Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 7
FRÁ RITSTJQRIU Áfallastreita Frágangur fræðilegra greina Áhugi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks hér á landi á afleiðingum óvæntra áfalla, eins og náttúru- hamfara eða stórslysa, fyrir heilsu og líðan fólks hefur aukist mjög á síðastliðnum 10 árum. Þessi áhugi er al- mennur um víða veröld en tengist fyrst og fremst hern- aðarátökum. Nýleg athugun frá Kuwait sýnir að séu hörmungarnar nægilega miklar geta næstum allir fengið áfallastreitu. Athugunin sýndi að hálfu fimmta ári eftir innrás íraka voru 45% stúdenta enn með einkenni og um þriðjungur almennings (1). Það sem gerir rannsóknir á þessu viðfangsefni enn mikilvægari er að afleiðingar hörmunganna vara oft mjög lengi, til dæmis finnast einkenni um áfallastreitu enn hjá Hollendingum, 50 árum eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk (2). Algengið var mest hjá þeim sem höfðu mátt þola ofsóknir 50 árum áður, þá hjá hermönnum sem tóku þátt r stríðinu, en minnst hjá almenningi. Við mat á umfangi og afleiðingum áfallastreitu þarf að taka tillit til margra atriða. í nýlegri yfirlitsgrein er vakin athygli á því að skipta megi þeim í 11 flokka, svo sem: hver er streituvaldur, einkenni sjúklinga, önnur núverandi veikindi, fyrri veikindasaga, erfiðleikar og áföll í æsku, lýðfræði- legir þættir, fjölskyldusaga, meðferð sem hefur verið veitt og núverandi starfsgeta (3). Þessi upptalning á þáttum sem hafa þarf í huga við mat og ákvörðun um meðferð á áfallastreitu ætti að undirstrika það fyrir læknum að verkefnið er á þeirra sviði og að þeir eiga að hafa forystu um hvernig þessum sjúklingum verði best hjálpað. Jafnframt þarf að gera sér grein fyrir að ýmsir aðrir hópar gegna einnig lykilhlutverkum r ýmsum verkþáttum sem sinna þarf vegna forvarna, mats og meðferðar áfallastreitu. Forvamir hafa ótvírætt gildi. Reynt hefur verið að skoða gildi tilfinningalegrar viðrunar sem fyrirbyggjandi aðgerðar fyrir þá sem lent hafa í miklum hörmungum. Þessi aðgerð er umdeild, eins og rakið er annars staðar í þessu blaði, og hefur sætt vaxandi gagnrýni, jafnvel svo að hörðustu gagnrýnendur hafa spurt hvort hún geti verið skaðleg. Ljóst er að því verður seint fullsvarað (4). Því er mikilvægt að skoða aðrar leiðir til forvarna. Almenn fræðsla, eins og við þekkjum að hluta til frá almannavörnum um viðbrögð við hættuástandi, er mikilvæg og sjálfsagt að efla hana, en ekki einvörðungu vegna náttúruhamfara heldur ber einnig að efla fræðslu um hættur sem stafað geta af ýmiss konar iðnaði, notkun hættulegra efna í miklu umfangi, umferð í lofti, á láði og legi. Rétt viðbrögð við hættuástandi draga úr ótta og skelfingu og þar með hættu á áfallastreitu, bæði hjá þolendum og björgunarliði (5). f grein sem birtist nú í Læknablaðinu (6) um áfallastreitu er fjallað um sögu greiningarinnar til þess að auka mönnum skilning á eðli vanda- nrálsins. Jafnframt er vakin athygli á því að almenn meðferð byggir á aðferðum sem duga vel við önnur kvíðavandamál og ætti því að vera öllum læknum vel kunn. Heimildir 1. al-Naser F, al-Khulaifi IM, Martino C. Assessment of posttraumatic stress disorder four and one-half years after the Iraqi invasion. Int J Emerg Ment Health 2000; 2:153-6. 2. Bramsen I, van der Ploeg HM. Fifty years later: the long- term psychological adjustment of ageing World War II survivors. Acta Psychiatr Scand 1999; 100: 350-8. 3. Simon RI. Chronic posttraumatic stress disorder: a review and checklist of factors influencing prognosis. Harv Rev Psychiatry 1999; 6: 304-12. 4. Deahl M. Psychological debriefing: controversy and challenge. Aust N Z J Psychiatry 2000; 34: 929-39. 5. Nocera A. Prior planning to avoid responders becoming "victims" during disasters. Prehospital Disaster Med 2000; 15: 46-8. 6. Sigurfinnsson GP, Tómasson K. Um greiningu og meðferð áfallastreitu. Læknablaðið 2001; 87:285-91. Kristinn Tómasson Höfundar sendi fvær gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu lokaformi greinar samþykkir og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða, höfundar, stofnanir, lykilorð • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og myndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar myndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með. Sérstaklega þarf að semja um birtingu litmynda. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Taka skal fram vinnsluumhverfi. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://www.icemed.is/ laeknabladid Umræðuhluti Skilafrestur efnis í næsta blað er 17. apríl. Höfundur er yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins. Læknablaðið 2001/87 279
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.