Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 5
'ndurskrifa Lesendur
Kalifornía, 1967.
Kara Hrund.
Eg vil þakka ykkur fyrir einkar
gott og vel frá gengið blað. Eg fce
Hrund senda hingað til Kaliforníu
af foreldrum mínum búsettum í
Reykjavík, og er gott blað sern þetta
alla tíð vel þegið að heiman. Eg er
sammála K'ótu Gísladóttur, sem
skrifaði ykkur í júlíheftinu um að
kynna íslent(k heimili í blaðinu.
Virðingarfyllst,
Emma Þórdís Gibbons.
b
1. 10. 1967.
Kcera Hrund.
Eg er ein af áskrifendum þínum.
Mig langar til að segja þér álit mitt
á blaðinu. Mér finnst það fallegt og
ágœtt, en mér finnst það mcetti vera
fjölbreyttara og meira sþennandi.
Til dcemis vantar alveg krossgátu,
sem er þrýði allra blaða, og ég efast
ekki um, að það finnst mörgum
öðrum. Ogsvo erþað framhaldssaga,
j sþennandiframhaldssaga ! Og siðast
en ekki si\t mynstur og uþþskriftir
af þrjóni og hekli, kökum og mat.
Sem sagt, þótt blaðið sé ágcett, þá
vantar samt margt. Eg vona, að
þetta sé ekki mjög móðgandi bréf og
birtingarhceft. Að cetla að senda
öllum nöfnum blaðsins ókeyþis blöð,
finnst mér alvegfráleitt, þcer eru svo
margar til, að blaðið fceri á hausinn
undir eins, og þá höfum við hinar
ekkert blað. (Eg þekki nú hvorki
fleiri né fcerri en 12).
fceja, ég óska þér samt alls góðs í
framtíðinni og vona, að það komi
krossgáfa. Með fyrirframþökk.
Askrifandi með
krossgátuceði !
4
eí>=
«-»
b
<^
5$
&
sv
h
5$
«-»
Kcera Hrund.
Mér þótti mjög skemmtilegt að lesa
um ágreiningsmálin í fjórða tölu-
blaði. Aðallega fannst mér sniðugt,
að krakkarnir svöruðu sþurning-
unni beint, en foreldrarnir fóru
kringum efnið, eins og köttur í
kringum heitan graut. Er þetta
ekki það, sern fullorðna fólkið gerir
alltaf - svara með tómum mála-
lengingum ?
s. s.
b
<-»
S
S
ndurskrifa Lesendur
Fyrir nokkru heyrði ég á tal tveggja manna, sem báðir reka fyrirtæki í Reykjavík. Þeir áttu það vanda-
mál sameiginlegt að þurfa á að halda skrifstofustúlku og voru að bera saman bækur sínar út af því.
Nú skyldi maður í fljótu bragði ætla, að skrifstofustúlkur væru á hverju strái, en því var ekki að heilsa,
sögðu þeir. Þess væri nefnilega að gæta, að þeir leituðu að stúlkum, sem gætu unnið sjálfstætt og ekki
aðeins við vélritun á reikningum, skýrslum og bréfum, heldur þurftu þær líka að geta unnið ýmislegt
annað. Annar þurfti stúlku, sem gæti gert einfaldar teikningar eftir útreikningum, hinn leitaði stúlku,
sem gæti séð um útvegun á ýmsu efni.
Það kom og í Ijós, að báðir höfðu fyrst og fremst augastað á konu á aldrinum 35-45 ára, að áður feng-
inni góðri reynslu af þeim aldursflokki.
Ef við ráðum unga stúlku, sögðu þeir, segjum á tvítugsaldri, getum við alltaf búizt við, að hún rjúki í
hjónaband og barneignir um það bil, sem hún hefur náð fullu valdi á starfinu. Ef við ráðum gifta konu,
unga, sem á barn heima eða á barnaheimili, má alltaf búast við því, að hún forfallist á óheppilegasta
tíma, vegna veikinda barnsins — eða barnanna, ef þau eru fleiri. Maður getur varla verið sá harðjaxl
að neita konu um frí, sem á veikt barn heima, þótt það geti komið sér bölvanlega á stundum.
