Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 17

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 17
JÓNSVÖKUDANS - Sérðu pálmatréð þarna ? Á bak við það stendur maður með boga og örvar. - Á hvað ætlar hann að miða, mig eða þig ? - Hann ætlar að miða á mig og ná þér svo. - Hversvegna vill hann ná mér? - Hann heldur, að þú sért prinsessa og ég hafí rænt þér. - Og hvað vill hann mér? - Færa þig kónginum og heimta fundarlaun. - Ekki annað. - Nei. Ekkert annað. Eg veit, að þér þykir það leiðinlegt, en svona er það. Eg vil fara í land og baka mig í hvítum Sandinum. Allt eins og þú vilt. Get ég gert nokkuð annað fyrir þig? - Nei, en það er gott að hitta þig. En nú verð ég að fara að leggja á stað heim. Hesturinn minn er orðinn órólegur. - Kenndu ekki hestinum um, flökkukona. Það ert þú sjálf, sem ert óróleg. - Mér var það gefið. - Já, og þess vegna ertu stundum þreytt á að baka brauð og sinna þínu daglega sýsli. - Já, og þá kem ég til þín. - Auðvitað. Hjá mér finnurðu hvíld. Því hérna, á þessu hvíta sandrifi, býr eilífðin. Hin eilífa hringrás. Alltaf söm og jöfn. - Er það þess vegna, sem friðurinn býr hér? - Já, og vegna þess að hér eiga einnig draumarnir bústað. Flögra hér um í líki fiðrilda. - Nú fer ég. - Farðu heil og komdu bráðum aftur. Nakin gekk ég út í nóttina dansaði heiðinn dans á grænum sverði dansaði eld úr blóði og trega úr hjarta í trylltum heiðnum dansi um hvíta nótt blótaði ég hjarta mínu að goðin blíðkuðust og sýndu mér miskunn. LOGAR Tveir logar hvítur og rauður hatur og ást þú breiðir lín á döggvott grasið mjúkar hendur vinna hægt og fast augu myrk af harmi á þessu kvöldi hafa logarnir sameinast og brunnið til ösku aska augu myrk og tárlaus Ég stíg á bak fáknum mínum bláa. Nú er komin nótt, og við förum hratt yfir. Galdranorn á kústskafti ygglir sig að mér, en ég bara hlæ. Og svartur púki með þjófaljós í skottinu vill fá að vera mér samferða. - Snautaðu burt, segi ég. Heima á hlaðinu stendur álfkona með gullband um sig miðja. Hún lítur til mín myrkum augum, tekur hnakkinn af hestinum, leiðir hann síðan út í grænan hagann. Sjálf leggst ég í hvíta, mjúka rúmið mitt og sofna, eins og góðu börnin í gömlu sögunum. tárlausum augum gekkstu til hvíldar þetta kvöld, Guðrún og öll kvöld síðan. L 17

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.