Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 48
Líklega af því að mér leiddist þar.
Það var þar, sem ég ákvað að verða
leikari, þegar ég yrði stór. Það sem
hvatti mig til þeirrar ákvörðunar
var fyrirlitning mín á stúlkum . .
Skólinn var blandaður, og
strákunum var meinilla við stelp-
urnar. Skólinn hafði samkeppni í
upplestri við og við, sem strákarnir
vildu ekki taka þátt í, vegna þess að
stelpurnar gerðu það. „Við litum
á þetta sem stórfínan brandara.
Enginn okkar vildi taka þátt í
þessum leikaraskap. Kennararnir
völdu einhverja stráka, létu þá fá
kvæði til að læra utan að og síðan
áttu þeir að fara með það, einn í
einu. Strákarnirlærðu aldrei kvæðin
sín, stóðu bara og sögðu ekki orð.
Dag nokkurn datt mér í hug að
snúa þessu við - láta stelpurnar
skammast sín. Eg var þá tólf ára. Eg
fór til kennarans og sagði: „Mér
þykir leitt, að ég skyldi ekki læra
kvæðið. Eg kann það núna og skal
fara með það.“ Kennarinn sam-
þykkti. Ég flutti kvæðið fyrir hann
og fleiri ráðamenn skólans, þeir litu
hver á annan og kinkuðu kolli.
„Allt í lagi, þú verður með á
lokaskemmtuninni.“
Þannig varð ég ástfanginn af hinu
talaða máli. Eftir það var ég ekki
lengur í vafa, ég ætlaði að verða
leikari.' Ég varð fastagestur í kvik-
myndahúsum og reyndi að telja
mér trú um, að ég gæti leikið,
rétt eins og fólkið í myndinni.“
Seinna tók áhugaleikhús til starfa
í Derby, sem víkkaði sjóndeildar-
hring Alans til muna. Hann fór
þangað í hverri viku.
„Rétt áður en ég lauk skólanámi,
kom John Osborne til þeirra. Og
stuttu síðar John Dexter, sem nú er
leikstjóri Þjóðleikhússins brezka.
Þegar ég horfði á þá, vissi ég, að ég
vildi verða einn af þeim. Þegar ég
var búinn í skóla, sextán ára, sótti
ég um inngöngu í Rada. Mér hafði
gengið nógu vel í skólanum til að
fá styrk, ég fékk tíu þúsund krónur
á misseri, sem nægði fyrir skóla-
gjöldum og lífsviðurværi.
Námið tók tvo vetur, um sumar-
ið vann ég við afgreiðslu í verzlun.
Að loknum síðari vetrinum var ég
síðastur allra í hópnum að fá vinnu.
Ég var að ganga af vitinu, þegar
þeir samþykktu mig hjá Coventry.
Þar var ég í sex yndislega mánuði.
Launin voru 700 krónur á viku.
Við bjuggum margir á gistiheimili,
sem kona, frú Kohler að nafni, rak
og rekur enn. Hún er áströlsk,
alveg stórkostleg.“
of hean
í bekk með honum voru ungir
menn, miklum hæflleikum búnir,
eins og Peter 0‘Toole, Albert
Finney og Brian Bedford. Allir
komust þeir vel áfram í leikhúsinu.
Frá Coventry fór Alan til Royal
Court leikhússins, ákafur að taka
þátt í uppreisn John Osbornes
gegn stöðnuðum leikhúsum. Hann
lék reyndar Cliff í fyrstu sviðsetn-
ingu John Osbornes á „Horfðu
reiður um öxl“. Hann lék þetta
hlutverk í full tvö ár, bæði í
Englandi og Bandaríkjunum.
Síðan lék hann í öðrum leikritum
á sviði, mörgum sjónvarpsþáttum
og loks fékk hann hlutverk í
kvikmynd. Fyrsta kvikmynd hans
var ,,The Entertainer“, önnur
„Whistle down the wind“, og „A
kind of loving“ sú þriðja. Hann
hugsaði sig lengi um, áður en hann
tók hlutverki Englendingsins í
„Zorba“, en hann sá ekki eftir því.
A eftir Zorba koma m.a.
„Georgy girl“ og „King of Hearts“
En áður en hann lagði af stað til
Frakklands til að leika í „King of
Hearts“, hringdi leikstjórinn Jcthn
Schlesinger til hans og sagði: „Ég
ætla að kyikmynda „Far from the
madding crowd“ eftir Thomas
Hardy. Ég hef ekkert handrit, en
ég ætla að biðja þig að lesa bókina.
Ég vil, að þú leikir Oak bónda.“
„Ég las bókina,“ segir Alan. „Hún
var frábær. Ég sagði já án þess að
hiksta. Égerverulega ánægðurmeð
þessa mynd. Hún er gerð eftir
sígildri sögu, og það er meira í hana
spunnið en annað, sem ég hef gert.
Hún þroskar mig mikið - vona ég.“
Alan Bates er atvinnuleikari.
Hann er starfi sínu trúr og afar
skyldurækinn.
„Ég lagði mig mjög fram í
„Zorba“, og leit aldrei á konu allan
tímann, sem dvöldum á Krít - það
er dagsatt. En það var annað í
„KingofHearts“. Ég elska franskar
konur — aðallega þó tvær!
Genevieve Bugold er afar sérstæð
og girnileg, og Micheline Presle er
mjög fögur kona. Þroskuð kona.
Ég er svo veikur fyrir þroskuðum
konum.“
„Ætlarðu að segja mér, að þú
hafír orðið ástfanginn af báðum
mótleikkonum þínum?“
Hann roðnar og lítur niður.
O-jæja - leikarar eru og verða
leikarar. Og það er ekkert rangt við
að verða ástfanginn . . .
Alan með Antony Quinn í „Grikk-
inn Zorba“.
48