Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 28
Helga:
Blaðamaður:
Helga:
Blaðamaður:
Helga:
Guðrún:
Helga:
Guðrún:
Helga:
Guðrún:
Blaðamaður:
Helga:
Blaðamaður:
Guðrún:
Helga:
Blaðamaður:
Helga:
Blaðamaður:
Helga:
Guðrún:
Blaðamaður:
Guðrún:
Blaðamaður:
Guðrún:
Blaðamaður:
Guðrún:
Þóra:
Guðrún:
Þóra:
Ja, það er nú frekar að hann nenni ekki með mér. Annars
gerum við heldur lítið af því að fara út.
Eg held nefnilega, að þetta sé dálítið atriði. Mér finnst
margar húsmæður bíða með öndina í hálsinum eftir því
að maðurinn komi heim, svo þær geti farið með hann út.
En aftur á móti, þegar þær vinna úti, eru þær svo fegnar
að hafa hann heima og vera heima — það er allt öðru-
vísi.
Það er vel líklegt.
Hafa karlmennirnir sérstöðu á þínu heimili, Helga?
Nei, ekki frá minni hendi.
Nú segir þú ekki satt, Helga. Þú mundir frekar segja
dætrum þínum að þvo sokkana sína en sonum þínum að
pressa buxurnar sínar.
Nei.
Þá ert þú óvenjuleg kona.
Ég á bara einn strák, sem er elztur, og ég vildi alltaf,
að hann tæki þátt í einhverju — sæi um sína skó og
buxur. En ef amma hans var nærstödd, þegar ég var að
skikka hann til þess, gerði hún það fyrir hann.
Henni hefur fundizt þetta móðgun við hið sterka kyn.
En bóndinn?
Ja, seinni ár hefur hann unnið þannig vinnu, að hann
sér um það sjálfur. Hann vinnur við hreinsun.
Nú finnst mér það allt of algengt, sérstaklega á eldri
heimilum, að karlmennirnir tali ekki nóg við börnin.
Hvað segið þið um það?
Það er nú svo stutt síðan litið var á karlmennina sem
gesti, sem ættu bara að hvíla sig, þegar þeir kæmu heim.
Það hefur mér aldrei fundizt.
Hefur maðurinn þinn skipt sér mikið af börnunum?
Nei, ekki get ég nú sagt það.
Finnst þér þá stelpurnar þínar hafa farið einhvers á mis
við það, að hann hafi ekki talað nóg við þær?
Ég veit það nú ekki, mér finnst það, sem upp hefur
komið, hafa gefizt bara sæmilega vel.
Ég þakka því, hvað eldri sonur minn hefur bjargað sér
mikið sjálfur og lítið verið dekrað við hann, að þegar sá
litli fæddist, 10 árum seinna, varð ég ekki vör við, að
hann fyndi til afbrýðisemi. Honum þykir afskaplega
gaman að bróður sínum.
En ef við tölum þá um þau vandamál, sem þið hafið
aðallega átt við að etja og þurft að leysa í sambandi við
þetta, Guðrún.
Ég tala allt of mikið. Jæja. Mér finnst þau vera fullkom-
lega þjóðfélagslegs eðlis. Það er allt of lítið gert af því
að leyfa konum að haga sínu lífi, eins og þær óska. T.d.
á dagheimilum og barnaheimilum er bókstaflega skil-
yrði, að maðurinn sé við nám til að koma barni að —
að minnsta kosti á heils dags dagheimilum. Eða þá að
vera einstæð móðir, og auðvitað er sjálfsagt, að þær
gangi fyrir. En mér finnst það vera galli á þjóðfélaginu,
að einstaklingar þess geti ekki hagað lífi sínu eins og
þeir vilja. Þarna er virkilega hamla á.
Finnst þér ekki, að konur gætu gert meira til að bæta
úr þessu, þær sem vinna úti?
Jú, mikil ósköp.
Með hverju gætu þær það?
Þær gætu t.d. komið sér saman í hópa og rætt þessi mál.
Gert síðan tilraunir til að tala við borgaryfirvöld.
Nú eru hópar meðal vinnandi kvenna, sem hafa sér-
stöðu, t.d. hjúkrunarkonur.
Það er nú rétt nýlega. Hjúkrunarkvennaskorturinn var
orðinn svo yfirþyrmandi, að þeir sáu sér ekki annað
fært en stofna dagheimili fyrir börn þeirra.
