Fréttablaðið - 20.09.2014, Page 2

Fréttablaðið - 20.09.2014, Page 2
20. september 2014 LAUGARDAGUR ÁLAG Í HÆSTARÉTTI Níu dómarar starfa við efsta dómstig landsins. Alls bárust Hæstarétti 826 ný mál í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ég fann ekki vel fyrr en eftir að ég hætti störfum mínum fyrir réttinn hve álagið hafði verið mikið. Það tók mig þá allt að því hálft ár að ná jafnvægi í sál og líkama. Úr bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara. FIMM Í FRÉTTUM REKTOR Á FÖRUM OG ÓSÁTTUR ÞINGFORSETI Jón Óttar Ólafsson, fyrr- verandi rannsóknarlögreglu- maður hjá Sérstökum sak- sóknara, sagði frá sinni sýn á starf embættisins í helgarblaði Fréttablaðsins. Hildur Sigurðardóttir bóndi varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að tveir dýrbítar réðust á lömbin hennar og drápu. Einar K. Guðfi nnsson, forseti Al- þingis, segir mögulegt að setja sérlög um vegarlagningu um Teigsskóg og er ósáttur við niðurstöðu Skipulags- stofnunar sem vill ekki heimila slíka vegarlagningu. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti framsóknarmanna í borgar- stjórn, segir að verulega skorti á að Reykjavíkurborg uppfylli skyldur sínar varð- andi félagslegt húsnæði. ➜ Kristín Ing- ólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, greindi starfsfólki sínu formlega frá því á þriðjudag að hún myndi hætta í vor. DÓMSTÓLAR Álagið á dómurum Hæstaréttar hefur ekki minnkað frá því tekin var ákvörð- un um að fækka þeim, eftir að þeim var fjölg- að í kjölfar hrunsins. Dómurum við Hæstarétt var fjölgað um þrjá árið 2011 og voru þá tólf, en hefur nú aftur verið fækkað niður í níu. Samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini A. Jónssyni, skrifstofustjóra Hæstaréttar, voru skráð mál sem lágu fyrir réttinum í júlí 453 talsins en árið 2009 voru þau 369. Þannig er ljóst að álagið hefur ekki minnkað frá því ákvörðun var tekin um að fækka dómurum við réttinn. Alls bárust Hæstarétti 826 ný mál í fyrra á móti 672 árið 2007. Það jafngild- ir fjölgun upp á 23 prósent. Í nýrri bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem vænt- anleg er í október kemur fram að málafjöldi einstakra dómara sé ótækur. Hann greinir frá því að árið 2010 hafi hann dæmt í 336 málum og efast um að unnt sé að finna annað dæmi sem slái því við. „Ég fann ekki vel fyrr en eftir að ég hætti störfum mínum fyrir rétt- inn hve álagið hafði verið mikið. Það tók mig þá allt að því hálft ár að ná jafnvægi í sál og líkama,“ segir Jón Steinar í bók sinni. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kemur fram að ekki er gert ráð fyrir fleiri dómurum við Hæstarétt á komandi ári. Þann- ig er gert ráð fyrir að Hæstiréttur fái alls 180,3 milljónir króna sem er hækkun frá því í fyrra. Skýrist hækkunin annars vegar af framlagi vegna uppfærslu á heimasíðu emb- ættisins og hins vegar af ráðningu nýs aðstoð- armanns dómara. Þorsteinn vildi ekki tjá sig um það að svo stöddu hvort álagið væri viðunandi og viðráð- anlegt með þeim fjölda dómara sem nú starfar við réttinn eða hvort fækkun dómaranna hefði verið tímabær. Innanríkisráðherra hefur boðað nýtt frum- varp um millidómstig sem kemur til með að létta álaginu af Hæstarétti töluvert og að dóm- urum fækki í kjölfarið. Nefnd sem falið var að fjalla um að koma slíku dómstigi á lagg- irnar hefur ekki skilað af sér en von er á nið- urstöðu hennar í haust. Þá mun vinna hefjast við samningu frumvarps um millidómstigið sem síðan á eftir að fá þinglega meðferð. Ljóst er að verði það samþykkt mun samt sem áður nokkur tími líða áður en því verður komið á laggirnar. Ekki er gert ráð fyrir neinum fram- lögum þess efnis í fjárlagafrumvarpi næsta árs. fanney@frettabladid.is Var hálft ár að jafna sig eftir starfið í Hæstarétti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, dæmdi í 336 málum á einu ári. Dómurum við Hæstarétt var fækkað þrátt fyrir að málafjöldi aukist enn. Millidómstig er ekki í augsýn. Ekki er gert ráð fyrir fleiri dómurum í fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar. EFNAHAGSMÁL Skilyrði til þess að stíga næstu skref í losun fjár- magnshafta hafa batnað frá því í mars. Þetta kemur fram í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytis- ins um stöðu hafta. Þar segir að aðgengi ríkissjóðs að erlendum lánamörkuðum sé gott um þess- ar mundir eins og útgáfa evru- skuldabréfa ríkisins í júlí hafi staðfest og fjármögnunarkjör hafi haldið áfram að batna eftir því sem hefur liðið á árið. Þá segir að reglubundin gjald- eyriskaup Seðlabankans hafi gengið vel á árinu og verið aukin enn frekar á sumarmánuðum. