Fréttablaðið - 20.09.2014, Side 75

Fréttablaðið - 20.09.2014, Side 75
KYNNING − AUGLÝSING Útfararþjónustur20. SEPTEMBER 2014 LAUGARDAGUR 3 Elín leggur ríka áherslu á að gæta að stefnu Útfararstof-unnar og sögu hennar. „Mér þykir vænt um það leið- arljós fyrirtækisins er fram kemur í fundargerð útfararsiða- nefndar frá árinu 1949, um til- gang kirkjugarðanna með rekstri útfararþjónustu, en þar segir að tilgangurinn sé „að lækka kostn- að við útfarir og minnka allt prjál“. Það voru orð í tíma töluð og eiga við nú sem fyrr.“ Neytendavernd mikilvæg Elín er menntaður lögfræðing- ur frá lagadeild HÍ, hefur réttindi sem héraðsdómslögmaður og hefur nýverið lokið námi í verk- efnastjórnun, leiðtogaþjálfun og markþjálfun. „Neytendavernd hefur lengi verið mér hugstæð og ég mun leggja mig fram um að leita ætíð hagstæðustu tilboða svo að við getum ávallt boðið lægsta verð á markaðinum, á sama tíma og við bjóðum upp á afburðaþjónustu,“ segir Elín. Ætla má að hver maður eigi að meðaltali viðskipti við útfarar- stofu tvisvar á ævi sinni og segir Elín að viðskiptin fari fram þegar einstaklingar séu í sorg. „Af þeim sökum tel ég að neyt- endavernd eigi að vera mjög rík á sviði útfararþjónustu og mikil- vægt að ástvinum sé kynnt verð þjónustunnar rækilega þegar hún er keypt.“ Elín bendir á að í Noregi sé í lögum að hver útfararstofa verði að birta verðlista á heimasíðu sinni eða með öðrum opinberum hætti og að þar þurfi einnig að koma fram hámarks og lágmarks kostnaðarviðmiðun. „Við hjá Útfararstofu kirkju- garðanna birtum verðskrá okkar á netinu og gefum dæmi um verð fyrir kistur, klæði, okkar þjón- ustu, tónlistarkostnað og fleira.“ Reynslumikið starfsfólk Í ár eru liðin 65 ár síðan Kirkju- garðar Reykjavíkur stofnuðu út- fararstofu og tuttugu ár frá því Útfararstofa kirkjugarðanna varð sjálfstætt starfandi hlutafélag. „Arður af rekstri útfararstof- unnar rennur til eiganda síns sem er Kirkjugarðar Reykjavík- urprófastsdæma og er notaður til samfélagslegra verkefna við rekstur kirkjugarðanna,“ útskýr- ir Elín. Starfsmenn Útfararstofunn- ar eru átta talsins og þekktir fyrir fagmennsku og fágun. Yfir helm- ingur þeirra hefur þjónað við út- farir í meira en tuttugu ár og aðrir starfsmenn hafa fjölþætta reynslu sem nýtist vel í starfi. „Útfararstofa kirkjugarðanna er langstærsta útfararþjónust- an á Íslandi, með rétt um fimm- tíu prósenta markaðshlutdeild á höfuðborgarsvæðinu og leið- andi fyrirtæki á sínu sviði,“ upp- lýsir Elín. „Við önnumst um það bil 600 útfarir á ári, ásamt því að flytja fjörutíu til fimmtíu lík úr landi. Þar sjáum við töluverða aukningu sem rekja má til gríðar- legrar aukningar erlendra ferða- manna til Íslands.“ Norræn samvinna Útfararstofnun kirkjugarðanna er fulltrúi Íslands í Nordisk Forum; samtökum útfararstofa á Norðurlöndum. „Það samstarf hefur gefið Út- fararstofunni mikið. Við hyggj- umst efla það starf og legg ég ríka áherslu á að kynna mér það besta sem útfararþjónustur á Norður- löndum gera í dag. Fyrr í þess- um mánuði sótti ég fund Nor- disk Forum og heimsótti eina framsæknustu útfararstofu Sví- þjóðar og í þeirri heimsókn lærði ég margt sem ég hyggst koma í framkvæmd á næstu mánuðum. Segja má að norrænu fulltrúar útfararstofanna hafi verið á einu máli um að helstu verkefni útfar- arþjónustunnar væru að verða persónulegri, ódýrari og net- væddari,“ segir Elín og er heils- hugar sammála þeim áherslum. „Ég hef lengi notið norræns samstarfs og það hefur auðg- að mikið þá starfsemi sem ég hef stýrt undanfarna tvo áratugi.