Fréttablaðið - 20.09.2014, Side 70

Fréttablaðið - 20.09.2014, Side 70
FÓLK|BÓLSTRUN Húsgögn og fallegir munir hafa alltaf verið mitt aðaláhugamál, alveg frá því ég byrjaði að tala,“ segir Andrés James sem uppgötvaði undraheim húsbúnaðar á heimili ömmu sinnar og afa. „Heimili þeirra var rosa flott í seventísstíl þar sem allt var í tekki og palisander.“ Andrés segist bera mikla virðingu fyrir hönnun fyrri tíma. „Ég vil halda á lífi hönnunarbyltingu sem aldrei mun koma aftur, þegar trésmiðir smíðuðu húsgögn í höndunum og hægt var að fá tekkmublur án eins einasta nagla.“ TVÍBURASTÓLAR SAMEINAST Fyrsti stóllinn sem Andrés lét bólstra var stóll úr eigu ömmu hans. „Ég fékk hann þegar ég var nítján ára en hann var lengi í geymslu hjá mér. „Þegar ég var að skoða gamlar myndir heima hjá ömmu og afa rakst ég á alveg geðveikan rauðan stól og spurði afa út í hann. Hann sagði mér að þetta væri brúni flauelsstóllinn sem ég hefði fengið en hann hefði áður verið rauð- ur. Strax daginn eftir fór ég með hann til bólstrara og lét yfirdekkja hann í rauðu,“ segir Andrés. Hann dreymdi alla tíð að eiga annan alveg eins stól. „En ég vissi að það væru litlar líkur á því enda hafði afi keypt hann frá Danmörku.“ Upp á von og óvon þræddi Andrés reglulega nytjamark- aði og Góða hirðinn og fyrir tveimur árum datt hann í lukkupottinn. „Í Góða hirðinum fann ég alveg eins stól og keypti hann á fimm hundruð krónur. Ég hef aldrei séð svona stól hvorki fyrr né síðar.“ Á 38 STÓLA Í HEILDINA Andrés hefur látið bólstra og gera upp í kringum fjórtán stóla. Allir utan fimm eru komnir í notkun á fallegu heimili hans og Gulla, mannsins hans. Í heildina á Andrés hins vegar 38 stóla af ýmsum gerðum og nokkrir bíða þess að komast í yfirhaln- ingu. „Ég pæli oft lengi í því hvað mig lang- ar að gera við stóla. Svo þegar mig vantar verkefni og eitthvað að hlakka til þá fer ég með stól til bólstrarans.“ Andrés fer alltaf til sama bólstrarans, Lofts hjá Bólsturverki, en er fastagestur á lagerum hjá hinum ýmsu bólstrurum. „Þar getur maður fundið mestu gullmolana.“ ■ solveig@365.is Á FJÓRTÁN UPPGERÐA STÓLA FALLEGT HEIMILI Innanhússarkitektinn Andrés James Andrésson finnur hamingju í fallegum húsgögnum. Hann þræðir nytjamark- aði og lagera hjá bólstrurum þar sem margir gullmolar leynast. Hann hefur næmt auga fyrir því hvernig gamlir og lúnir stólar geti eignast nýtt líf með umhyggju og bólstrun. Sjálfur á hann ógrynni af stólum og stóran hluta þeirra hefur hann látið gera upp. HÁRAUTT PAR Andrés James við uppáhaldsstólana sína sem hann lét bólstra með rauðu leðri. MYNDIR/GVA FRÁ ÖMMU „Þessir stólar koma frá ömmu minni og eru frá 1968. Ég lét bólstra þá með grænu flaueli frá 1970 sem búið er til úr geita- hárum.“ Fabio Del Percio, bólstrari og hönnuður, flutti hingað til Íslands fyrir þremur árum frá Ítalíu eftir að hafa fallið fyrir landinu á ferðalagi. „Mig langaði einfaldlega til að búa hér,“ segir hann en hann rekur bólstrunarverkstæðið Hver Design á horni Bergstaða- strætis og Hallveigarstígs. BÓLSTRUN OG SÉRSAUMUÐ GLUGGATJÖLD Fabio hefur starfað við bólstrun í tuttugu ár og sérhæft sig í bólstrun antikhúsgagna og að stoppa upp með gormum og júta-striga en fæst einnig við bólstrun nútímahönnunar með nútímaefnum. Á verkstæðinu sinnir hann alhliða bólstrun fyrir einstaklinga, veitingastaði og hótel. Þá sérsaumar hann gluggatjöld og rúllugardínur eftir máli og óskum viðskipta- vina og sérhæfir sig einnig í að bólstra sérsmíðuð húsgögn. Fabio er í samvinnu við skipa- smíðastöðvar í Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi og Íslandi en hann saumar allt textílverk fyrir báta og snekkjur, allt frá dýnum og púðum til gluggatjalda og yfirbreiðslna. Á verkstæðinu er að finna úrval ítalskra efna, svo sem hör, flauel, bómull, silki og leður. Þá flytur Fabio sérstaklega inn ullarefni frá Val d’Aosta á Norður-Ítalíu en það svæði er þekkt fyrir handofin gæðaefni. Hann er einnig þekktur fyrir að nota óhefðbundin efni, svo sem plast, notað leður eða teppi og endurvinnanleg efni. HLJÓÐIN Í HÖFNINNI URÐU AÐ MUNSTRI Ísland hefur orðið Fabio inn- blástur að eigin vörulínu. Hann hefur meðal annars látið fram- leiða bæði áklæði til bólstrunar og værðarvoðir með sérstöku munstri sem hann kallar Sound of Iceland. „Munstrið vann ég í samstarfi við arkitektinn Önnu Giudice. Við tókum upp hljóðin í höfn- inni við Arnarstapa og létum vefa hljóðbylgjuna í íslenska ull annars vegar og í ullarblöndu hins vegar. Værðarvoðirnar eru framleiddar á Ítalíu með sér- stakri tækni svo litirnir snúast við á hinni hliðinni,“ útskýrir Fabio. Verkstæðið er opið virka daga frá klukkan 11 til 18. Nán- ari upplýsingar er að finna á hver-design.com eða í síma 857 7924 og 561 8193. ÍSLAND VEITIR INNBLÁSTUR HVER DESIGN KYNNIR Fabio Del Percio rekur bólstrunarverkstæðið Hver Design ehf. að Bergstaðastræti 10. Þar yfirdekkir hann húsgögn og sérsaumar gluggatjöld auk þess að hanna eigin húsgagnalínu og textílmunstur. ANTIK OG NÝ HÖNNUN Fabio sérhæfir sig í bólstrun á antikhúsgögnum og nýrri hönnun. Hann sérhæfir sig einnig í að bólstra sérsmíðuð húsgögn. MYND/FABIO DEL PERCIO 500 KALL „Grindina af þessum íslenska stól fékk ég á nytjamarkaði á Selfossi fyrir 500 kr.” VERKEFNI „Ég á átta svona stóla sem ég fann á Barnalandi. Ég á eftir að ákveða hvað mig langar að gera við þá.”
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.