Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 6
Með íslenzkum konum í Lundúnum
Sendiráð íslendinga í erlendum löndum hafa löngum verið griðastaðir íslenzkra ferðalanga, námsmanna og annarra, sem
hafa þurft á fyrirgreiðslu að halda. Og heimili sendiherrans íslenzka má að nokkru leyti telja heimili Islendingsins erlendis;
það er samkomustaður á þjóðhátíðardaginn og aðra tyllidaga íslenzku þjóðarinnar auk þess að vera tengiliður Islands við
erlenda aðila.
Á sendiherraheimilinu í Lundúnum situr í húsmóðursæti Rósa Ingólfsdóttir, sem Margrét Bjarnason hitti að máli fyrir nokkru,
er hún var á ferð í Lundúnum. Einnig hafði hún samband við nokkrar aðrar íslenzkar konur, sem búsettar eru þar í borg og
birtast hér viðtöl við tvær þeirra, þær Elínborgu Ferrier og Huldu Whitmore, sem báðar hafa átt þar heima í áratugi.
,,Þetta er
íslenzkt heimili
fyrst og fremst ct
Hjá sendiherrafrú
Islands í London
Embætti sendiherra íslands í London skipar nú
Guðmundur í. Guðmundsson fyrrum utanríkis-
ráðherra. í aldarfjórðung hefur staðið við hlið hans
kona hans, Rósa Ingólfsdóttir. Hún hefur fylgt
honum gegnum öldur íslenzkrar stjórnmálabaráttu,
sem oft hafa risið býsna hátt — alið honum fimm
syni og séð um stórt heimili þeirra hjóna. Nú er
hún í fyrsta sinn búsett á erlendri grund og kann
því vel, nýtur þess að sjá meira af manninum sínum
en áður og dveljast í þeirri háborg lista og menn-
ingar, sem London er.
— Þó að við höfum nú verið hér hátt á annað ár,
sagði hún, þegar blaðamaður og ljósmvndari
Hrundar hittu hana að máli í sendiherrabústaðnum
í London fyrir nokkru, höfum við ekki komizt
yfir að sjá nema lítinn hluta af því, sem hér er á
boðstólum. Leikhúsin eru stórkostleg — og söfn-
in, í hverju spori rekst maður á Iítil söfn og sýn-
ingarsali, sem er svo gaman að heimsækja. Og hér
höfum við hitt margt skemmtilegt og athyglisvert
fólk bæði Englendinga og útlendinga.
Meðal Islendinga í London er gestrisni og elsku-
semi sendiherrafrúarinnar við brugðið — og þær
móttökur, sem við fengum hjá henni, sýndu, að
þar var ekki orðum aukið. Enda hurfu rjómapönnu-
kökurnar eins og dögg fyrir sólu. Slíkar kræsingar
eru nú ekki á glámbekk í stórborginni.
- Það var þá ekki nema sjálfsagt, að þið fengjuð
íslenzkar pönnukökur, sagði hún, þegar við höfð-
um orð á því, hvað þær væru kærkomnar, — þetta
er þó íslenzkt heimili fyrst og fremst og við viljum
gjarna, að þeir íslendingar, sem hingað koma, líti
svo á, að þeir séu komnir heim.
Sendiherrabústaðurinn er á mjög góðum stað í
miðri borginni, við Park Street rétt hjá Marble
Arch. Húsið er fimm hæðir en fremur lítið að
flatarmáli. Áður var sendiherrabústaðurinn íslenzki
í mörg ár í Buckingham Gate en það hús var selt
og var þá flutt út í Hamstead.
— Mér skilst að fyrirrennara Guðmundar hafl þótt
of langt út úr að vera búsettur í Hamstead og feng-
ið skipt. Flest sendiráðin eru inni í miðborginni —
það er miklu þægilegra, menn þurfa svo oft að
fara í móttökur síðdegis eftir vinnutíma og ef til
vill eitthvað annað á kvöldin og þá er erfitt að eiga
langa leið heim.
— Sendiherrabústaðurinn er eign íslenzka ríkisins?
