Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 43

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 43
2 * Það er einhver að reyna að pretta þig. Hættu ekki á neitt í sambandi við f)ár- mál eða eignir. 3* Forðastu deilur. Þær gætu * skaðað þig. 4* Þú gætir fengið óáreiðanlega ráðleggingu. Veltu henni vel fyrir þér. Frestaðu öllum ráð- stöfunum varðandi fjöl- skyldu og heimili. 5* Astarævintýri er í bráðri hættu. Leyndarmál, sem þér berst til eyrna, gæti verið uppspuni eða rangt með far- ið. iC. » Varastu slysin. 7* Öfundsmaður þinn reynir að bregða fyrir þig fæti. Farðu þér hægt, forðastu lagaflækj- ur. 8# Þú hefur í hyggju að eyða • sparifé þínu. Bíddu við, það væri óviturlegt eins og á stendur. 9* Þú bíður bréfs, sem hefur seinkað. Bintu ekki allar von- ir þínar við bréflegar fréttir. •Einhver heldur föstum pen- ingum eða eignum, sem til- heyra þér með réttu. Búðu þig undir frest og erfiðleika. G# Ung manneskja er að reyna • að telja þér hughvarf. Haltu fast við þína skoðun, það er ykkur báðum fyrir beztu. D#Kona veldur miklu tjóni. • Eign gæti glatazt. K# Hlustaðu ekki á ráðlegging- • ar sjálfbyrgingsins. Hann er ekki vinur þinn. Gættu þín á óheiðarleika. * Áætlun virðist ætla að renna út í sandinn. Vertu kát, seinkunin verður um skamma hríð. 2 * Farðu vel yfir bókhaldið þitt. Þar gæti verið alvarleg skekkja, sem þú hefur ekki tekið eftir. 3» Einhverjar breytingar eru í aðsigi, bæði í útliti þínu og lífi. 4* Áhugamál þín utan heimil- isins hafa valdið því, að þú hefur vanrækt eitthvað mik- ilvægt heima fyrir. Beindu allri athygli þinni að heimil- inu, að minnsta kosti um stundarsakir. 5» Spenna er að myndast, gættu skaps'muna þinna. 6# Þér leiðast vanabundin störf • þín núna, en haltu þér að þeim. Reyndu þess í stað að breyta viðmóti þínu. 7* Bíddu ekki eftir viðurkenn- ingu. Taktu sjálf ábyrgð á eigin gerðum. 8# Þú ferð þér of hægt. Mikil- • vægum málum er slegið á frest. Vertu þolinmóð. Not- aðu fritímann til að-skipu- leggja framtíðina. 9* Finndu öruggan stað til að geyma verðmætar eigur þín- ar. Þær eru í hættu. io: Mikilsverðar viðskiptaum- ræður eru yfirvofandi. Hafðu öll gögn á reiðum höndum; árangurinn gæti skipt máli fyrir alla framtíðina. G# Vingjarnlegur ungur maður • mun gefa þér góð ráð. Einn- ig gæti ferðalag verið á næstu grösum. D K Treystu innsæi konu varð- • andi ákvörðun meira en þínu eigin. Bjartsýnismaður gæti gefið • þér góðar hugmyndir, ef þú leyfir honum það. Lokaðu eyrunum fyrir illum spá- dómum. LEIKBROÐURNTTR Frh. af bls. 36. Þegar hann lék lagið í annað sinn, söng Mouche með og vaggaði brúð- unum tveim í örmúm sínum, því að þessa nótt var hún hálf-vitskert af því hve grátt hún hafði verið leikin. En Golo hafði haft rétt fyrir sér. Tónlistin gerði kraftaverk og hatrið virtist dvína. Þess í stað kom sú undarlega samúð, sem hún hafði svo oft fundið til með þessum illa manni, og sem hún hafði aldrei skilið. Golo lokaði augunum, söng og lét sig dreyma: Stormurinn æðir strítt í nótt, stundum er lífsins sundið mjótt. Innra verður mér ekki rótt unz ég um lítinn glugga sé, þegar lýkur langri nótt, að lendir föður þíns dugga. Þau sungu saman í sátt og samlyndi. Loks hætti Golo að spila, og þegar síðustu tónar gítarstrengjanna dóu út, sofnaði Mouche - með Rauðtopp og Reynardo í fanginu. Vindlingsendinn glóði enn um stund - síðan var slökkt í honum. Kyrrð og friður hvíldi yfir gamla bílnum og einkennilegum íbúum hans. Óslökkvandi var það hatur, sem kafteinn Coq bar til dækjunnar, sem hann hafði háttað með, og brátt rak hann hana út úr herberginu. Hann lá í rúminu og bölvaði í vonleysi sínu, hverju eða hverjum vissi hann ekki, nema þá helzt hugsuninni um Mouche, hreinskilni hennar, blíðlyndi og frið- helgi - og hversu ógerlegt hafði reynzt að gera hana líka konunni, sem hann hafði rétt í þessu fleygt á dyr. Næsta dag urðu þeir Rauðtoppur og Reynardo lifandi á ný ásamt öllum hinum. Mouche stóð aftur fyrir framan sviðið, gætti þeirra, talaði kjark í þau og var talsmaður þeirra meðal barnanna, stórra og lítilla, ungbarna og fullorð- inna, sem komu til að sjá og heyra. Ferðinni var haldið áfram, en með einni breytingu. Eftir þennan atburð tók kafteinninn jafnan annað herbergi handa Mouche, þegar þau dvöldu næturlangt, og forðaðist hana eins og heitan eldinn. Það varð einnig önnur breyting, en hún þróaðist smátt og smátt, meðan þau fikruðu sig suðureftir - um Annecy og Grenoble - og veðrið kólnaði. Sýningin sjálf var að breyta um svip. Smám saman hættu þau að ákveða atburðarásina fyrirfram - persónur og gangur leiksins byggðust meir og meir á hugmyndaflugi Reynardos, skálda- gáfu og ímyndunarafli Rauðtopps og þeim einstæða hæfileika Mouche að geta viðstöðulaust fylgzt með þeim. Ef þau stóðu við í heila viku á sama stað, eyddu þau kannski öllum tímanum í ferð til tunglsins, sem Rauðtoppur skipulagði og dr. Duclos stjórnaði, þannig að fólk kom aftur og aftur til að heyra og sjá, hvernig allt gengi. Hvort Gigi og frú Muscat fengju að fara með, og hvernig Mouche gengi að fá Reynardo ofan af því að taka bita úr mánanum heim sem minjagripi. Leikflokkurinn varð jafnvel enn vin- sælli í litlum þorpum, þar sem þau byggðu samtölin á gróusögum, sem fljótlega bárust þeim til eyrna. Þannig til dæmis gat Rauðtoppur hvíslað leynd- ardómsfullt: „Sssss - Mouche - Reynardo. Komið þið hingað. Ekki segja stelpunum. Ég veit leyndarmál . . .“ Mouche færði sig nær og andlit hennar ljómaði af ákafa. „Leyndarmál . . . Ég elska leyndarmál. Ó, Rauðtoppur, segðu mér það strax - ég skal engum segja . . .“ Þá brosti Reynardo ísmeygilega og sagði, „Er nokkuð varið í þetta? Láttu ekki eins og kjáni, Rauðtoppur. Segðu mér það - kannski getum við grætt á því -“ Rauðtoppur mótmælti, „Nei, Rey, Frh. á bls. 45. .43

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.