Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 22

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 22
J HÚSMÆÐUR! Þessi úrvals ávaxtadrykkur fæst í næstu búð. Reynið einnig epla- og manadrinsafann. Úr einni flösku af Sunsip fáið þér 6 lítra af bragðgóðum, svalandi ávaxta- safa, sem allir fjölskyldumeðlimir kunna að meta. Matkaup Suðurlandsbraut 10 Sími: 82680 3 línur. Það er erfitt að bera kórónu. Skólastúlkan, sem gat sér til um þyngd keisarakrúnunnar, er orðin fullorðin og veit, að hún hafði rétt fyrir sér. Hver kóróna verður eftir skamma hríð næstum óbærilegur þungi á höfðinu. Þegar ég kom fyrst til hallarinnar, sem ung brúður, var ég óánægð vegna þess að mig langaði til að gera svo margt, en kom svo litlu í verk. Eg varð að læra að skipuleggja, eins og hver eiginkona verður að gera, ef hún vinnur úti. Eg hef alltaf haft gaman af íþróttum. Hvenær sem tími gefst, leikum við hjónin tennis, syndum, förum á hestbak eða sjóskíði. Við höfum bæði yndi af útilífi. Eg hef gaman af tónlist, bæði sígildri tónlist og dægurmúsík. Ég varð að gefa píanóleik upp á bátinn, vegna þess að ég hafði engan tima til að æfa mig, en meðan ég er að vinna, hlusta ég á plötur. Það er aldrei tími til þess eins að sitja og hlusta. Við hvílum okkur á kvöldin, þegar við höfum engum opinberum skyldum að gegna. Við heimsækjum fjölskyldur okkar í hverri viku og bjóðum þeim til okkar. Stundum spilum við bridge eða horfum á kvikmyndir. Ég er formaður margra nefnda og félaga, og ég vil fylgjast með því, sem er að gerast. Ég má aldrei taka eitt áhugamál fram yfir annað. Áhugi minn á börnum má ekki koma niður á gömlu fólki. Umhugsun um veika má ekki skyggja á þarfir heilbrigðra. Ég vil láta setja á stofn leikvelli, íþróttasvæði, sundlaugar og skóla. En ég vil líka sjúkrahús, holdsveiki- spítala og hæli fyrir geðsjúklinga. Stundum dettur mér í hug, að ef ég þyrfti aðeins að gera einn hlut, gæti ég gert hann vel. Það eru ekki nógu margar klukkustundir í sólar- hringnum. Venjulega fer ég ekki á fætur fyrr en klukkan hálftíu á morgn- ana, því að ég fer alltaf seint að sofa á kvöldin og verð að fá nægan svefn. Ég held, að það hjálpi mér í lífi mínu sem drottning, að ég þekki lífið utan hallarinnar. Ég get gert ýmislegt, sem ég ekki gæti, ef ég hefði fæðzt innan hins þrönga hrings hirðarinnar. Ég tala við menn á þeirra eigin máli og þeir vita, að ég skil þá. Ég á mjög annríkt, en oft fresta ég einu til að geta gert annað. Mér þykir gaman að framkvæma um leið og mér dettur eitthvað í hug. Mér þykir gaman að gera hlutina sjálf. Þegar ég fer í óvænta heimsókn, læt ég engan vita fyrr en ég kem. Ég bið bara um bílinn og fer. Mér hefur alltaf þótt vænt um náttúruna, en aldrei eins og nú. Að ganga í svölu grasi, finna ilm rósanna og hlusta á söng næturgalans — þetta er mér sem ferskt vatn í eyðimörkinni. Það gefur mér líf og kjark til að halda áfram. Ég fæ mikinn stuðning hjá börnunum mínum og eiginmanni. En ég þarfnast hjálpar, eins og allir aðrir. Ég vinn mikið, en ég hef yndi af starfi mínu. Lífið er yndislegt, og ég vil ekki deyja. En ég hef verið mjög nálægt dauðanum, og eiginmaður minn er í stöðugri lífshættu. Það eru örlög hans, af því að hann er kon- ungur. Hann hefur sloppið naumlega mörgum sinnum, en hann er ó- hræddur. Ég óttaðist, að kannski yrði ég með honum einhverju sinni, þegar morðtilraun yrði gerð á honum. En þegar hugmyndin varð að veruleika fyrr á þessu ári, varð ég ekki hrædd. Skyndilega varð ég óskap- lega sterk. Ég skil ekki enn, hvernig á þessu stóð. Það var verra á undan og eftir, því að það er óttinn við óttann, sem er svo erfitt að búa við. Eiginmaður minn er afar hugrakkur og mjög trúaður maður. Hann hefur fundið sína lífsspeki til að lifa eftir. Ég er enn að leita að minni. Eiginmaður minn mun setja kórónu á höfuð mitt, en mín eigin krýning er sú vissa, að á einhvern hátt hafi ég orðið að gagni, einum manni að minnsta kosti. Húsameistari byggir hús, og einn góðan veðurdag er síðasti steinninn kominn á sinn stað. Listamaður málar mynd, kona bakar brauð, og bæði sjá þá stund, þegar þau geta sagt: „Því er lokið.“ En mínu starfi líkur ekki. Það heldur áfram til æviloka. _ ,_, . , ., , Fra Transw.r.S. meö emkareít á Islandi.

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.