Fréttablaðið - 20.09.2014, Side 28

Fréttablaðið - 20.09.2014, Side 28
20. september 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Það vantar um 50 heilsu-gæslulækna til starfa á höfuðborgarsvæðinu og það vantar um 40 á lands-byggðina. Þetta er niður-staðan ef reiknað er með að hver læknir sinni að meðaltali um 1.500 sjúklingum á höfuðborg- arsvæðinu. Sjúklingatalan er víða lægri úti á landsbyggðinni, eða um 800 á hvern lækni í læknishéruðum sem eru fjarri sjúkrahúsum og ann- arri stoðþjónustu. Nýliðun í hópi heimilislækna er hins vegar lítil, undanfarin ár hafa fjórir bæst í hópinn á ári. Í haust útskrifast þó átta sérfræðingar í heimilislækningum en það er ekki nóg að mati sérfræðinga. Að lágmarki þyrfti að útskrifa 10 lækna á ári. Fleiri, ef á að nást að fylla upp í götin og halda í við fjölgun þjóðarinnar. Menn telja því að þörf- in geti verið allt að 17 nýir heimilis- læknar á ári. Önnur athyglisverð staðreynd er að stjórnvöld vita ekki hversu marg- ir íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru án heimilislæknis. Svanhvít Jakobs- dóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuð- borgarinnar, segir að heilsugæslan sé í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands að fara í gegnum skráningar, því það geti verið að sumir séu tví- skráðir. „En það gætu verið um 10 þúsund manns sem eru án heimilis- læknis,“ segir Svanhvít. Aðrir nefna hærri tölur yfir þá sem vantar heim- ilislækni. Ekki nýtt vandamál Skortur á heilsugæslulæknum er síður en svo nýtt fyrirbæri, árum saman hefur verið heimilislækna- skortur og úrbætur hafa staðið fyrir dyrum. Það hefur hins vegar lítið áunnist þó nær allir stjórnmála- flokkar hafi haft það á stefnuskrá sinni árum saman að efla heilsu- gæsluna með einhverjum hætti, líkt og endurspeglast í þessum orðum Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigð- isráðherra. „Það er afar brýnt að efla heilsu- gæsluna og tryggja stöðu hennar sem fyrsta viðkomustaðar sjúklinga. Við þurfum að bæta aðgang að heim- ilislækningum. Þá er í undirbún- ingi að fjölga námsstöðum í heim- ilislækningum en þær eru í dag í kringum 30 talsins.“ Ráðherra segir jafnframt að hann ætli að efla heilsu- gæsluna þannig að allir hafi fastan heimilislækni. Að óbreyttu eru litlar líkur á að úr rætist á næstu árum að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu því að í könnun sem var gerð á meðal þeirra fjörutíu unglækna sem nú stunda sérnám í heimilislækningum eru einungis tíu, eða 25 prósent, sem vilja starfa við heilsugæslu höfuð- borgarinnar. Stéttin eldist og útlönd heilla Skorturinn á heimilislæknum er líka tilkominn vegna þess að stétt- in er að eldast en aðrir þættir hafa einnig áhrif. „Tæplega 30 prósent heimilis- lækna verða sjötug á næstu tíu árum og hætta þá störfum. Á sama tíma- bili ná 60 prósent þeirra 65 ára aldri. Margir kjósa að hætta fyrir sjötugt. Menn eiga séreignarsparnað og það er auðvelt fyrir lækna sem hættir eru störfum að ná sér í tekjur með íhlaupavinnu. Þetta er meðal þess sem ýtir þeim út fyrr en þyrfti að vera,“ segir Gunnlaugur Sigurjóns- son, heilsugæslulæknir í Árbæ. Hann segir að nokkuð stór hópur heimilislækna hafi hætt störfum síð- ustu ár, meðalaldur þeirra sé 45 ár. Sumir hafi farið í önnur læknisstörf, til dæmis endurhæfingu, geðlækn- ingar eða flutt til útlanda. Heimilislækningar eru taldar eitt hagkvæmasta form læknisþjónustu. Heimsókn á heilsugæslustöð kostar margfalt minna en þegar veikt fólk leitar eftir læknisaðstoð á sjúkra- húsum. Á síðasta ári er talið að um 13.000 manns, sem