Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 9
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN Höfum við sofnað á verðinum? Pétur Pétursson Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum. Segja má með nokkrum sanni, að oft hafi risið á íslenzkri iæknastétt verið hærra en undanfarna mánuði. Læknafélag Islands hefur af fullkomnu áhugaleysi þvælzt inn í fjölmiðlaglímu við ósvífin peningaöfl, þar sem árásaraðilinn setur leikreglurnar sjálfur og virðist með óskilgreindum hætti fá þá þjónustu hjá fjölmiðlum þessa lands, sem hann óskar eftir hverju sinni. Læknafélagið hefur orðið undir í þessari glímu og afar lítið gert til þess að verja sig, þótt mótaðilinn hafi orðið uppvís að bolabrögðum og afhjúpað með því sitt rétta fés. Hér er átt við kynn- ingu Islenzkrar erfðagreiningar á viðhorfskönnun meðal lækna, þar sem Gallup á íslandi lét kaupa sig til vinnubragða, sem hvorki geta talist fagleg né vísindaleg, því það er grundvallaratriði við gerð spurninga í viðhorfskönnunum, að hvorki sé hægt að misskilja þær né rangtúlka svörin við þeim. Einnig er athyglisvert hið mikla sinnuleysi lækna gagnvart samningum þeim, er ÍE gerði við nokkrar heilbrigðisstofnanir á síðustu jólaföstu, þar sem þrír af ráðherrum ríkisstjórnarinnar létu sér sæma að taka þátt í skrautsýningu og auglýsingaleikfléttu hluta- bréfabraskara. í þessum samningum hafa stofn- anirnar skuldbundið sig með óafturkræfum hætti til að láta af hendi allar þær trúnaðarupplýsingar um sjúklinga, sem ÍE gæti dottið í hug að fara fram á og nefndar eru í rekstarleyfi gagnagrunnsins. Par gæti meðal annars verið um að ræða upplýsingar um leynda erfðagalla, félagsleg tengsl, kynlíf, skoðanir, gildismat, og trú! Allur þvælingur með slík trúnaðar- gögn í hendur margra aðila innan eða utan með- ferðarstofnunar, sem á engan hátt tengjast sjúklingi eða meðferð hans eða vísindarannsókn, sem hann hefur sjálfur samþykkt að taka þátt í, felur í sér út- þynningu ábyrgðar og misnotkun upplýsinga, þegar nokkur minnsti möguleiki er á að þær séu persónu- greinanlegar. Að láta slíkt viðgangast er ekki lækni sæmandi, sízt af öllu á tölvuöld, þegar samkeyrsla gagnasafna býður upp á óendanlega möguleika til persónunjósna. Við ofangreinda samningsgerð virðist sú grein gagnagrunnslaganna greinilega hafa verið brotin, er kveður á um samráð við læknaráð, eða svo var að minnsta kosti á Akranesi, þar sem samþykkt lækna- ráðs var hunzuð, og á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þar voru samningsdrögin aldrei borin undir læknaráð til álitsgjafar, enda var fullkominnar þagmælsku krafizt af formanni ráðsins meðan á samningum stóð. Var hann því sambandslaus við umbjóðendur sína. Mátti þó ljóst vera af fyrri sam- þykktum ráðsins, að með samningnum var höfð að engu krafa læknaráðsins um upplýst samþykki. Læknasamtökin voru yfirmáta svifasein í við- brögðum sínum við þessari yfirkeyrslu og ekki hefur mér vitanlega nein athugasemd verið gerð ennþá við hæfi sumra þeirra, er stóðu að samningunum fyrir hönd heilbrigðisstofnananna, þótt um samstarfs- lækna IE hafi verið að ræða, sem höfðu margvíslegra einkahagsmuna að gæta. I þessu sambandi er við hæfi að við læknar veltum fyrir okkur hlutverki okkar. Er það í okkar verkahring að stuðla að atvinnuskapandi rekstri í heimabyggð okkar? Er það í okkar verkahring að lána læknisheiður okkar í þeim tilgangi að hækka gengi hlutabréfa í einkafyrirtæki? Samrýmist það læknisheiðri að gera sér trúnaðarupplýsingar sjúk- Iinga, sem aðrir hafa safnað, að persónulegri féþúfu sinni? Því fer víðs fjarri. Auðvitað ber okkur að stuðla að framgangi vísinda og hugsa um þjóðarheill, en slíku er nú tæplega að heilsa í gagnagrunnsmálinu, því vísindi verða einvörðungu til úr upplýsingum, sem safnað er með vísindalegum og mjög sam- ræmdum hætti en ekki úr klínískum vinnugögnum lækna og minnisnótum. Skylda okkar hlýtur fyrst og síðast að vera við sjúklinga okkar, sem hafa treyst okkur fyrir velferð sinni, og án trúnaðar þeirra erum við flest í svipaðri aðstöðu og verkfæralaus skurð- læknir. Hafi sjúklingur hins vegar sjálfur gefið leyfi sitt til þessarar upplýsingadreifingar, er ekki við okkur að sakast. Hvert er leiðarljós okkar í þessu máli? Eigum við að Iáta undan hinni frábærlega vel heppnuðu múgsefjun og selja okkur og trúnaðinn við skjólstæð- inga okkar í von um að hreppa einhverja mola af nægtaborði væntinganna eins og sumir samstarfs- læknar ÍE hafa gert? Eða eigum við að hafa ár- þúsunda gamlar siðareglur læknastéttarinnar, alþjóðasamninga og viðteknar starfs- og siðareglur alþjóðavísindasamfélagsins í heiðri? Þessu hafa læknar raunar svarað og gerðu þá ekki ráð fyrir neinum útúrsnúningum. Og hvað er það raunar, sem gerzt hefur? Nýtt gildismat og ný tegund siðferðis hafa verið leidd til öndvegis í hinu íslenzka vísindasamfélagi af markaðssnillingum, sem sumir hverjir hafa hingað til ekki þótt reiða siðvitið í þverpoka. Læknavísindin hafa mengazt og sýkzt af fjárgróðahugsunarhætti. í stað þess að bíða með fjölmiðlakynningu, þangað til vísindaniðurstöður liggja fyrir, þykja það nú stór- fréttir, þegar kannski hyllir undir einhvern áfanga í óskilgreindri framtíð. Þetta hét í mínu ungdæmi óábyrg sýndarmennska, enda munu óraunhæfar Læknablaðið 2001/87 281
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.