Fréttablaðið - 20.09.2014, Page 104

Fréttablaðið - 20.09.2014, Page 104
20. september 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 64 Maður hefur heyrt af því að það sé mikið af peningum í boði þar. Maður veit aldrei hvað maður gerir. Viðar Örn Kjartansson. úlpudagar Láttu veðrið ekki stöðva þig util if. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND Á R N A S Y N IR Kuldafatnaður frá: SPORT FÓTBOLTI „Ef ég væri örlítið yngri þá væri ég örugglega ekki að höndla þetta svona vel. Ég er líka orðinn vanur þessu áreiti og er því alveg pollrólegur,“ segir lang- markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar, Viðar Örn Kjartansson, en hann fær ekki stundarfrið frá fjölmiðlum þessa dagana. Skal engan undra því hann hefur raðað inn mörkum nánast að vild fyrir Vålerenga á tímabilinu og er þegar búinn að slá nokkur met. 24 mörk í 22 leikjum en metið í Noregi er 30 mörk og það var sett árið 1968 af Odd Iversen. Viðar Örn hefur sjö leiki til þess að skora mörkin sex sem upp á vantar. Möguleikinn er góður „Það eru talsvert fleiri fjölmiðlar hér en heima og það er mikið verið að kynna sér mig og mitt líf. Þetta er allt hluti af boltanum og ég kippi mér ekkert upp við alla þessa athygli og að þurfa að koma í mörg viðtöl. Ég var ekkert mjög vanur þessari athygli fyrst þegar ég kom en ég hef fengið mikla athygli nán- ast frá upphafi og þetta venst vel.“ Selfyssingurinn marksækni fer ekkert leynt með að markmið hans er að jafna og helst slá markamet- ið. Hann telur sig eiga góða mögu- leika á því. „Það er búið að ganga vel og hefur verið stöðugleiki í mínum leik. Ég hef skorað tvær þrennur upp á síðkastið og ég er því líkleg- ur til alls. Ég er nánast að skora í hverjum leik þannig að þetta er góður möguleiki,“ segir Viðar en lið hans hefur skorað næstflest mörk allra liða í deildinni eða marki minna en topplið Molde sem Viðar og félagar mæta í dag. Vörnin hefur aftur á móti ekki verið eins öflug og því er liðið í sjötta sæti deildarinnar. „Ef hún væri betri þá værum við í efstu þremur sætunum. Við kom- umst 5-2 yfir í leik um daginn en hitt liðið jafnaði í 5-5 á fimmtán mínútum. Fólk er í það minnsta að fá vel fyrir peninginn er það horf- ir á okkur spila,“ segir Viðar og hlær við. Hætti að hugsa um þetta Spilamennska hans í Noregi hefur ekki farið fram hjá útsendurum um alla Evrópu og er líklegra en ekki að hann yfirgefi Vålerenga í janúar. „Ég hef alveg fundið fyrir áhug- anum en er ekkert að velta mér of mikið upp úr því. Ef eitthvað ger- ist þá gerist það líklega hratt. Það mun samt líklegast ekkert gerast fyrr en í janúar. Ég pældi mikið í þessu í sumar en þá skoraði ég ekki í þremur leikjum í röð. Þá hætti ég að hugsa um þessa hluti og þá fór aftur að ganga of vel. Ég vil því ekki vera að skipta mér mikið af þessu en ég veit að ef ég stend mig vel þá verður eitthvað spennandi í boði.“ Félög víða í Evrópu hafa gert til- boð í Viðar en það sem færri vita er að það kom áhugavert tilboð í hann frá liði í Kína. „Ég vissi af þeim áhuga en ég veit ekki hvar það stendur. Það yrði skrítið að fara þangað en örugglega spennandi,“ segir Viðar en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndi Viðar fá í það minnsta helmingi betri samn- ing þar en ef hann semdi við lið í Evrópu. Skoða allt með opnum huga „Maður hefur heyrt af því að það sé mikið af peningum í boði þar. Maður veit aldrei hvað maður gerir. Ég skoða allt sem er spenn- andi með opnum huga.“ Framherjinn er orðinn 24 ára gamall og hann segir líka skipta máli að velja rétt. „Ef maður tekur rangt skref þá getur það eyðilagt ýmislegt. Ég er samt ekki það gamall að ég ætti kannski möguleika á að koma aftur inn einhvers staðar. Ég myndi samt skoða Kína eins og hvað annað. Maður veit aldrei.“ henry@frettabladid.is Skoðar freistandi tilboð frá Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eft irsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. Sjálfur einbeitir hann sér að boltanum enda á hann möguleika á því að endurskrifa norska knattspyrnusögu. MARKAHRÓKUR Viðar Örn Kjartansson hefur farið á kostum í norsku úrvals- deildinni. Hann er á góðri leið með að bæta markametið þar. MYND/HEIMASÍÐA VÅLERENGA „Þetta kom óvænt upp og var allt miklu stærra en ég hélt. Þetta var frekar fyndið en mjög skemmtilegt,“ segir Viðar Örn, en hann er farinn að auglýsa heita potta í Noregi. Ekki bara það heldur hefur hann fengið pott með sínu eigin nafni. Potturinn heitir Örn eins og margir kalla hann í Noregi. „Það er íslenskt þema yfir þessum pottum. Það þarf að nota eld eða eitt- hvað. Þetta er mjög skemmtilegt og flott. Þeir vildu endilega fá mig til þess að auglýsa þetta fyrir sig og ég sagði af hverju ekki?“ Viðar Örn segist hafa fengið ágætlega greitt fyrir viðvikið en fékk hann líka pott? Einn Örn? „Ég fékk einn og ég læt senda hann heim til Íslands. Mamma mín fær hann og á von á Erninum. Hún getur látið fara vel um sig þar. Það er alltaf gaman að gleðja mömmu sína.“ Mamma Viðars fær heitan pott
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.