. Gjörið svo vel að senda mér ókeypis og án skuldbindinga myndabækling yðar með lýsingu á síðustu útgáfu Encyclopaedia Britannica. Einnig væri mér þökk á vitneskju um það, með hvaða kjörum ég get fengið ritið beint frá útgefanda. Nafn........ (skýrt letur) Heimilisfang.....t................................ Sími.

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.