Fréttablaðið - 20.09.2014, Side 110

Fréttablaðið - 20.09.2014, Side 110
20. september 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 70 RIFF FÆR HEIÐURSSKJÖLD Samtök erlendra blaðamanna í Hollywood, HFPA, koma á kvikmyndahá- tíðir víðs vegar um heiminn til þess að kynna sér nýjar myndir og velja mögulega þátttakendur til Golden Globe-verðlaunanna, sem samtökin komu á laggirnar. Nú mun RIFF fá sér- stakan heiðursskjöld frá samtökunum á lokahófi hátíðarinnar. Tveir aðilar frá samtökunum munu sækja RIFF. „Þetta er mikill heiður fyrir hátíðina,“ segir Hrönn Mar- inósdóttir, fram- kvæmda- stjóri RIFF. - þij VEIDDI RISA BLEIKJU Trommuleikarinn Gunnlaugur Briem veiddi á dögunum eina stærstu bleikju sem veiðst hefur hér á landi. Um er ræða um 93 sentímetra langan og um 20 punda hæng sem veiddur var í Skjálftavatni í Kelduhverfi. Gulli þurfti þó að sleppa fisknum því í veiðireglunum á staðnum er kveðið á um að fiski sé sleppt. Trommu- leikarinn, sem er mikill áhugamaður, hafði þó ekki farið í veiðiferð í langan tíma fyrr en um daginn. Í veiðinni var hann með nokkrum góðum félögum og var tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson á meðal manna í þeim hópi. - glp „Það er rétt. Það var haft samband við okkur í kjölfar þess að það var skrifað mjög lofsamlega um myndina í helstu kvikmyndatíma- ritum,“ svarar Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, höfundur myndar- innar París norðursins, spurður um hvort framleiðslufyrirtækið Plan B hafi sýnt áhuga á að end- urgera myndina fyrir bandarískan markað. Plan B er í eigu stórleik- arans Brad Pitt og hefur framleitt kvikmyndir á borð við 12 Years a Slave, Charlie and the Chocolate Factory, Moneyball, Eat Pray Love og Killing Them Softly, svo ein- hverjar séu nefndar. Sá sem hafði samband fyrir hönd fyrirtækis- ins sagði að þau væru einnig mjög hrifin af fyrri mynd Hafsteins, Á annan veg. Hafsteinn Gunnar segist lítið geta tjáð sig um málið eins og stað- an er núna en það séu einhverjar þreifingar í gangi. „Það er í raun ekki hægt að segja mikið um þetta akkúrat núna en þetta eru örugg- lega einhverjar hugmyndir um að endurgera hana.“ Hann segir það að sjálfsögðu vera mikinn heiður að svo stórt fyrirtæki sýni myndinni áhuga. „Algjörlega, það þarf ekki minni mann en Brad Pitt til að fylla upp í spor Helga Björns,“ segir hann kankvís. Myndin hlaut góða dóma í mörg- um kvikmyndatímaritum eftir að hún var frumsýnd úti. „Við urðum vör við mikinn áhuga eftir að hún var frumsýnd úti og hún fékk líka þessa fínu gagnrýni í Hollywood Reporter og á fleiri stöðum.“ Einnig eru viðræður í gangi við aðila sem vilja dreifa myndinni. „Það eru viðræður í gangi með það og myndin er komin til þriggja landa en það er allt í startholunum enn þá.“ Myndin var frumsýnd hér á landi fyrir tveimur vikum og hafa viðtökurnar verið góðar. Myndin situr nú aðra vikuna í röð á toppn- um yfir aðsóknarmestu mynd- irnar í kvikmyndahúsum lands- ins. „Ég er mjög ánægður með það. Myndin er búin að fá mjög fín viðbrögð, hún virðist hafa hitt á einhvern streng hjá þjóðinni og aðsókn hefur verið mjög góð“. París norðursins verður sýnd á fjölmörgum kvikmyndahátíðum á næstunni. „Það er mikið af hátíð- um fram undan og myndin er að fara á mikið flakk.