Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 12

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 12
Þetta sjal gaf Guðlaug Narfadóttir. Þaö er úr svartri kasmírull með svartri útsaumaðri silki- rós í einu horninu og svörtu silkikögri úr mjóum brugðnum borðum; kögrið er fléttað og hnýtt. Sjalið gaf Guðlaugu Margrét Guðmundsdóttir, ekkja Jóhannesar Olafssonar sýsiu- manns á Gili í Skagafirði, móðir Alexanders Jóhannessonar, prófessors. Guðlaug var vetrar- stúlka hjá Margréti veturinn 1916-17, en Margrét var þá sjúklingur. Um vorið gaf Margrét Guðlaugu sjalið sem þakklætisvott. NÝIR MUNIR I ÞJÓÐMINJASAFNI Á hverju ári berst Þjóðminjasafninu fjöldi muna að gjöf hvaðanæva að. Marga þessara muna hefur fólk fundið, þeir eru þá gamlir, misjafnlega vel farnir, sumir jafnvel forngripir. En ekki er svo með alla. Þjóðminjasafninu er einnig fengur að nýlegum gripum, hlutum, sem fólk er e.t.v. hætt að nota og er hrætt um, að enginn kunni að meta eftir sinn dag. Þessir munir verða gamlir einhvern tíma, og það er aldrei nóg brýnt fyrir fólki að varðveita þá. Þótt gefandinn sé hlutnum vanur, þarf ekki sama máli að gegna um næstu kynslóð á eftir. Nýir hlutir eru stöðugt að taka við af þeim gömlu, ný tækni af gamalli, en sú gamla má ekki gleymast. ] Þetta stokkabelti gaf Þórunn Thostrup, en það átti amma hennar, frú Þórunn Hannesdóttir Finnssonar, kona Bjarna amtmanns Þorsteinssonar. Það er úr gylltu silfri. Gefandinn, sem er dóttir Steingríms skálds Thorsteinssonar, veit ekkert um uppruna eða aldur beltisins. Það mun upprunalega hafa verið belti með plötubúnaði, þ.e. stokkarnir saum- aðir á efni, en síðar verið gert að samanhlekkjuðu belti. Á litlu ferkönt- uðu stokkunum eru guðspjallamenn- irnir fjórir og tákn þeirra, naut, ljón, örn og engill. 2 Gunnfríður Jónsdóttir, myndhöggvari, gaf þennan skúfhólk úr gylltu silfri, sem Skarphéðinn Einarsson, gullsmið- ur á Mörk í Laxárdal, smíðaði. Skarp- héðinn var lærður smiður hjá Árna Birni á Sauðárkróki. Hann hafði smíðað annan hólk og gefið Gunnfríði, en hún missti hann í Kvennaskólabrunanum á Blönduósi 1911. Smíðaði hann þá þenn- an í staðinn.

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.