Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.09.2014, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 20.09.2014, Qupperneq 44
FÓLK|HELGIN Þessa dagana kemur út bók eftir Björn Rúriksson sem að nokkru leyti prýða myndir af gosinu í Bárðarbungukerfinu – Holuhrauni. Bókin, sem heitir „Iceland from above – land in creation“ kemur út á ensku. „Hluti bókarinnar fjallar um nýja gosið. Annars gefur bókin heildstæða mynd af landinu með tilliti til eldvirkni en hún fjallar mikið um krafta í nátt- úrunni, bæði um eldfjöll og þessa sérstöðu sem Ísland hefur en það er að skríða í sundur. Texti bókarinnar er aðgengilegur og skrifaður fyrir leikmenn,“ segir Björn. Hann segir alltaf tilkomumikið að sjá eldgos og að þau séu aldrei eins. „Myndirnar af þessu eldgosi eru magnaðar en þær eru sumar teknar beint niður þar sem landið var að rifna í sundur.“ Björn hefur flogið í 45 ár og myndað landið úr lofti. Þannig sameinar hann sín helstu áhugamál; flugið og ljósmyndunina. „Í gegnum tíðina hef ég mikið unnið með erlendum aðilum, þar á meðal NASA, en snemma á mínum ferli var starfsfólk stofnunarinnar að bera saman myndir af jörðinni og öðrum hnöttum og not- aði það meðal annars myndir af Íslandi frá mér. Ég hef tekið mikið af myndum úr mikilli hæð, alveg við súr- efnismörk þannig að mikið landflæmi kemst í mynd. Myndirnar hafa líka verið notaðar sem kennsluefni í Bandaríkjunum. Mér var boðið að sýna í mörgum söfnum, en það var snemma á ferlinum og mér fannst ég þá eiga lítið til að sýna. Þetta voru söfn eins og Scandinavian house, Newark Art Museum, MoMA. Ég sýndi síðar í sumum þeirra, en í byrjun ferils míns sýndi ég listljósmyndir meðal annars í Lincoln Center og Rockefeller Center,“ segir hann. Myndirnar sem vöktu hvað mesta athygli í Banda- ríkjunum eru listrænar, þær minna á málverk og myndlist frekar en ljósmyndir af einhverju ákveðnu. Foreldrar Björns voru leikarinn Rúrik Haraldsson og Anna Sæbjörnsdóttir fatahönnuður. Það má því segja að hann sé með listina í genunum og hún hafi svo gengið áfram til sona Björns en þeir stunda báðir ljós- myndun af miklum áhuga. „Þetta er nokkurs konar fjölskylduáhugamál því konan mín, Siripan Raksa, hefur líka mikinn áhuga. Hún kom til dæmis með mér að mynda gosið núna og á flottar myndir í þessari nýju bók. Okkur finnst gaman að skoða landið úr lofti en hún er frá Taílandi og því margt nýtt að sjá fyrir hana hér.“ ÍSLAND ÚR LOFTI LJÓSMYNDUN Björn Rúriksson hefur flogið mikið innanlands, svo mikið að það jafngildir um tuttugu ferðum kringum jörðina. Á þessum ferðum hefur hann tekið ógrynni mynda af Íslandi úr lofti sem prýða nokkrar bækur hans. ÁHRIFAMIKIÐ Hér sést þegar sprunga opnast í Holuhrauni. MYND/BJÖRN MAGNAÐ Það var tilkomumikil sjón að sjá gíginn Norðra í Holuhrauni gjósa. MYND/BJÖRN RÚRIKSSON BAUGUR Gígurinn Baugur gýs eldi og eimyrju. MYND/BJÖRN RÚRIKSSON BJÖRN RÚRIKSSON Björn er reyndur ljósmyndari sem hefur gefið út þó nokkrar bækur sem innihalda fjölda fallegra mynda af Íslandi. MYND/SIRIPAN RAKSA LIST Margar mynda Björns eru líkari málverkum en ljósmyndum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.