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum hefur aflandsgengi krónunnar lækkað verulega að undanförnu og hefur ekki verið nær almennu gengi, eða svoköll- uðu álandsgengi, frá bankahruni. Þá segir í skýrslunni að Seðla- bankinn hafi frá áramótum keypt gjaldeyri umfram það sem hann hafi selt fyrir 73,9 milljarða króna. Afgangur af rekstri ríkis- sjóðs árið 2014, stöðvun skulda- söfnunar og áframhaldandi lækk- un skulda hans sem hlutfall af landsframleiðslu á næstu árum, meðal annars í samræmi við fjárlagafrumvarp ársins 2015 og ríkisfjármálaáætlun næstu ára, eru mikilvæg skref í átt að losun fjármagnshafta. - jhh Skilyrði til losunar fjármagnshafta batna vegna 74 milljarða gjaldeyriskaupa: Seðlabankinn safnar gjaldeyri VAXTA- ÁKVÖRÐUN Már Guð- mundsson seðlabanka- stjóri og Arnór Sig- hvatsson aðstoðar- seðlabanka- stjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SUNNUDAGUR Breytingar á greiðsluþátttökukerfi Formaður nefndar um greiðsluþátttökukerfi sjúklinga vonast til að leggja fram róttækar tillögur um breytingar á kerfinu á næstu mánuðum. Ef fyrirhugað frumvarp verður að lögum mun enginn sjúklingur þurfa að greiða meira en 120 þúsund krónur á ári fyrir læknismeðferð, burtséð frá umfangi hennar. MÁNUDAGUR Birtu myndband af afhöfðun Þriðji Vesturlandabúinn var tekinn af lífi af liðsmönnum Íslamska ríkisins. Samtökin birtu myndband sem sagt var sýna afhöfðun bresks hjálparstarfs- manns, Davids Haines að nafni. Bandarískir leyniþjónustumenn fullyrða að samtökin þurfi ekki lengur að treysta á fjárfram- lög frá auðkýfingum við Persaflóann heldur séu þau farin að þéna meira en þrjár milljónir Bandaríkjadala á dag með olíusmygli, mansali, þjófnaði og fjárkúgunum. ÞRIÐJUDAGUR Kostnaðarsöm veikindi Talið er að veikindi starfsmanna Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og fjarvistir vegna þeirra hafi kostað borgina 145 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Unnið er að því á vegum borgarinnar að greina þessar miklu fjarvistir og veikindi starfsmanna á sviðinu. MIÐVIKUDAGUR Samskiptavandi á Velferðarsviði Samskipta- og stjórnendavandi er til staðar á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og hann hefur áhrif á þá þjónustu sem sviðið veitir, þetta er meðal þess sem kemur fram í áfanga- skýrslu umboðsmanns borgarbúa sem kynnt var á borgar- stjórnarfundi í gær. Í skýrslunni kemur fram að 423 mál komu til kasta umboðsmanns á sextán mánaða tímabili, af þeim tengdist 161 Velferðarsviði borgarinnar. FIMMTUDAGUR ASÍ gagnrýnir fjárlagafrumvarp Alþýðusambandið telur ekki grundvöll fyrir frekara samstarfi við ríkisstjórnina verði fjárlagafrumvarpið að veruleika. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir við- brögð ASÍ við fjárlagafrumvarpinu koma á óvart. FÖSTUDAGUR Konur frekar kvíðnar í námi Niður- stöður rannsóknar á líðan kvenna í háskólanámi sýna að algengt er að þeim líði illa vegna álags og mikilla breytinga. Einnig að fáar leiti sér hjálpar. Bil milli þarfa og þjónustu er talið vera breitt. LAUGARDAGUR. Efling heilsugæslu „Það er afar brýnt að efla heilsugæsluna og tryggja stöðu hennar sem fyrsta viðkomustaðar sjúklinga.“ SÍÐA 28 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Leikkonan Nanna Kristín Magnús- dóttir frumsýndi stuttmyndina sína Tvíliðaleik á kvikmyndahátíðinni í Toronto í byrjun mánaðarins. Nanna Kristín leikstýrði myndinni, skrifaði handritið og framleiddi myndina. Hún hefur nú þegar fengið fj ölmörg boð um að sýna hana á kvikmynda- hátíðum víða um heim. Eft ir hátíðina birtist síðan stórt viðtal við Nönnu Kristínu á kvikmyndasíðunni Indiewire þar sem hún segir frá myndinni. FRÉTTIR GLEÐIFRÉTTIN VIKAN 14.09.➜20.09.2014 Lyfjaval.is • sími 577 1160 15% afsláttur af öllum pakkni ngum Afslátturinn gildir í september.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.