“ viktoriah@365.is Brad Pitt sýnir París norðursins áhuga Framleiðslufyrirtækið Plan B hafði samband við aðstandendur myndarinnar. ÁNÆGÐUR Hafsteinn Gunnar er ánægður með þær góðu viðtökur sem myndin hefur fengið. VIÐRÆÐUR Í GANGI F ramleiðslufyrir- tæki Brads Pitt hefur sýnt myndinni áhuga. SEMUR FYRIR LEIKHÚS Bubbi Morthens syngur titillag sýningarinnar Kenneth Máni, sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í lok mánaðarins. Bubbi fór í stúdíó í vikunni og tók upp lagið. Björn Thors leikur titilhlutverkið og með leikstjórn fer Bergur Þór Ingólfsson. Bubbi átti einmitt upphafslagið í Fangavaktinni, þar sem Kenneth Máni skaut upp kollinum í fyrsta sinn. - áp Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Krít 44.950 Flugsæti frá kr. Verð fyrir flug og gistingu á Maleme Mare kr. 95.350 með allt innifalið. Netverð á mann m.v. 4 í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 114.950. Flugsæti 25. sept. - 6. okt. á kr. 44.950. 2 fyrir 1 tilboð. Almennt verð kr.89.900. 25. september í 11 nætur Kynntu þér málið á transatlantic.is og í síma 588-8900 HORFNIR HEIMAR MEXÍKÓ, GUATEMALA & BELIZE Á SLÓÐUM MAYA INDÍANA 3 -17 OKTÓBER 2014 „Það er búið að vera mjög gaman að æfa þessa sýningu aftur og endur uppgötva hana og það er mikil stemning í hópnum fyrir því að sýna þessa frábæru sýningu hérna í Reykjavík,“ segir leikar- inn Hannes Óli Ágústsson, sem ásamt kærustu sinni, leikkonunni Aðalbjörgu Árnadóttur, frumsýndi Gullna hliðið í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Sýningin sló í gegn hjá Leikfélagi Akureyrar á síðastliðnu leikári og verður sýnd í Borgar- leikhúsinu í vetur. Leikhópurinn er sá sami og fyrir norðan og leik- stjórinn er sem fyrr Egill Heiðar Anton Pálsson. „Við erum stolt af þessu verki og við erum spennt að sýna það hér fyrir sunnan og þetta er gott tæki- færi fyrir okkur. Þetta verða fáar sýningar svo það er um að gera að grípa gæsina meðan hún gefst og skella sér á Gullna hliðið,“ segir Hannes. Leikaraparið er nýflutt frá Akureyri eftir tveggja ára dvöl þar og er þessa dagana að koma sér fyrir í Reykjavík. „Maður var kominn inn í samfélagið þarna, var kominn í karlakórinn og blakfélagið og allt, það var alveg yndislegt að vera þarna,“ segir Hannes um dvöl- ina á Akureyri. Það er nóg fram undan hjá þeim í vetur. Hannes er kominn á samning hjá Þjóðleikhúsinu í vetur og verð- ur í sýningunum Loka og Latabæ, sem var frumsýnd um næstu helgi. Ásamt því setja þau Hann- es og Aðalbjörg aftur upp barna- sýninguna Hættuför í Huliðsdal í Þjóðleikhúsinu. Aðspurður vildi Hannes ekki gefa upp hvort hann yrði með í áramótaskaupinu í ár, þó honum þætti það heldur líklegra en ekki, en eins og frægt er orðið hefur hann farið á kostum sem forsætis- ráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, síðustu ár. - asi Stemning að sýna í Reykjavík Hannes Óli setur upp verðlaunasýninguna Gullna hliðið í Borgarleikhúsinu. STOLTUR Hannes Óli er fluttur frá Akureyri til Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fyrirtækið er bandarískt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki sem er stofnað árið 2002 af þeim Brad Pitt, Brad Grey og Jennifer Aniston. Þegar Brad Pitt og Jennifer Aniston skildu árið 2006 og Brad Grey fór að starfa fyrir Paramount Pictures varð Brad Pitt eini eigandi fyrir- tækisins. Plan B Ekki láta neinn draga þig niður. Gefðu sjálfri þér smá meiri ást og sjálfstraust og þú munt ná fyrri styrk upp á yfir- borðið. Þar sem hann á að vera. LADY GAGA UM SJÁLFSTRAUST Á INSTAGRAM-SÍÐU SINNI.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.