Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 26

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 26
Guðrún Helga Þóra Blaðamaður Þóra Blaðamaður Þóra Blaðamaður Helga Blaðamaður Helga Allar hinar í Helga Guðrún Helga Guðrún Helga Guðrún Helga Guðrún komin verkaskipting. í hvert einasta skipti, sem kona opnar munninn í borgar- eða bæjarstjórnum, talar hún um barnaheimili, vöggustofu eða eitthvað, sem kemur börn- um við, og karlmenn bara dotta á meðan. Og það hefur margsinnis verið sagt, að konur hafi ekki annað erindi í slíka stofnun en rexa I barnamálum. : En svo að við snúum okkur aftur að karlmönnunum, hvaða afstöðu hafa mennirnir ykkar tekið í þessu máli, eru þeir óánægðir eða ánægðir? : Hann hefur ekkert haft við það að athuga ennþá nema gott, því að hann nýtur jú góðs af því líka, þegar ég vinn úti. Við gætum ekki leyft okkur það sama og við gerum, ef ég væri ekki vinnandi úti, kaupa íbúð og því- umlíkt. Eg hef aldrei gefið annað en skýrar línur með það frá upphafi, að ég ætli mér aldrei neitt annað en að hafa að minnsta kosti vissan tíma dagsins fyrir mig og mína vinnu. Það er mér lífsnauðsyn að hafa minn heim einhvers staðar annars staðar líka. : Hann hefur jú sína vinnu og sinn heim? : Já. Mér finnst það tvímælalaust skilyrði fyrir minni ham- ingju. : Helga? Hvað um þinn mann? : Hann verður að sætta sig við það. Hann er tilneyddur. : Ert þú sammála Þóru um nauðsyn þess að hafa sinn eigin heim? : Eg er svo lítið menntuð. Það er svo litið, sem ég gæti gert. kór: Þetta kemur ekkert menntun við. : Það hefur bara alltaf verið svo mikið að gera heima fyrir. : Það er alltaf verið að tala um, hvort konur eigi að vinna úti eða eigi ekki. Mér finnst það svo einstaklingsbundið. I þessu er líka fólgið virðingarleysi fyrir starfi hús- mæðra. Kona, sem á fimm börn og rekur heimili, hún rekur jú fyrirtæki. Það er hún, sem fær peninga manns- ins síns, ávaxtar þá og vinnur úr þeim. Það er til helm- inga komið undir henni, hvað manninum verður úr sín- um peningum. Og meira. Mér finnst margar húsmæður, sem ekki hafa útivinnu, líka lítilsvirða sitt starf dálítið sjálfar. Eg hef orðið vör við það, að þær hafa kannski allt að því minnimáttarkennd. Þær eru bara húsmæður, segja þær. : Mmmmm, ekki minnimáttarkennd. : Ja, eitthvað er það . . . Svo er okkur hinum kennt um þetta. : Nei, ég segi það nú ekki. Eg lít aftur á það svo, að kona, sem er búin að sækja töluverða menntun, njóti hennar. : Mér finnst það út af fyrir sig ekkert höfuðatriði, hvort um menntaða eða ómenntaða konu er að ræða. : Nei, ekki kannski höfuðatriði. En betra en ekki að hún fái tækifæri til þess. : Höfuðatriðið er, að konan sé yfirleitt ánægð með það, sem hún er að gera. Helga: Þóra: Helga: Þóra: Helga: Guðrún: Þóra: Helga: Þóra: Guðrún: Blaðamaður: Helga: Blaðamaður: Helga: Blaðamaður: Helga: Blaðamaður: Helga: Blaðamaður: Helga: Þóra: Helga: En ef hún ætti fímm börn, væri ekki svo gott fyrir hana að ráða því. Þá mundi ég þeim mun fremur óska eftir því að komast að heiman smátíma dagsins. Eg gæti ekki verið innan um fimm börn í heilan sólarhring. Jú jú jú jú, hvað. Blessuð vertu, það skeður svo margt skemmtilegt yfir daginn. Eg vildi óska, að ég væri móðurtýpa, þannig. Maður veit það ekki fyrr en maður reynir það, kannski. Nei, ég segi það. Mér finnst bara sjálfsagt og eðlilegt, að konur hafi að- stæður til að vinna úti, ef þær óska þess. Eg tala nú ekki um, ef þær þurfa þess með fjárhagslega séð, þá er það auðvitað sjálfsagt. Svo er stórkostlegt að hafa svolítil umráð yfir eigin pen- ingum. Það eru ekki allir karlmenn jafn frjálslegir með það, sem þeir vinna fyrir. Konan verður þá að þiggja það, sem að henni er rétt. Það er alveg satt, það er óskapa munur á því. Eg veit um margar konur, sem líta á þetta sem einu peningana, sem þær hafa að spila úr. Þetta veit ég ekkert um, ég hef aldrei reynt neitt slíkt. Fyrir mitt leyti er minn fjárhagur fullkomlega í sam- krulli við manns míns. Eg læt hann ævinlega hafa kaupið mitt og er ósköp fegin að losna við að hafa áhyggjur af þessu. Með því fæ ég það, sem ég þarf á að halda. Segðu mér, Helga, nú ert þú búin að vinna úti í fjögur ár. Hvort hefur þú haft meiri ánægju af því starfi eða hinu, sem þú hefur unnið heima hjá þér. Húsmóðurstörfin hafa nú eiginlega verið unnin á hlaup- um, þegar frístund hefur gefizt. En ég hafði mikla á- nægju af að fara út, þegar ég hafði kynnzt fólkinu, sem ég vinn með. Eg kynnist ákaflega góðu fólki og skemmti- legu. Fólki, sem þú hefðir ekki kynnzt annars. Nei, auðvitað ekki. Finnst þér það ekki mikils virði? Jú, víst er það það. Svo margar óviðjafnanlegar mann- eskjur, sem ég hef kynnzt. Finnst þér kvöldin ekki líflegri, að geta talað um sitt- hvað, sem maðurinn þinn þekkir ekki? Jú auðvitað ef tími er til. Hann vill bara verða svo ákaf- lega takmarkaður. Maður hefur notað kvöldin til að ditta að einhverju eða taka til hjá sér. Þó að krakkarnir séu heima, er ekki allt gert. Þykir ykkur gaman að hússtörfunum sem slíkum? Já, það finnst mér. Nei, ég sé ekki neina hugsjón í því að skúra gólf og ryk- suga, þótt það sé auðvitað nauðsynlegt og ég geri það, án þess að kvarta. En eftir viku er allt komið í sama horfið, og þá er bara að gera það sama. Eftir viku — eftir daginn ! 26

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.