Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 25

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 25
Þátttakendur: Guðrún Helgadóttir, húsmóðir og ritari Menntaskólans í Reykjavík. Helga Guðmundsdóttir, húsmóðir og vinnur í frystihúsi. Þóra Jónsdóttir, húsmóðir, kennari í gagnfræðaskóla og flugfreyja. Blaðamenn: Margrét Bjarnason, Silja Aðalsteinsdóttir Edda Þórarinsdóttir Þóra: Guðrún: Blaðamaður: Helga: Blaðamaður: Helga: Blaðamaður: Helga: Blaðamaður: Helga: Guðrún: Blaðamaður: Guðrún: Blaðamaður: Þóra: konu heim í tíu daga. Bærinn greiðir að mestu leyti, það er hégómi, sem maður borgar fyrir þetta. Auðvitað væri leikur einn fyrir þann, sem hefði áhuga á, að starfrækja víðtækari svona þjónustu. Það væri áreiðanlega hægt að fá margar konur, sem vildu hlaupa undir bagga, ef veik- indi bæru að höndum. Maður veit hvernig er með krakka, að það er oft smáræði að, þarf ekki annað en þeir fái smá hita, og er slæmt að geta ekki mætt í vinnu fyrir vikið. Ég er viss um, að margar konur vildu borga fullt fyrir að fá konu til að bjarga málunum í nokkra daga og á- reiðanlega margar konur til, sem vildu grípa inn í önnur heimili, þótt þær vildu ekki vera í fastri vinnu. Ég ræddi svolítið um þetta við þessa konu, sem var hjá mér, og hún sagði, að þetta væri ágætt starf, þægilegt á allan hátt fyrir húsmæður. Þetta er ekki erfitt, konurnar eru ekki látnar standa í stórhreingerningum, að minnsta kosti ekki hjá venjulegu fólki. Hún hélt, að það væri hægt að fá margar konur í þetta, einkum konur sem eru búnar að koma upp börnum sínum og eru enn fullar starfskrafta. Heiga, hvað hefur þú gert við börnin í svona tilfellum? Ja, stærri börnin hjálpuðu upp á, og svo nágrannarnir. Hvað er það elzta gamalt? Elzta er drengur, 23 ára. Hann hefur ekki tekið að sér að aðstoða við heimilis- störfm? Nei, nei. Fyndist honum það fráleitt? Já. Já, þarna komum við nú að athyglisverðu atriði, þess- ari eindregnu verkaskiptingu, sem ég er afskaplega mik- ið á móti. Það tekur efiaust öld að koma þessu í réttar skorður. Hvernig afstöðu hefur þinn maður tekið? Hann hefur alveg aðhyllzt þá skoðun, að honum beri til helminga að vinna heimilisstörf og sinna börnunum. Enda finnst mér aldeilis fráleitt, að ég ætti að gera það ein. En hvað segið þið hinar. Hjálpa eiginmennirnir ykkur við hússtörfin? Nei. Helga: Þóra: Helga: Blaðamaður: Helga Þóra: Guðrún: Þóra: Guðrún: Blaðamaður: Guðrún: Blaðamaður: Þóra: Guðrún: Helga: Guðrún: Þóra: Guðrún: Þóra: Guðrún: Ekki við hússtörfin, en við krakkana, meðan þau voru lítil. Hann þvær upp með mér tvisvar á ári. Annars þarf ég sjaldan að hugsa um það. Konan, sem ég er með í heim- ili, tekur að sér þessháttar, svona léttari störf, þótt ég taki auðvitað allar stórhreingerningar og þvotta. Ég hef aftur haft dæturnar til að hjálpa mér. En hvernig er með börnin þín, Helga, kvarta þau undan útivinnu þinni? )a, þau eru ekki beint ánægð, ég segi það ekki. Annars hefur sú yngsta haft það gott. Það er nágrannakona, sem hefur litið eftir henni á daginn, þegar þær eidri eru í skólanum. Stelpan mín undi sér alltaf vel á barnaheimilinu, þá kvart- aði hún aldrei undan því, þótt ég væri að heiman tvo- þrjá daga. En nú, þegar hún er heima alla daga, en ég er ekki alltaf heima, er hún ekki alveg ánægð. Ég er ekki í vafa um, að krakkar eru svo miklar félags- verur, að einkabörn eða jafnvel tvö systkini þurfa meiri félagsskap. Ég tók eftir því með eldri strákinn minn, það eru tíu ár á milli strákanna, að honum beinlínis leiddist eftir að hann hætti á dagheimilinu. Ég segi alveg sama. Telpan þráði að fara aftur á Laufás- borg. Ég hef haft þann yngri á vöggustofu síðan hann var þriggja mánaða — á dagvöggustofu. Svo tók ég hann þaðan núna um mánaðamótin, og það var alveg eins með hann. Ég fann bara, að hann saknaði félagsskapar- ins. Og hefur þú ekki orðið vör við nein aukaáhrif? Ekki nema aldeilis eindregið til hins betra. Eldra barn mitt er það skynsamt, að það er áreiðanlega ekki fyrir minn tilverknað. Börn verða félagslega þroskaöri á dag- heimili. Það er auðvitað allt annað með fimm börn. Þau læra hvert af öðru og neyðast til að taka tillit hvert til annars. Þú tókst undir þetta með barnaheimilin, Þóra? Já, alveg tvímælalaust. Ef börnin eru heilbrigð á annað borð, á sál og líkama, geta þau ekki haft annað en gott af þessu. Dagheimili bæjarins og Sumargjafar eru vel rekin, held ég. Ég hef haft mín börn á þremur þeirra, Hagaborg, Laufásborg og Hamraborg, og ég get ekki gert upp á milli þeirra. En nú er orðinn svo mikill hörgull á barnaheimilum. Forstöðukonurnar segja upp börnunum þegar þau eru að verða 3ja ára. Þær hafa það að ástæðu, ef fólk er trú- lofað. Þetta er bara þessi venjulegi, rótgróni skortur á virðingu fyrir útivinnu kvenna og tilvist kvenna almennt. Það er engin lausn fundin á þvi máli. Konum er að miklu leyti gert ókleift að vinna úti. Mikill þorri kvenna, sem vinna úti, gera það ekki af illri nauðsyn, þótt sumar geri það. I borgarstjórnum og bæjarstjórnum — ég held, að ég fari ekki með vitleysu þar — eru þeir örfáir, ef nokkrir, karlmennirnir, sem hafa nokkurn tíma barizt fyrir þess háttar málum. Þetta er eingöngu vandamál kvenna. Það finnst mér dálítið óhuggulegt. Ég get ómögulega séð, að það varði manninn minn minna en mig, hvort börn- unum okkar er sómasamlega komið fvrir. Ég er kannski bara svona nýtízkuleg. Mér finnst það varða alla fjölskylduna, hvort þú ert á- nægð með að vera heima eða ekki. Þetta fer dálítið í taugarnar á konum, sem eru í borgar- eða bæjarstjórnum. Þær verða auðvitað að gera þetta, vegna þess að það gera það jú ekki aðrir, og þá er aftur

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.