— Já, já og öll húsgögn, eða því sem næst. Þó er
ein stofa, þar sem við höfum komið fyrir dálitlu af
okkar eigin húsgögnum og einnig fjölskyldumynd-
um og málverkum okkar. Maðurinn minn hefur
líka bækurnar sínar þar. Þessi stofa er í rauninni
okkar litla heimili hér úti og þar sitjum við oftast á
kvöldin, þegar við þurfum ekki að fara út eða hafa
gesti í nafni embættisins.
Bústaðurinn var áður í eigu manns, sem mig
minnir að hafi heitið Danziger og eitthv'að haft með
kvikmyndir að gera. Hann hafði látið breyta hér
ýmsu og lagfæra — meðal annars látið skteyta
stofuloftið í Wedgewood-stíl, sem þykir ákaflega
fallegt og gefa stofunni og bústaðnum í heild
skemmtilegan svip. Annars er húsið ekki sérlega
þægilegt miðað við einbýlishús heima, sérstaklega
ekki þegar halda þarf stórveizlur. Það var til dæmis
afskaplega þröngt og erfitt 17. júni sl. þá komu
hingað um þrjú hundruð manns.
Frú Rósa gekk með okkur um húsið og sýndi
okkur það helzta. Á fyrstu hæð er eldhús og borð-
stofa, næstu hæð dagstofa og skrifstofa, þar næstu
hæð svefnherbergi og einkastofa sendiherrafjöl-
skvldunnar og á fjórðu hæð fjögur svefnherbergi,
tvö stór og tvö lítil. Á efstu hæðinni, sem er að
verulegu leyti undir súð eru lítil herbergi og geymsl
ur, en þar hefur ekki enn verið lagfært og er það
húsrými því lítið notað.
— Eins og þið sjáið af þessu, sagði hún, er við
vorum aftur sezt í stofunni, er dálítið erfitt að
hugsa um hús, sem er svona margar hæðir og stofu-
rýmið nýtist ekki eins vel og væru stofurnar allar
á einni hæð. Þó bætir auðvitað mikið úr skák, að í
húsinu er lítil lyfta, svo að við þurfum ekki að bera
alla hluti upp og niður stigana. Sérstaklega kemur
það sér vel með ryksuguna, því að hún er alltaf á
ferðinni — hér verður allt svo fljótt óhreint.
— En blessuð fáið vkkur nú meira kaffi, sagði hún
og bætti við — það er í rauninni ekki til neins að
vera að hafa viðtal við mig — ég hef aldrei gert
neitt nema vera heima og hugsa um mann og
börn.
— En það hefur nú líklega verið ærið starf með
allan þennan strákahóp. Gekk ekki stundum nokk-
uð mikið á fyrir þeim?
— O jú, það var stundum líf og fjör, þegar allir
voru komnir saman.
— Og ekki hefur alltaf verið friður og kyrrð að
vera húsmóðir á heimili stjórnmálamanns á íslandi?
— Nei, það er svo sem satt, sagði hún og hló við,
það gekk oft á ýmsu. Þessum árum eru tengdar
margar minningar, bæði um ánægjustundir og
aðrar erfiðari. Það var oft glatt á hjalla og spenn-
andi að fylgjast með því, sem gerðist í stjórnmála-
baráttunni.
— En gamanið stundum dálítið grátt?
— Já, því er ekki að neita, stjórnmálabaráttan
heima hefur oft viljað verða býsna persónuleg. Eg
hef alltaf haft megnustu andúð á persónulegum
árásum í baráttu fyrir málefnum ----- mér finnst
það hreint ekki rétta vopnið til þess að beita og
oft bera því vitni, að málstaðurinn sé ekki eins
góður og vera skyldi. En það var nú aðallega
fyrstu árin, sem ég tók þess háttar nærri mér. Svo
hætti maður að hugsa um þetta.
— Voru það ekki mikil viðbrigði að flytjast burt
eftir öll þessi ár?
— Það er auðvitað ailtaf töluvert rask að taka al-
gerlega upp heimili og flytjast búferlum, sérstak-
lega vegna þess, að við fluttum ekki nema svo lítið
af ok kar dóti, scm var orðið mikið eftir svona langan
búskap. Hinsvegar var ég orðin því vön að vera
að heiman - ég hef verið mikið með manninum
mínum á ferðalögum erlendis og þá oft verið lengi
í burtu. Og ekki má glevma því, að sú var tíðin, að
6