Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2001, Side 13

Læknablaðið - 15.04.2001, Side 13
FRÆÐIGREINAR / AFALLASTREITA Um greiningu og meðferð áfallastreitu Guðfínnur P. Sigurfinnsson1, Kristinn Tómasson2 lGeðdeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík, 2Vinnueftirlit ríkisins, Bíldshöfða 16,112 Reykjavík. Fyrirspumir, bréfaskipti: Guðfinnur R Sigurfinnsson, Bjarmalandi 8,108 Reykjavík. Netfang: gudFmno@landspitali.is Lykilorð: álagsvaldur, auðsœranleiki, endurupplifun, áfallastreita. Ágrip Geðraskanir tengdar alvarlegri vá voru teknar upp sem sérstakur flokkur í greiningarlyklum læknisfræð- innar fyrir um 20 árum. Markmið þessarar greinar er að læknar í dreifðum byggðum landsins öðlist grundvallarskilning á áfallastreitu, átti sig á hverjir eru í áhættu og hvemig eigi að bregðast við. Til að ná þessu er rakin saga greiningarinnar og hvernig hugmyndir lækna hafa þróast um eðli áfallastreitu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir. Einkennum áfallastreitu er lýst og jafnframt er bent á áhættuþætti svo sem ýmsa veikleika fólks, aðstæður og samhengi ýmissa þátta, sem geta skipt meiru um langtímavanda fólks en eðli og styrkur áfallsins. Raktar eru efasemdir um gildi viðrunar tilfinninga (debriefing) í áfallahjálp, en jafnframt bent á aðra kosti í meðferð, sem heimilislæknar ættu að kunna skil á. Inngangur íslenska þjóðin hefur búið við ýmiss konar harðræði í landi sínu. Náttúruöflin eru, þrátt fyrir ógn við líf og heilsu, ekki ill í eðli sínu. Höfuðskepnumar hafa ekkert markmið í þá veru að valda okkur skaða og fjörtjóni. Pótt mönnum hafi um margt verið ljós hætta sem af slíku stafar eins og rakið er hér á eftir er það ekki fyrr en 1980 að áfallastreita kemst fyrst inn í greiningarlykla geðlæknisfræðinnar (1). Þrátt fyrir þetta hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir á íslandi á áfallastreitu. Rannsókn hefur verið gerð á áhrifum sjóslysa á geðheilbrigði, vinnufærni og þróun áfallastreitu verið metin löngu eftir að slíkir atburðir áttu sér stað (2). Önnur íslensk rannsókn hefur beinst að áfallastreitu íbúa tveggja þorpa í kjölfar snjóflóða á nýliðnum árum (3). Menn hafa lengi hugleitt áhrif hörmulegrar h'fs- reynslu og harðræðis á fólk. Stór hluti mannkyns hefur ávallt búið við slíkt og meirihluti fólks sýnt nær óskiljanlega hæfileika til að lifa af án þess að guggna (4). Oft virðist sem raunir fólks hafi orðið sú deigla, sem mótaði það til frekari þroska og framfara. Á mynd 1 er minnt á álagsvalda, samhengi upp- lifunar og túlkunar, styrk einstaklinga og vamarhætti. Þá er rakið þegar viðbrögð eru hagstæð og atburð- imir verða reynslusjóður virkra og ábyrgra einstak- linga. Á hinn bóginn er fylgt leið, þegar illa tekst til og upplifunin kallar fram tilfinningalegt ójafnvægi, stjórnleysi og ábyrgðarleysi. I stað ávinnings reynsl- unnar bíður fólk heilsutjón í líki letjandi og skaðlegra streituviðbragða og vansældar. EN6LISH SUMMARY Sigurfinnsson GP, Tómasson K Posttraumatic stress disorder Læknablaðið 2001; 87: 285-91 Post traumatic stress disorder (PTSD) and post-traumatic therapeutic intervention are relatively new concepts, and in fact it was only recently that psychiatric disorders connected with disastrous events were accepted as a separate category in the medical nomenclature. An attempt will be made here to shed some light on these concepts, principally in the hope that it may be of use to doctors in rural areas. Both old and recent papers, have been reviewed concerning the immediate as well as the long-term effects on individuals and groups who have been exposed to stressful experiences such as life-threatening situations. In addition to describing the symptoms of PTSD, risk factors are discussed such as individual vulnerability, particular circumstances, and the interaction of factors more conducive to chronic problems than the nature or intensity of the stressor. Then the term post-traumatic therapeutic intervention is evaluated. The view that emotiona! processing is the essence of treatment of the disorder is widely questioned. More comprehensive ideas about methods, and aid to people suffering from PTSD, are considered. Key words: stressor, vulnerability, reexperience, post traumatic stress disorder. Correspondence: Guðfinnur P. Sigurfinnsson. E-mail: gudfinno@landspitali.is Sögulegt yfirlit Til þess að átta sig á áfallastreitu, eins hún er skilgreind núna, er nauðsynlegt að skilja hvernig um- ræða og hugsun um afleiðingar stóráfalla á geðheilsu hefur þróast. Fyrstu skrif sem greinarhöfundar þekkja til eru skrif Johns Erics Erichsens frá árinu 1866, en hann ritaði um afleiðingar járnbrautarslysa; minnkaða virkni, svefntruflanir, kvfða og líkamleg einkenni. Erichsen lýsti hálshnykksáverkum en yfirsást hins vegar mikilvægi tilfinningalegra áhrifa slysfaranna (5,6). Nokkru síðar birti DaCosta rannsókn sína á sálvefrænum einkennum og óvirkni 200 bandarískra hermanna í borgarastyrjöldinni (7). í 38,5% tilvika virtist harðræði herþjónustunnar orsök hjartsláttar- truflana auk annarra einkenna, einkum höfuðverkja, svima, svefntruflana og martraða. DaCosta veitti Læknablaðið 2001/87 285
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.