Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 20

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 20
yndislegur draumur. Ég var viðstödd, en þó ekki. Það var hljóðfæra- leikur og hávaði frá fólkinu, sem veifaði fánum. Ég hafði í æsku staðið við götuna til að sjá konunginn aka hjá, en mig hafði aldrei dreymt um, að dag nokkurn mundi ég sitja við hlið hans. Ég sé sjálfa mig, hvítklædda frá hvirfli til ilja, eins og ég væri einhver önnur. En ég man hjartslátt minn, og ég gerði mér þá í fyrsta sinn grein fyrir hvað einvera er. Það er helgisiður við írönsk brúðkaup, að spyrja brúðina þrisvar. Tvisvar á hún að þegja, en í þriðja sinn svarar hún játandi. A því andar- taki varð ég eiginkona Mohammad Reza Shah Pahlavi, keisara af Iran. Ég vár ekki Farah Diba lengur. Það voru örlög mín að verða drottn- ing. Ég vissi þá ekki, hvað sá titill þýddi, en ég hef haft sjö ár til að læra. Ég var ekki fædd til að verða drottning, og það erfiðasta af öllu er að vera enn eins og aðrar konur, en þó ekki lengur lík þeim. Ég græt ef til vill innra með mér, en það má aldrei sjást; það er starf mitt að vera sterk og gefa öðrum kjark. Ég er alltaf umkringd fólki og alltaf ein. Ég vil vera nátengd fólkinu mínu, ég vil ekki vera tákn eða æpandi mynd á forsíðu tímarits. Ég vil að fólk mitt viti, hvað ég er, og skilji, að ég læt mér annt um það. Ég hef gaman af að verzla og fer til Parísar á tveggja ára fresti með það fyrir augum. Mér þykir gaman að kaupa gjafír handa börnunum mínum, eiginmanni og vinum. Hvaða konu þykir það ekki? En ég fer ekki oftar en ég nauðsynlega þarf og kaupi aðeins þau föt, sem ég þarf með. Þau föt, sem ég kann bezt við, eru einföld að gerð, og ég er oft í þeim sömu. Annað væri óhagsýnt og heimskulegt. Ég veit, hve erfítt það er að bera kórónu. I fyrstu er það dásamlegt, en eftir skamma stund verður hún næstum óbærilega þung. Það verður sárt að bera hana; en þegar maður hefur lært að halda henni uppi, kann maður að vera drottning. Líf mitt tilheyrir fólkinu mínu og það gefur mér ótrúlegan styrk. Ég minnist einnar heimsóknar á munaðarleysingjahæli. Enginn vissi, að mín var von. Ég kom um hádegið og börnin voru að borða. Þau náðu í stól, komu með disk og sögðu: „Seztu niður og borðaðu með okkur.“ Þau voru að bjóða mig velkomna að hætti forfeðra okkar. Dag nokkurn ók ég um götur Teheran og sá þá gamlan mann sitjandi á götuhorni. Hann var krypplingur og augsýnilega afar fátækur. Hann var að hagræða handfylli af blómum í vasa. Um leið og ég ók hjá, brosti hann til mín og rétti mér blómin. Ég vona, að hann viti hve mikið hann gaf mér. Gjöf hans var til drottningarinnar, en hún gaf konunni styrk til að halda áfram. 181 Ég þráði barn, af því að ég er kona. Það varð að vera sonur, vegna þess að ég er drottning. Allir gáfu okkur góð ráð, en við höfðum þegar ákveðið okkur. Barnið okkar fæddist ekki í höllinni heldur á einu fæðingarheimila ríkisins i suðurhluta Teheran, umkringt öðrum mæðrum og öðrum ungbörnum. Barnið var okkar, en einnig landsins okkar, og það átti heima á meðal fólksins, sem hafði þráð það svo lengi. 31. október, 1961, fæddist krónprinsinn, og allur klukkur Persíu hringdu. Tuttugu milljónir Persa fögnuðu fæðingu ríkisarfans, en ég sá aðeins gleðina í augum eins manns, og barnið í fangi mínu var ekki prins — hann var sonur minn. Nú á ég þrjú börn: Cyrus Reza krónprins, Farahnaz dóttur mína og litla barnið mitt, Ali Reza. Þau eru börnin mín, ásamt öllum öðrum börn- um í Iran. Heimili mitt við Kaspíahafið er nú sumardvalarstaður fyrir börn frá barnaheimilum um landið allt. Það er ekki nóg að gefa barni mat og klæði, það verður líka að gefa því ást og umhyggju. Öll börn eru eins, hvort sem þau búa í höllum eða á barnaheimilum. Ég hef mjög gaman af ævintýrum, og eftirlætissagan mín er „Haf- meyjan litla“ eftir H. C. Andersen. Ég sagði hana syni mínum, vegna þess að ég vildi að hann skildi, að það er unnt að öðlast sína hjartans þrá, en það verður að greiða fyrir hana — ekki aðeins með jarðneskum verðmætum, heldur með lífi sínu. 20

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.