“ Framúrskarandi fyrirtæki Elín hefur þá framtíðarsýn að Út- fararstofa kirkjugarðanna verði ávallt framúrskarandi fyrirtæki. „Við fengum nýlega mikilvæga rekstrarlega vottun frá Credit Info um að Útfararstofa kirkjugarð- anna sé framúrskarandi fyrirtæki árið 2013. Aðeins eitt prósent ís- lenskra fyrirtækja fær árlega slíka vottun og er Útfararstofa kirkju- garðanna eina útfararstofa lands- ins sem hefur fengið þessa vottun. Við höfum líka mikinn áhuga á að ávinna okkur hina faglegu vottun, í formi viðhorfskönnunar presta og tónlistarfólks en einnig – og umfram allt – frá ástvinum sem við höfum þjónað. Við fáum mikið af jákvæðri tjáningu um það sem vel er gert en viljum jafnframt fá ábendingar um það sem betur má fara. Þannig þróum við og bætum starfsemina.“ Gefandi starf og gott umhverfi Þegar Elín er spurð um ástæðu þess að hún réði sig til Útfarar- stofu kirkjugarðanna svarar hún því til að hún hafi komist að því fyrir löngu að hana langaði að vinna fyrir kirkjugarðana. „Það eru komin rétt 24 ár síðan faðir minn varð bráðkvaddur og þá kom ég í fyrsta sinn að kistu- lagningu. Við þá athöfn upplifði ég svo einstaka fegurð, fágun og helgi að ég varð snortin af því hve útfararferlið gæti verið fagurt. Ég hef hrifist af starfi og mann- virkjum í Fossvogskirkjugarði og fundið hve útfararþjónustan og fagmennska eru mikilvæg þegar fólk kveður ástvini í hinsta sinn.“ Hún segir marga spyrja sig hvort ekki sé erfitt að mæta syrgj- endum alla daga. „Jú, það er vissulega erfitt en um leið gefandi. Ég bý á prestsheimili, þar sem dauðinn er oft nálægur, og því er mér eiginlegt að snerta líf syrgjenda. Við starfsmenn Útfarar- stofunnar fáum mikið þakklæti og jákvæða tjáningu um gæði þjón- ustu Útfararstofunnar og það hvet- ur okkur áfram.“ Persónulegri og ódýrari þjónusta Elín Sigrún Jónsdóttir, héraðsdómslögmaður og prestsfrú, er nýr framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna ehf. Henni þykir vænt um upphaflegt leiðarljós Útfararþjónustunnar sem var að „lækka kostnað við útfarir og minnka allt prjál“. Elínu er neytenda vernd við syrgjendur hugstæð og ætlar að leggja sig fram um að bjóða ávallt lægsta verð á markaði og afbragðs þjónustu. Elín Sigrún Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna. Henni er eiginlegt að snerta líf syrgjenda þar sem dauðinn er oft nálægur á prestsheimili hennar. MYND/SIGURJÓN ARNARSON/SISSI Elín Sigrún Jónsdóttir hefur starfað sem lögfræðingur og lögmaður í 25 ár og hefur fjölbreytta sérfræði- og stjórnunarreynslu. Elín var lögmaður Byko, lögmaður hjá Lögmönnum Höfðabakka, deildarstjóri í félagsmála ráðu neytinu, stofnandi og forstöðu maður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna og framkvæmdastjóri dómstólaráðs. Þá hefur hún og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum ásamt því að sitja í fjölmörgum nefndum á vegum ráðuneyta og stofnana. Elín er gift dr. Sigurði Árna Þórðarsyni, presti í Neskirkju.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.