Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 45

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 45
það er ekki svoleiðis leyndarmál. Það er ekki eilíft - satt að segja verður það ekki leyndarmál öllu lengur . . . Eg hef heyrt, að Svava Duval, kona trésmiðsins þarna í áhorfendahópnum, búist við dálítilli viðbót við fjölskylduna á næst- unni . . .“ Reynardo gelti, „Hvað þá? Þau eru nýgift. Bíddu - ég ætla að telja . . .“ Hann lyfti upp loppunni og þóttist telja mánuðina, „September, október, nóvember . . .“ Þangað til Mouche greip fram í fyrir honum með: „Rey- nardo - þetta máttu ekki. Þetta kemur þér ekkert við.“ Síðan ræddu þau í fáeinar mínútur, undir hlátrasköllum áhorfenda, hvort barnið yrði drengur eða stúlka; dr. Duclos frá líffræðilegu sjónarmiði, frú Muscat kom með góð ráð og Ali bauð sig fram sem barnfóstru. Mouche tókst með persónutöfrum sínum að ná slíku valdi á áhorfendum, að þeim fannst þeir sjálfir vera mitt í atburðarásinni. Hún hafði sérstakt lag á að velja úr stóreygð börn meðal áhorfenda, kalla á þau upp að sviðinu og láta þau hitta leikarana - hrista hönd Alifanfarons til að sannreyna hve meinlaus hann var, klappa hr. Reynardo og ræða við Rauðtopp. Þau áttu engan sinn líka, og fólkið á þeim stöðum í Frakklandi, sem þau ferðuðust um, var ekki lengi að uppgötva það. Orð- rómurinn um talandi og syngjandi brúðurnar og lifandi stúlkuna, sem stóð fyrir utan og talaði við þær, var farinn að berast á undan þeim, og þegar þau komu til Nice, reyndist þetta orðspor mikilvægara fyrir þau, en nokkurn hafði grunað. Á suðurleið dvöldu þau í tíu daga í Lyon og tóku þátt í októbermarkaðn- um, héldu síðan áfram til Marseille og Toulon og þaðan til Cote d'Azur, strandlengjunnar við Miðjarðarhafið, þar sem auðkýfingarnir búa. I Nice sýndu þau með stórum sirkus, sem hafði sett upp tjöld sín á auðu svæði ekki langt frá ströndinni. Þau settu brúðuleikhúsið upp innan um önnur minni háttar skemmtiatriði. Ríka fólkið kom frá stóru hótelunum — í skapi til að gera góðverk — nam staðar andar- tak við brúðuhúsið og gat ekki slitið sig þaðan aftur. Sirkusinn ætlaði áfram til Monte Carlo og brátt leið að lokadegi. Að morgni síðasta sýningardagsins kom feitur og subbulegur gamall maður með rautt nef, grísaaugu, háan hatt og gullbúinn staf að brúðuleikhúsinu og sagði Golo, að hann vildi fá að tala við eigandann. Fjölskyldan var á fundi, sem þau héldu jafnan yfir morgunverði, og ræddu áætlanir dagsins. Skræk rödd Rauðtopps greip þegar í stað fram í fyrir gamla manninum. „Höfðuð þér ákveðið tíma?“ Og Reyn- ardo gelti háðskur: „Fyrst verður hann að ákveða tíma til að biðja um samtal við eigandann. Það er mitt að sjá um það. Hver sögðust þér álíta að þér vær- uð?“ Gigi stakk upp kollinum og flissaði dónalega. „O, ég hélt, að þetta væri kannski einhver sætur strákur!“ Frú Muscat ávítaði hana. „Vertu ekki svona mikill kjáni, Gigi. Hann er á- reiðanlega fokríkur. Líttu bara á spikið. Það safnast ekki svona utan á beinin, ef gat er á vasanum.“ Auðsjáanlega leizt leikbrúðunum sjö ekkert of vel á þann gamla, og Mouche tók kurteislega upp hanzkann fyrir þær. „Þau eru afar óþekk í dag. Þér megið til með að sjá í gegnum fingur við þau. Ef til vill gæti ég hjálpað yður.“ Það kom þá fram, að hann var um- boðsmaður, Bosquet að nafni, og réð skemmtiatriði fyrir Vaudeville leikhús- ið í Nice. Hann vildi semja við brúðu- leikflokkinn, að hann kæmi fram þar sem eitt sýningaratriðið. Fréttirnar ollu miklum úlfaþyt meðal brúðanna, þær létu ýmist í ljós ánægju eða áhyggjur, komu með ráð og gagn- ráð, áætlanir og spurningar. Hr. Reyn- ardo rak upp móðursjúk gelt, hoppaði aftur á bak og áfram eftir sviðinu og Frh. á bls. 49. HOTEL VERIÐ VELKOMIN 108 gestaherbergi öll útbúin nýtízku þœgindum. Glœsileg innisundlaug og finnsk gufubaðstofa til afnota fyrir hótelgesti ón endurgjalds. Þrír veitingasalir, Blómasalur, Víkingasalur og Caféteria meS veitingum við allra hœfi. UmboSsmenn LoftleiSa og ferSaskrifstofur um allt land taka á móti herbergja- og farmiðapöntunum. 'OFTIEIDIS LANDA MIUI 45

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.