Á hinn bóginn getur kona, sem er í kringum fertugt, búin að koma börnum sínum á legg og hefur frjáls-
ari hendur, verið afbragðs vinnukraftur, já jafnvel konur allt um fimmtugt. Margar konur, sem nú eru
á þessum aldri, hafa unnið við ýmis konar störf, áður en þær giftust og eru því ekki ókunnar því að
starfa hjá öðrum. Þær eru yfirleitt vanar að vinna, hafa haft nóg að gera á heimilinu, því að ekki hefur
verið vinnustúlkunum fyrir að fara á undanförnum árum.
Ungar stúlkur koma beint af skólabekk, þar sem þær hafa komizt upp með að slá meira eða minna
slöku við og hafa haft mikinn tíma til þess að dútla við sjálfar sig, en konur á fyrrgreindum aldri hafa
oftast orðið að hugsa meira um aðra; þær hafa átt við ýmis vandamál að stríða og við það öðlazt reynslu
og manneskjuleg viðhorf til lífsins, sem kemur sér mjög vel í starfi. Það er oft miklu meira um vert, að
kona geti afgreitt eitthvert verkefni sjálfstætt og skynsamlega og snúizt við ýmsum vandamálum, sem
upp kunna að koma í samskiptum við umhverfið, af reynslu og þroska, heldur en, að hún hafi þetta og
þetta mikinn hraða á ritvél.
Þessar konur eru oft gæddar ákjósanlegri rósemi og umburðariyndi, sem fæst við að meðhöndla mis-
jafnlega þæga krakka og misjafnlega dintótta eiginmenn. Og síðast en ekki sízt er ekki eins mikil hætta
á því, að þær rjúki burt, þegar verst lætur, ef þær á annað borð hafa ákveðið að taka sér vinnu utan
heimilis.
Að öllu samanlögðu töldu þeir sem sagt, að þessi aldursflokkur kvenna væri mjög æskilegur til starfa.
En, bættu þeir við — því miður er oft erfitt að fá þessar konur út í atvinnulífið og koma þar til ýmsar
ástæður. Ein er sú, að þær telja sig margar hafa týnt gersamlega niður því, sem þær kunnu og vissu
og óttast, að þær geti ekki staðizt samkeppni við yngri starfskrafta. Þá eru þær oft ragar við að fara út
í lífið á ný eftir svo margra ára dvöl innan skjólgóðra veggja heimilisins.
Oft þurfa þær ekki nema smáæfingu og dálitla uppörvun til þess að bæta úr þessu. I því skyni þyrfti
að koma á fót innan ýmissa starfsgreina endurþjálfunarnámskeiðum fyrir þessar konur, þar sem þær
gætu rifjað upp fyrir sér fyrri kunnáttu og fengið upplýsingar um þær breytingar, sem orðið hafa í starf-
inu, frá því þær unnu við það. Jafnframt gætu þessi námskeið verið konunum þjálfun í því að lifa og
hrærast utan heimilis og þær mundu hittast og spjalla saman, bera saman ráð sín og skiptast á skoð-
unum og þekkingu.
Víða erlendis, veit ég, að slík námskeið eru haldin í fjölmörgum starfsgreinum. Vegna síaukinna fram-
fara á öllum sviðum fer ekki hjá þvi, að konur, sem hafa sérmenntað sig og starfað í ýmsum atvinnu-
greinum fyrir 20-30 árum, hafa helzt úr lestinni að nokkru meðan þær voru með hugann bundinn við
börn og heimili. Og þó þær vilji taka upp þráðinn aftur, þegar börnin eru uppkomin hrýs þeim e.t.v.
hugur við því, ef þær geta ekki fyrst hresst dálítið upp á kunnáttuna.
Þetta eru nágrannar okkar óðum að gera sér Ijóst og hafa víða gert ráðstafanir til úrbóta. Jafnvel há-
skólarnir eru farnir að setja upp sérstakar deildir eða námskeið fyrir konurnar, ýmist upprifjunardeildir
eða sérstakar deildir fyrir konur, sem höfðu skilyrði og undirbúningsmenntun til háskólanáms en höfn-
uðu í hjónabandinu í stað háskólans.
Þróunin virðist beinast æ meira í þá átt, þótt hægt fari, að þjóðfélagið dæmi konuna ekki úr leik, jafn-
skjótt og börnin hafa náð tvítugsaldri, heldur kalli á starfskrafta hennar og vilji nýta þá miklu lengur.
Því væri óskandi, að konur, sem þessari þróun eru hlynntar, gerðu sitt til að hraða henni.
5