Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 27
Þóra:
Blaðamaður:
Þóra:
Blaðamaður:
Þóra:
Blaðamaður:
Guðrún:
Þóra:
Guðrún:
Helga:
Blaðamaður:
Helga:
Guðrún:
Helga:
Blaðamaður:
Helga:
Þóra:
Guðrún:
Blaðamaður:
Helga:
Guðrún:
Ja — ég geri það bara vikulega.
En ef við lítum á flugfreyjustarfið, þú ert að færa far-
þegum mat á bakka ....
Það er engin hugsjón heldur. En aftur á móti kennara-
starfið, það er alveg dásamlegt. Enda er flugfreyjustarfið
algert aukastarf núorðið, bara mér til ánægju í smátíma,
eins og hvert annað flakk og tilbreyting. En ég met
kennarastarfið ákaflega mikils.
Og hvernig gengur þér að hafa hemil á þeim?
Mér hefur gengið alveg prýðilega fram að þessu. Konur
geta verið alveg jafn strangar og karlmenn, og árangur-
inn er ekkert síðri hjá þeim.
Guðrún, finnst þér gaman að heimilisstörfum?
Það er nú dálítið misjafnt; mér finnst gaman að mörgum,
afskaplega gaman að búa til mat, en hins vegar öllu leið-
inlegra að þvo upp, ég viðurkenni það.
Oll hreinlætisstörf eru heldur leiðinleg.
Eg veit ekki. Hins vegar er eitt, sem ég vildi gjarnan
taka fram; mér finnst nefnilega dálítið uppeldisatriði, að
konan vinni úti. Fjölskylda er jú bara einstaklingar, sem
búa saman og eiga ekki hver annan, og ég er dálítið á
móti því, að það sé litið á eina manneskju á heimilinu
sem einskonar þjón fyrir alla fjölskylduna. Eg held, að
það sé uppeldislega rangt. Húsmóðir er nú einu sinni
einstaklingur, sem á sínar óskir og sitt líf, eins og hver
annar. Eg man það bara frá minni barnæsku, hvernig við
fórum með hana móður okkar, það var alveg óskap-
legt. Létum hana ganga undir 14 manna heimili. Eg var
svolítið skelfd, þegar ég uppgötvaði, að í 20 ár hafði
maður notað sér mömmu og gert bara það á heimilinu,
sem maður komst minnst af með að gera. Svo upp-
götvaði ég, þegar ég var komin á þrítugsaldur, að þetta
er kona, sem er bara gaman að kynnast; sem hefur alls
kyns skoðanir og gerir heilmikið annað en þvo skyrtur
og þjóna manni. Eg roðna enn í dag, þegar ég hugsa til
þess, hvernig maður hagaði sér á heimili sínu. Um-
gekkst foreldra sína með fullkomnu virðingarleysi. Eg
er hrædd um, að þetta sjónarmið skapist, ef manneskja
gengur heima. Mér finnst það svolítið ógnvekjandi nú,
þegar ég er sjálf komin í þessa aðstöðu. Eg er ekki viss
um, að ég léti bjóða mér það, sem ég kannski bauð henni
upp á. Maður skyldi annars aldrei tala um sín eigin upp-
eldisstörf, því að maður veit jú aldrei, hvernig þau gef-
ast, en ég hef reynt að fjarlægja það gersamlega af mínu
heimili, að ég sé endilega sú, sem alltaf á að kalla til. Eg
held, að það sé ekki rétt. Annars er Helga svo vitur,
hún veit eflaust um þetta.
Nei, nei, ég veit ekkert um það. Á tímabili jú var það
nauðsyn að ég væri alltaf til taks en það er að hverfa nú
orðið.
Fannst þér þetta breytast Helga, þegar þú fórst að vinna
úti? Tóku börnin aðra afstöðu gagnvart þér?
Já, en mér fannst þau ekki gera það nógu fljótt. Eg var
oft svo þreytt og ætlaðist þá til þess, en svo gerðu þau
það smám saman. Það er ekki hægt annað.
Heldurðu að þau hafl nokkuð vont af því?
Nei, alls ekki.
Hefur þér gengið verr að tala við þau síðan þú fórst að
vinna úti?
Betur, hugsa ég.
Þú ert nefnilega orðin sjaldgæf.
Já — orðin manneskja, einstaklingur. En ekki bara hús-
gagn, sem allir nota sér, þegar á þarf að halda.
Þér finnst sem sagt börnin eiginlega kunna betur að
meta þig.