hefði verið hægt að sinna á heilsugæslustöðvum, hafi leitað til Landspítalans með tilheyr- andi kostnaði fyrir sjúkrahúsið. Persónulegt og náið samband Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags heimilislækna, telur það til mannréttinda að fólk hafi heimilis- lækni sem það geti leitað til. Ein- hvern sem þekkir sögu þess enda sé oft og tíðum náið persónulegt samband milli sjúklings og lækn- is. „Kjarninn er samfellan í þjón- ustunni. Heimilislæknirinn er sér- fræðingur í sjúklingnum, ekki bara einstökum líffærum, og á oft mun auðveldara með að greina einkenni og frávik en læknir sem ekki þekkir til viðkomandi,“ segir Þórarinn. 83 sérfræðingar í heimilislækn- ingum starfa hjá Heilsugæslu höf- uðborgarinnar en væri miðað við að flestir íbúar svæðisins væru með heimilislækni sem ynni hjá heilsu- gæslunni þyrftu heimilislæknarnir að vera 136, segir Svanhvít forstjóri. Ástandið er þó ekki alveg eins slæmt og þessar tölur gefa til kynna því tvær sjálfstætt starfandi heilsu- gæslustöðvar eru á höfuðborgar- svæðinu auk þess sem hjá heilsu- gæslunni starfa sérfræðingar í öðrum greinum og kandídatar. Það þarf fimm ára sérnám til að ljúka prófi í heimilislækningum. Heilbrigðisráðherra segir að kennsla í heimilislækningum sé á ábyrgð Háskóla Íslands. „Ráðuneytið hefur leitast við að styðja alla þessa þætti, meðal ann- ars með fjölgun á sérnámsstöðum á liðnum árum,“ segir Kristján Þór. „Til þess að það sé hægt að fjölga námsstöðum í heimilislækningum þarf að efla heilsugæsluna og fjölga námsstöðum. Menn verða að sam- einast um það markmið að allir hafi sinn heimilislækni,“ segir Emil Sig- urðsson, prófessor í heimilislækn- ingum við Háskóla Íslands. „Skorturinn á heimilislæknum er augljós. Til dæmis er alvarlegt ástand á heilsugæslunni í Mjódd og í Grafarvogi. Þegar það byrjar að molna undan heilsugæslustöðvunum gerist það mjög hratt. Þegar lækn- unum fækkar verður vinnuálagið óhóflegt á þeim sem eftir eru, þeir geta ekki sinnt sjúklingunum eins vel og þeir vilja og sjúklingarnir upplifa það oft að þeir fái ekki jafn góða þjónustu og þeim finnst þeir eiga skilið,“ segir Emil og bætir við að á heilsugæslustöðvar þar sem svo hátti til sé erfitt að fá fólk til starfa. Brýnt að bæta kjör Að efla heilsugæsluna felur í sér að fjölga læknum en það felur líka í sér Það eru mannréttindi að hafa heimilis Tugi heimilislækna vantar til starfa hér á landi og er nýliðun í stéttinni lítil. Margir heimilislæknar ákveða að hætta störfum langt fyrir ingar telja að ef fjölga eigi læknum þurfi að bæta kjör þeirra. Ráðherra vill fjölga í hópi sjálfstætt starfandi heimilislækna og efla heilsu Sundlaug Kópavogs / sími 570 0470 Íþróttamiðstöð Versalir / sími 570 0480 www.gymheilsa.is Sundlaug KópavogsSalalaug ÁRSKORT Á 35.990.- Í LÍKAMSRÆKT OG SUND SÍÐASTI TILBOÐS DAGUR Í DAG! heilsaGYM LÍTIL ENDURNÝJUN Í HÓPI HEIMILISLÆKNA 30-40 heimilislæknar eru á aldrinum 35-45 ára. 70 heimilislæknar eru á aldrinum 46- 65 ára. 10-17 heimilislækna þyrfti að útskrifa á ári. 45 ár er meðalaldur heim- ilisækna sem hætta störfum. 4 heimilislæknar að meðaltali hafa út- skrifast á ári. 54,1 ár er meðalaldur heimilislækna. 40 unglæknar í sérnámi í heimilis- lækningum. 83 heimilislæknar á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera 136 29% heimilislækna verða sjötugir á næstu tíu árum. 40 heimilislækna vantar til starfa á landsbyggðinni. 10 ÞÚSUND að minnsta kosti eru án heimilis læknis á höfuðborgarsvæðinu. Jóhanna Margrét Einarsdóttir johanna@frettabladid.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.