Nú þætti mér gaman að spyrja, hvað yrði um barna-
skólana, ef allar þær konur þar, sem eru giftar og eiga
Blaðamaður:
Þóra:
Guðrún:
Blaðamaður:
Helga:
Þóra:
Blaðamaður:
Helga:
Blaðamaður:
Helga:
Blaðamaður:
Helga:
Blaðamaður:
Helga:
Blaðamaður:
Helga:
Guðrún:
Helga:
Guðrún:
Blaðamaður:
Guðrún:
Þóra:
heimili, drægju sig í hlé á sama árinu? Hvar væru þeir
staddir?
Eru konur ekki í meirihluta meðal barnakennara?
Þær eru á milli 60 og 70%. Stór hluti þessara kvenna
eru giftar konur, og þær verða að vera upp á aðra komn-
ar með sín börn, kunningja og frændfólk.
Það finnst mér hins vegar vandamál, því að ég mundi
ekki treysta hverjum sem er fyrir mínum börnum. Ég
vil vera nokkurn veginn viss um, að það sé fólk, sem
hefur lært eitthvað til þess og kann eitthvað til þeirra
hluta.
Hvað hefur verið þitt helzta vandamál, Helga?
Það má segja að það hafi ekki verið neitt vandamál.
Dæturnar og kunningjafólk skiptust á að passa barnið.
Maður kemst aldrei hjá því að vera upp á aðra kominn.
Hvað hafa þínar samstarfskonur gert, Helga?
Ja, það er ósköp svipað. Margar eru giftar með börn,
og það er minna um að þau séu á barnaheimilum. Það
er ekki svo gott að koma þeim þar.
Hefur nokkur hreyfing verið á þeim að gera eitthvað í
því máli. Yta á yfirvöldin?
Ekki beint hreyfing, en oft um það talað.
Þessar konur eru aðilar að verkalýðsfélagi, Framsókn, er
það ekki? Hvað hefur það félag gert í þessum efnum?
Það rekur barnaheimili á sumrin, Vorboðann, uppi í
Rauðhólum, og það er alveg dásamlegt.
En á veturna?
Nei, þær hafa ekki aðstöðu til þess. Ég geri ráð fyrir, að
þær hjálpi þeim konum, sem leita til þeirra, með að koma
börnum að einhvers staðar. Yfirleitt eru þær það hjálp-
samar, þegar leitað er til þeirra með eitthvað.
En mundirðu ekki telja, að þetta væri verkefni verka-
lýðsfélaganna?
Það væri stórt atriði.
Þið, sem vinnið vinnu, sem heyrir undir verkalvðs-
félög, eruð beittar misrétti. Kona, sem ræstar Mennta-
skólann, varð barnshafandi og varð að hætta. Við vorum
þá tvær, kennslukona og ég, báðar búnar að vera barns-
hafandi á því ári og fá okkar 3ja mánaða frí. Þá kemur
þetta, hún fær ekkert frí. Þarna er um alvarlegt mis-
rétti að ræða. Ég hringdi svona af forvitni til Fram-
sóknar því ég er svo afskiptasöm, og þá höfðu þær leyst
þetta þannig að þær veita konum fæðingarstyrk, 5000.00
krónur, sem auðvitað út af fyrir sig er engin lausn. Nú
— ég hef mitt fulla kaup í þrjá mánuði. Ég skil ekkert í
því, að verkakvennafélög skuli ekki hafa tekið þetta
alvarlega upp. Það má gjarnan bæta því við, að Mennta-
skólinn stal frá ríkinu kaupi handa þessari konu í 3
mánuði og hefur enga samvizku af! Þetta frí er skilyrði
til þess að konur geti stundað vinnu. Það er nú einu
sinni þessi iíkamlegi munur á körlum og konum, það
eru konur, sem ganga með börnin. Ef virða á konur sem
þjóðfélagsaðila, verður einnig að virða þetta atriði.
Það var stórt atriði, þegar það kom inn hjá verkakvenna-
félaginu Framsókn að veita þennan styrk. Það er lítið,
en það munar um.
Það munar um allt, auðvitað. En svo ætti bara sú kona,
sem vinnur erfiðisverk, að fá lengra frí en kona, sem
vinnur á skrifstofu.
Það er ákaflega erfitt fyrir konur að standa beint upp
frá barnsburði og fara að vinna. Hins vegar eru dæmi
þess, að þessi hlunnindi hafa verið misnotuð.
Kvenfólkið má auðvitað alls ekki misnota þetta sjálft,
það hleypir eðlilega illu blóði í vinnuveitendur. Og mér
finnst t.d. hæpið, að kona geti notað það sem afsökun
fyrir að mæta ekki í vinnu, að börn séu veik.
Nema um fársjúkleika sé að ræða.
28