Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.05.2013, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 04.05.2013, Qupperneq 32
4. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 Flautað verður til leiks á Íslandsmóti karla í knattspyrnu um miðj-an dag á morgun eftir lengsta undirbúnings-tímabil í heimi. Gæði fótboltans og umgjörðin í kringum mótið, sem í ár ber nafnið Pepsi- deildin, hafa aukist árlega síðustu ár og virðist almennur samhljóm- ur um að flest sé til staðar fyrir skemmtilegt og spennandi mót. Svarthvít barátta á toppnum? Spekingar Fréttablaðsins spá ríkjandi Íslandsmeistarum sigri í Pepsi-deildinni. Hafnarfjarðar- liðið mætir enda ógnarsterkt til leiks með lítið breytt lið frá síð- asta tímabili. Meistararnir hafa þó þurft að sjá á eftir markverðinum reynda Gunnleifi Gunnleifssyni og hafa ákveðið að binda trúss sitt við uppalinn FH-ing, Róbert Örn Óskarsson, sem hefur ekki áður verið aðalmarkvörður í efstu deild. Markvarðarstaðan er því spurn- ingamerki í liði FH-inga. Önnur lið sem þykja líkleg til að gera atlögu að Íslandsmeistaratitl- inum eru KR, Stjarnan og Breiða- blik. KR-ingar urðu Íslandsmeist- arar árið 2011 og framan af sumri í fyrra gerðu þeir sig líklega til að endurtaka leikinn. Undir lok leik- tíðarinnar misstu þeir hins vegar flugið og enduðu að lokum í fjórða sæti sem þykir ekki góður árangur á þeim bænum þótt bikarmeistara- titill hafi verið bót í máli. KR-ingar verða líklega án fram- herjans sterka Kjartans Henry Finnbogasonar í sumar sem er mikill missir fyrir liðið sem þó er með breiðan hóp. Þá hafa KR-ingar fengið til liðs við sig Eyjamanninn Andra Ólafsson og Brynjar Björn Gunnarsson sem er kominn aftur heim eftir fimmtán ár erlendis. Breiðablik lenti í öðru sæti í fyrra eftir öflugan lokasprett og þykir til alls líklegt í sumar. Blik- ar eru eins og oft áður með ungt lið fullt af efnilegum leikmönnum en hafa bætt landsliðsmarkverðinum Gunnleifi Gunnleifssyni í hópinn. Springi ungir leikmenn á borð við Árna Vilhjálmsson og Elfar Árna Aðalsteinsson út í sumar gætu Blikar farið langt. Spurningarmerki á miðsvæðinu? Völsurum er spáð fimmta sæti en eins og síðustu ár hafa orðið mikl- ar breytingar á liði Vals. Nýverið varð ljóst að Rúnar Már Sigurjóns- son, besti maður liðsins á síðustu leiktíð, mun spila með Val í sumar og munar miklu um hans framlag. Hópur Vals er svo sterkur að liðið getur gert atlögu að titlinum en þá þarf flest að ganga upp. Fylkismönnum er spáð sjötta sæti en þeir hafa misst mikil- væga leikmenn, þá Ásgeir Börk Ásgeirsson og Ingi- mund Níels Óskarsson. Á móti hafa þeir fengið til liðs við sig markahrókana Tryggva Guð- mundsson og Viðar Örn Kjart- ansson og Framarana Kristján Hauksson og Heiðar Geir Júlíus- son. Smelli nýju leikmennirnir vel inn í liðið getur það gert atlögu að Evrópusæti en líka lent í basli. Framarar lentu í vandræðum síðasta sumar eftir frábært undir- búningstímabil. Þeir mæta til leiks með nýja varnarlínu og hafa auk þess fengið til liðs við sig miðju- manninn Viktor Bjarka Arnarson frá KR. Spurningin hvað Fram varðar er hvernig nýju varnar- mennirnir koma inn í liðið en með þá Steven Lennon og Kristin Inga Halldórsson frammi ættu Framar- ar að skora nóg af mörkum. Skagamenn mættu aftur til leiks í efstu deild í fyrra eftir nokkurra ára dvöl í 1. deild. Þeir fóru frá- bærlega af stað en gáfu eftir þegar leið á sumarið. Gulir og glaðir mæta til leiks með nær sama lið og lauk tímabilinu í fyrra en hafa þó fengið til liðs við sig þrjá erlenda leikmenn sem spennandi verður að fylgjast með. Landsbyggðarlið niður? Fréttablaðið telur að ÍBV og Þór sleppi naumlega við fall en að Keflavík og nýliðar Víkings á Ólafsvík falli. Þórsarar eru komn- ir upp á ný eftir árs fjarveru. Þeir koma nú til leiks reynslunni ríkari og sem fyrr vel studdir af hinum Mjölnismönnum. Keflvíkingum er spáð falli en þeir hafa verið