Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 29

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 29
Guðrún: Blaðamaður: Guðrún: Þóra: Blaðamaður: Helga: Blaðamaður: Helga: Þóra: Helga: Blaðamaður: Helga: Guðrún: Helga: Guðrún: Þóra: Guðrún: Blaðamaður: Guðrún: Blaðamaður: Guðrún: Kona, sem er meira og minna frá vegna veikinda barna sinna, er eðlilega ekki boðlegur starfskraftur. Flestar útivinnandi konur vinna heimilisstörfin meira og minna einar ennþá. Munduð þið telja, að þær væru fullir starfskraftar? Eða munduð þið telja, að þetta kæmi niður á vinnunni? Þetta kemur niður á öðru hvoru, og venjulega á heim- ilinu. Og ég held ekki til skaða. Við vitum allar, að við gætum eflaust fundið okkur eitthvað til að gera, ef við værum heima allan daginn. Kona, sem vinnur úti, skipu- leggur sinn dag allt öðruvísi. Maður gerir það nauð- synlega, en sleppir öllu nostri. Það er mín reynsla líka. Mér verður miklu meira úr deginum, ef ég vinn fulla vinnu. Eg kannski slóra og gevmi til næsta dags, af því að ég veit, að ég hef tíma á morgun til að gera það, sem ég gæti gert í dag. En ef ég er í fullri vinnu, geri ég strax það, sem ég þarf að gera, og svo er það frá. Helga? Þetta er svo miklu stærra hjá mér. Hefurðu fyrst og fremst sleppt af því, sem þú áður gerð- ir? Blessuð vertu, ég nenni ekki að vera alltaf að pússa. Og steinhætt að baka. Já, útivinna vill koma illilega niður á bakstri. Eg sakna þess ekki neitt, og fjölskyldunni finnst ósköp gaman, þegar ég baka svo aftur. Voða gaman að fá súkkulaðiköku! Er ekki heimilið nákvæmlega jafn huggulegt? Jú, jú, og öllum líður jafn vel þar. Að minnsta kosti vilja allir vera heima. Eg er ekki í vafa um það, að aðalkosturinn við að konan vinnur úti er, að sjóndeildarhringur hennar víkkar, og hún er að mörgu leyti miklu hæfari til að skilja sín börn og tala við þau. Maður er svo skelfing lítið í sambandi við annað fólk, þegar maður er heima. Já það er þó alveg satt. Auðvitað hefur maður minni tíma til að lesa og gera ýmislegt, sem mann langar til, iðka hannyrðir og hvað það kann nú að vera. En ég get ekki séð að það sé neinn skaði. Það er svona smálúksus, sem maður getur veitt sér. Eg get ekki séð, að það komi niður á nokkrum manni nema kannske manni sjálfum, ef mann langar til að gera eitthvað slíkt. Eg geri aftur aldrei meiri handavinnu en þegar ég er úti. Eg var að velta því fyrir mér um daginn, að nú fara hundruð hjóna utan á hverju ári, maðurinn til að læra og konan til að vinna fyrir honum. Hafið þið nokkurn tíma heyrt um, að maðurinn hafi farið til að vinna fyrir konunni sinni meðan hún lærði? Nei, en er þetta þá ekki konunum að kenna? Þær hafa þá bara ekki nógu mikinn áhuga á þessu. Þetta eru bara gamlir fordómar. Fordómar eru það versta af öllu að berjast gegn. Aldagamlir fordómar eru óskaplega lífseigir. Karlmenn hafa einhvern hégómlegan yfirvaldskomplex — það eru þeir, sem allt miðast við. Eg býst við, að karlmönnum fyndist það óskapleg niður- læging að hjálpa konu sinni til að verða miklu mennt- aðri en hann sjálfur. Er það nú ekki mikið að breytast? Ekki meira en þetta, að ég kann ekkert dæmi um það, að menn hafi hjálpað konu sinni við nám á þennan hátt. Og það er ósköp lítið gert af því, að hvetja ung hjón til að stunda bæði nám. Það eru 106 skriðdeildarpláss (börn innan 18 mánaða), í þessum bæ, og t.d. 1000 stúdentar innritaðir í Háskólann. Margir þeirra eiga börn. Einhver Blaðamaður: Guðrún: Þóra: Guðrún: Blaðamaður: Þóra: Blaðamaður: Guðrún: Þóra: Guðrún: Þóra: Guðrún: góður maður sagði nýlega, að stúdentar ættu bara ekki að eiga börn — og ekki að gifta sig, því enginn er hjóna- garðurinn. En mér segir svo hugur um, að margar konur hefðu getað lært, ef þær hefðu haft áhuga. Ég held, að það sé slæmt að setjast niður í heimili óánægð og kenna manni og þjóðfélagi um. Og hjálpa konur, sem vinna úti, yngri kynslóðinni nógu mikið með því að bæta þessi mál? Það er bara það, að strax í barna- og gagnfræðaskólum eru konur aldar upp við þetta. Svava Jakobsdóttir vitn- aði anzi skemmtilega um daginn í starffræðslubók eina. Þar er strax skilið á milli — þetta „ef konur giftast ekki“. Menn eru enn ekki búnir að sætta sig við það, að kon- ur eru hættar að hafa atvinnu af því að vera giftar. Fyrir nú utan það, að karlmenn vilja aldrei trúa því, að margar konur gætu haft það langtum betra með því að vera ekki giftar. Og annað; það er alltaf talað um ógift fólk eins og ein- hverja vesalinga, sem enginn vill hafa. Uppeldið hefur óskaplega mikið að segja, og hvað um þessar konur, 70% kennaraliðsins, sem kenna börnum um okkar. Brýna þær það fyrir stúlkunum, að þær lúti ekki öðrum lögmálum en drengirnir í bekknum? Það mætti rannsaka. Það er spurning, hvort skólarnir geri ekki einhvern mun strax í upphafi. Obeint er kannski ofboðlitlu húsbóndavaldi dælt strax í litlu karlmennina. Ég held, að það sé meira hjá karlkennurum en kven- kennurum. Það minnir mig á eitt atriði. Það virðast einhverjar hömlur á kvenfólki gagnvart sínu eigin kynferði. Það hefur t.d. oft verið brosað að því í Menntaskólanum, að í prófum í lífeðlisfræði, þar sem spurt er um kynfæri kvenna, hvernig börn verði til og annað slíkt, er áber- andi hvað strákar standa sig miklu betur. Þeir skila yfirleitt alveg hárréttum úrlausnum, vita nákvæmlega hvað skeður, en ekki stelpurnar. Það er eins og þær neiti að læra þetta til fulls. Þeir eru frakkari, auðvitað. Þeir líta bara á þetta sem staðreyndir. Kvenfólk er alltaf að væflast í kringum sitt eigið kvnferði, ef svo mætti segja - - hún getur ekki yfirstigið þessar rótgrónu höml- ur. Eilíflegur þolandi. 29

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.