Fréttablaðið - 20.09.2014, Page 71
| FÓLK | 9HEIMILI
AFMÆLISGJÖF TIL MANNSINS
„Þetta er ruggustóll sem ég gaf Gulla í
þrítugsafmælisgjöf. Afi hans hafði átt
svona stól og Gulli lék sér alltaf í honum
þegar hann var lítill. Ég var marga mánuði
að leita að honum og fann hann loks inni
á lager hjá bólstraranum mínum.“
ÍSLENSKUR „Ég fann þennan íslenska
stól á lager hjá bólstrara árið 2009. Þess
má geta að flesta stólana mína fann ég
og keypti áður en palisanderæðið reið yfir
Ísland. Ég fékk þá því á slikk því enginn
vildi eiga þetta.“
SOUND OF ICELAND Fabio tók upp
hljóðin í höfninni við Arnarstapa og út-
færði í munstur ásamt arkitektinum Önnu
Giudice. Munstrið er ofið í værðarvoðir úr
hundrað prósent ull og í áklæði til bólstr-
unar úr ullarblöndu. MYND/FABIO DEL PERCIO
■ HREINLÆTI Í HÁVEGUM
Komi blettir í áklæði er rétt að ráðast strax í þrifin því með tímanum verður erfiðara að fjar-
lægja blettina. Flesta bletti er unnt að fjarlægja með matskeið af uppþvottalegi sem blandað
er í tvo bolla af vatni. Nuddið blettinn með hreinum, hvítum klút sem búið er að bleyta í sápu-
upplausninni þar til bletturinn er horfinn. Strjúkið þá yfir með hreinni tusku og köldu vatni og
best er að leyfa áklæði að þorna við stofuhita.
Ef blettur er erfiður viðureignar er ráð að nota matskeið af hvítvínsediki á móti hálfum
bolla af alkóhóli. Fituga bletti eftir smjör, majónes, olíu og sósur skal fjarlægja með því að
strá matarsóda yfir blettinn, láta standa í 15 mínútur og ryksuga svo.
Ólík áklæði þola mismunandi efnanotkun og þvottaaðferðir. Því er mikilvægt að lesa
vandlega merkimiða áklæðisins áður en ráðist er á blettina. W þýðir að þvo megi bletti með
vatnsblönduðu þvottaefni, S þolir ólífræn þvottaefni eða þurrhreinsun, SW þýðir að þvo megi
blettina með bæði vatnslausn eða lífrænum þvottalegi og X kallar á hreinsun hjá fagfólki.
BLETTINA BURT STRAX!