Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 44
MÓÐUREÐLIÐ
HEFUR HVER MÓÐIR ÞAÐ?
HVE MIKILVÆGT ER ÞAÐ?
Fyrir skömmu lásum við grein eftir enska ljós-
móður, þar sem hún fjallar um hugtökin móðureðli
og móðurást. I greininni segir hún m.a.:
Eitt sinn, þegar ég var við ljósmóðurnám, kom ég
að nýbakaðri móður hágrátandi. Þetta var ekkert
óvenjulegt; margar ungar mæður eru taugaóstyrkar
eftir fæðingu. En þessi kona var óvenju döpur og
gat ekki orða bundizt:
„Eg hélt, að ég mundi elska dóttur mína, en ég
geri það ekki. Eg er hrædd,“ sagði hún. „Eg held,
að ég hafi ekki hið rétta móðureðli - og hvað verður
um hana hjá móður, eins og mér?“
Mér tókst að hugga hana, því að áhyggjur hennar
út af barninu sýndu, að henni þótti vænna um það
en hún gerði sér grein fyrir. En þessu atviki hef ég
ekki getað gleymt, að það leiðir af sér svo margar
spurningar hugtakið móðureðli. Hvað er það?
Hvernig lýsir það sér? Og hve mikilvægt er það?
Eg held, að móðureðlið hafi tvær aðgreindar
hliðar. Önnur er þráin eftir að eignast barn. Hin
er löngunin til að annast barnið og vernda það.
Fyrri hliðin er oft sterkari en konur gera sér
grein fyrir. Hve oft hafa ungar, nýgiftar stúlkur
sagt, að þær vildu ekki eignast börn, en fundið
eftir skamma hríð, að þær þráðu ekkert heitar. Og
margar konur eignast fleiri börn en þær gerðu ráð
fyrir, vegna þessarar löngunar. Félagsfræðingar
hafa sýnt fram á, að margar stúlkur eignast óskilgetin
börn, ekki vegna þess, að þær hugsuðu ekki um
afleiðingar ástarævintýris, heldur vegna undirmeð-
vitaðrar löngunar til að eignast barn.
En það er hin hlið móðureðlisins, sem flestir eiga
við, þegar þeir taka sér orðið í munn. Margir álíta,
að þetta eðli sé svo sterkt, að móðir elski barnið sitt
óhjákvæmilega frá fæðingu. Móðirin unga, sem ég
minntist á áðan, hélt þetta greinilega, og var
áhyggjufuil vegna þess að hún fann ekki til neins,
þegar hún leit nýfædda dóttur sína í fyrsta sinn.
í rauninni eru þær mæður fáar, sem finna strax
til móðurástarinnar. Eftir fæðinguna berjast marg-
víslegar tilfinningar um í brjósti konunnar. Léttir,
þegar allt er vel afstaðið og henni og barninu
borgið. Gleðivíma, þar sem nú er lokið níu mánaða
bið, - og undrun yfir útliti barnsins. Hingað til
hefur hún hugsað um það sem óþekkta veru, en hér
er það nú loksins komið í allri sinni dýrð. Enn ein
tilfinning getur blandazt hinum - ótti. Þarna liggur
barnið, hjálparvana, hávaðasamt og viðkvæmt, - og
lífsafkoma þess er algerlega á valdi móðurinnar.
Það er því ekki að undra, þótt móðirin efist um
getu sína.
Sumar ungar mæður kalla þessar tilfinningar ást,
en þær eru það ekki í raun og veru. Að sjálfsögðu
eru þættir í þeim, sem einnig eru til í ást, - verndar-
hvöt, umhyggja, stolt, - en öðruvísi mun móðurinni
líða eftir að hafa annazt barnið í nokkra mánuði,
matað það, haldið því i faðmi sér og huggað það.
Þá elskar hún það.
Að ýmsu leyti er þetta sami munur og er á áhugan-
um, sem ung stúlka fær á ungum manni, og þeirri
tilfinningu, sem hún ber til hans árum seinna, þegar
hún er gift honum og hefur lært að elska hann sem
eiginmann.
Af þessu leiðir, að móðurást og móðureðli eru
ekki eitt og hið sama. Kona, sem ættleiðir barn,
mun elska það eins heitt eftir árið og móðirin, sem
bæði fæðir af sér og annast barnið. Enginn krefst
þess af fósturmóður, að hún elski barnið strax og
hún tekur það í fangið, en þess er krafizt af konu,
sem er nýorðin móðir. Þó væri eðlilegra, að fóstur-
móðirin yrði ástfangin af barninu við fyrstu sýn,
því að hún er ekki þreytt eftir fæðinguna né upp-
tekin af eigin þörfum og tilfinningum.
Hver móðir lifir þá stund, þegar hún óskar
barninu á heimsenda. Þegar grátur þess vekur svo
mikla reiði hjá henni, að nær sýður upp úr. Það hefur
komið fyrir mig, svo að ég kannast við þetta. Ég
varð eitt sinn svo reið, þegar frumburður minn
neitaði að borða, að ég hristi hana hranalega til.
A eftir var ég svo þjáð af iðrun, að ég gat ekki tekið
hana upp það sem eftir var dagsins. Maðurinn minn
varð að sjá um hana. Þetta er ekki óeðlilegt; eins
og ég sagði, kemur móðurástin ekki af sjálfu sér,
hún verður að lærast.
Móðureðlið gegnir mikilvægara hlutverki, þegar
frá líður. Barn á fyrsta ári heimtar þörfum sínum
fullnægt með háværum hljóðum. Hávaðinn nægir
til þess, að barninu er sinnt. En þegar barnið vex
úr grasi, verða sálrænar þarfir þess mikilvægari en
þær líkamlegu. Það þarfnast móður, sem kemur,
þegar þörfin er mest, kann að hugga það og gefur því
öryggi í öryggislausri veröld.
Móðirin hefur lært að elska barnið sitt með því
að annast það, og byggir ást sína á ósjálfráðri hvöt
til að vernda það. Hún getur því fullnægt þessum
sálrænu þörfum, án þess að velta því fyrir sér, hvað
hún er að gera. Með öðrum orðum: Hún hefur
þroskað með sér þá frumstæðu hvöt að fæða og
vernda, og gert hana næmari og mannlegri.
Þetta er sá þáttur móðureðlisins, sem mestu máli
skiptir, hæfileikinn til að finna óljósari þarfir
barnsins og fullnægja þeim.
Flestar mæður hafa þetta eðli ríkulega, án þess að
gera sér grein fyrir því. Það er vegna þessarar
tilfinningar, sem foreldrar hafa áhyggjur af menntun
barna sinna. Það er móðureðlið, sem hjálpar
mæðrum að skilja við fullvaxin börn sín, þegar þau
halda út í lífið. An þess yrði foreidrahlutverkið
leiðinlegt skyldustarf, í stað allrar þeirra gleði og
ánægju, sem það veitir flestum okkar.
En það á ekki að krefjast þess af ungri móður, að
hún finni þetta um leið og barnið fæðist. Eins og
flest það bezta í lífi okkar, þroskast þessi tilfinning
og eykst með árunum.
Minnkið Ijósakostnaðinn
Lampagrindur og tilheyrandi,
nýtízku gerðir.