samfellt í efstu deild frá 2004. Keflvíkingar munu sakna Guðmundar Stein- arsson, markahæsta leikmanns félagsins frá upphafi, en von- ast til þess að efnilegir leikmenn félagsins stígi upp og tryggi gott sumar í Bítlabænum. Íslandsmótið í knattspyrnu er haldið í 102. skipti í sumar en mótið fór fyrst fram 1912. KR hefur oftast orðið Ís- landsmeistari, alls 25 sinnum, en næst því kemur Valur með tuttugu titla og ÍA með nítján. Síðasta áratuginn hafa FH-ingar borið höfuð og herðar yfir önnur lið en þeir hafa unnið sex sinnum á síðustu tíu árum. Átta af þeim tólf liðum sem spila í efstu deild í ár hafa hampað Íslandsmeistaratitlinum en Stjarnan, Fylkir, Þór og Víkingur Ólafsvík eiga það eftir. ➜ KR-ingar sigursælastir allra Eftir níu ára fjarveru komu Stjörnumenn sterkir til leiks í efstu deild sum- arið 2009 og hafa síðan fest sig í sessi sem eitt af betri liðum deildarinnar. Síðustu ár hefur þeim oft verið spáð góðu gengi en þegar á hólminn hefur verið komið hefur vantað herslumuninn til þess að gera alvöru atlögu að Íslandsmeistaratitlinum. Nú velta hins vegar margir Garðbæ- ingar fyrir sér hvort árið 2013 verði ár Stjörnumanna sem hafa fengið til liðs við sig Garðbæinginn Veigar Pál Gunnarsson. Veigar hefur síðasta áratuginn verið landsliðsmaður og einn besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Síðast þegar hann lék á Íslandi var hann lykilmaður í liði KR sem vann tvo Ís- landsmeistaratitla 2002 til 2003. Vonast Stjörnumenn til þess að Veigar geti leikið sama leik með uppeldis- félaginu en það gæti ráðist af því hvernig gengur að binda vörnina saman. ➜ Kemur Veigar Páll Stjörnunni alla leið? Eyjamenn hefja keppni með nýja stjörnu í broddi fylkingar: David James, fyrrverandi landsliðsmarkvörð Englendinga. James er sennilega stærsta nafnið sem keppt hefur í efstu deild á Íslandi en er þó reyndar kominn af léttasta skeiði en hann verður 43 ára í sumar. James kemur hingað til lands í gegnum tengsl sín við nýjan þjálfara Eyjamanna, fyrrverandi landsliðsfyrirliðann Hermann Hreiðarsson, en þeir spiluðu saman hjá Ports mouth í ensku úrvalsdeildinni um árabil. Fréttablaðið spáir Eyjamönnum 9. sæti í sumar en þeir hafa misst nokkra sterka leikmenn þegar liðið hafnaði í 3. sæti. Vörn Eyjamanna verður sterk eins og síðustu ár í sumar, ekki síst þar sem Eiður Aron Sigurbjörnsson, er kominn aftur til ÍBV, en þeir gætu lent í vandræðum framar á vellinum. ➜ Stærsta nafnið í íslenska boltanum? Víkingur frá Ólafsvík leikur í efstu deild í fyrsta sinn í ár eftir flott sumar í fyrstu deildinni í fyrra. Spámenn Fréttablaðsins spá því að Víkingar fari beinustu leið aftur niður í fyrstu deild þrátt fyrir góðan árangur á undir- búningstímabilinu. Víkingum hefur gengið illa að styrkja leikmannahópinn fyrir átökin í sumar og misstu þar að auki einn besta leikmann sinn, Edin Besilja, til Þórs. Ljóst er að mikið mun mæða á lykilmanni liðsins, Guðmundi Steini Hafsteinssyni sem var markahæsti leikmaður fyrstu deildarinnar í fyrra, og þá hafa Víkingar fengið til liðs við sig þrjá erlenda leikmenn sem gætu hafa styrkt liðið. Fari Víkingar vel af stað og takist þeim að byggja upp stemningu í kringum liðið er aldrei að vita hve langt þeir geta farið en skrefið upp úr fyrstu deild gæti reynst liðinu of stórt. ➜ Ólsarar mættir til leiks 1. SÆ TI 2. SÆ TI Næsta laugardag verður fjallað um Pepsi-deild kvenna sem fer af stað á þriðjudag. SPÁ FRÉTTABLAÐSINS 2013 3. S Æ TI 4. S ÆT I 5. S Æ TI 6. SÆ TI 7. SÆ TI 8. SÆ TI 9. SÆ TI 10 . SÆ TI 11 . S Æ TI 12. SÆ TI FR ÉT TA BL AÐ IÐ /S TE FÁ N FH spáð Íslandsmeistaratitlinum Boltinn byrjar að rúlla í Pepsi-deild karla á morgun en opnunarleikur Íslandsmótsins verður leikur ÍBV og ÍA í Vestmanna- eyjum. Spekingar Fréttablaðsins spá því að FH verji Íslandsmeistaratitill sinn frá því í fyrra en mörg sterk lið standa í veginum. Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.