Það hugsa ég.
Eg held, að þetta komi ekkert fjármálum við, nema þá
Blaðamaður:
Helga:
Blaðamaður:
Helga:
Guðrún:
Blaðamaður:
Guðrún:
Þóra:
Helga:
Þóra:
Blaðamaður:
Helga:
Blaðamaður:
Þóra:
Blaðamaður:
hvað konan hjálpar til við rekstur heimilisins. En hún
vex ekki í áliti barna sinna, þótt hún vinni sér inn pen-
inga.
Hvað segir þú um það, Helga?
Þar sem þörfin er svona mikii fyrir þá, kemur af sjálfu
sér, að þau geri það líka.
En finnst þér ekki, hreint félagslega, þú hafa færzt
nær þeim og eiga betur með að taka þátt í því, sem þau
eru að tala um?
Það mundi ég segja. Þegar maður hafði haft þau allan
daginn, vildi maður frekar hafa hvíld frá þeim á kvöldin.
En nú hefur það snúizt við,' nú vil ég heldur hafa þau.
Eg held líka, að það sé óhyggilegt að gera of mikið
veður út af krökkum. Börn eru ekkert merkilegri per-
sónur en fullorðið fólk. Eg er á móti því að baða þau
alltaf í dún. Fólk á bara að reyna að bjarga sér eftir því
sem þroski þess leyfir. Öll þessi margumræddu unglinga-
vandamál — það er alltof mikið vesen gert út af þessum
krökkum. Það á miklu heldur að gera þá ábyrga fyrir
sjálfum sér. Mér finnst persónulega, þótt ég sé enginn
spekingur, að þegar tvær manneskjur taka sig saman og
búa saman, séu þau aðalatriðið, börnin eru jú ánægju-
leg viðbót við þetta samband. En þetta fannst mér dá-
lítið snúast við, þegar ég var krakki, foreldrarnir urðu
allt í einu til vegna barnanna. Það eru ekki nema 20 ár,
sem þau eru hjá okkur, svo fara þau, lifa sínu eigin lífi
og hafa engan áhuga á því að vera endilega utan í okk-
ur Það er yndislegt að fá að hafa þau í 20 ár, en mér
finnst maður hvorki mega gera þau of háð sér, né verða
of háður þeim sjálfur. Þetta er svo ógurlega stuttur
tími, við lifum jú sennilega í 80 ár eða svo.
Svo er það líka til í dæminu, að við föllum frá börnunum
okkar.
Fyrir nú utan það. Það er nú einu sinni heppilegra, að
þau falli ekki alveg saman yfir því heldur. Svo er nú
eitt; margar konur eru miklu áhugasamari um börnin
sín, meðan þau eru kornbörn, en þegar þau eru svo-
lítið eldri. Mér finnst þau þurfa miklu fremur á foreldr-
um sínum að halda, þegar þau eru eldri — félagslega séð.
Auðvitað þurfa smábörn sína umhyggju — hafa_þetta
hreint og þurrt og allt það.
Auk þess geta aðrir frekar komið í staðinn meðan þau
eru lítil, og þarf ekki alltaf að vera að tala við þau.
Já, auðvitað þarf miklu meira að tala við þau, þegar þau
eldast.
Þess vegna væri gott að geta skammtað sér sinn vinnu-
tíma og geta jafnvel minnkað hann með tímanum, ég
hef hugsað mér það — eftir því sem telpan stækkar. Þá
þarfnast hún líka meira eftirlits.
Er það nú?
Já, svona visst aðhald, sem þarf.
Passa, að hún komi heim á kvöldin.
Eg held, að maður sé ennþá meira heima á kvöldin, ef
maður vinnur úti. Þegar ég er komin heim á annað borð,
vil ég helzt ekki að heiman fara. Þegar ég er í burtu all-
an daginn, nýt ég þess að vera heima á kvöldin.
Sem þú gerðir kannski ekki annars.
Þóra:
Blaðamaður:
Helga:
Blaðamaður:
Ja, ég veit ekki. Þá mundi ég kannski líka stökkva út á
miðjum degi, fara niður í bæ og spóka mig, eins og þær
gera, sem eru bara heima.
Hvað segir þú, Helga. Unir þú þér betur heima nú en
áður fyrr?
Já, ég segi það ekki. Eg var svona ósáttari við það, ef
ég komst ekki út öðru hvoru. Það er alveg staðreynd.
Hvað þá með bóndann? Er hann feginn því, eða vill
hann fara út?
27