Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2001, Side 14

Læknablaðið - 15.04.2001, Side 14
FRÆÐIGREINAR / ÁFALLASTREITA Mynd 1. Einfaldur uppdráttur afþróun tvenns konar ferla í lífi einstaklinga sem verða fyrir yfirþyrmandi álagi. Þessu yfirliti er œtlað að minna á að mikill hluti manna lifir áfram virku líft þráttfyrir lífsreynslu, sem ætla mætti að kippti undan þeim fótunum. athygli einstaklingsbundnum áhættuþáttum. Þannig var heilsuveilum og illa þjálfuðum hermönnum mun hættara en öðrum við að fá slík sjúkdómseinkenni (7). Næsta skref í sögu greinarinnar var að benda á þátt hryllings og skelfingar í þróun andlegrar vanheilsu (8), en það gerði Edouard Stierlin í rannsóknum á námuslysum og jarðskjálftum. Það var hins vegar ekki fyrr en í fyrri heimsstyrjöldinni sem hugsun manna um tilfinningalegar afleiðingar hörmunga og viðbrögð við þeim skerptist verulega. Charles Samuel Myers kom á framfæri hugtakinu sprengjulost (shell shock) (9) í þeirri trú að sprengingar yllu smágerðum heilaáverkum. Hann komst hins vegar fljótlega að þeirri niðurstöðu að um sálrænar truflanir væri að ræða (9). Um þetta leyti hófu breskir og franskir læknar að sinna kvíðnum og taugaveikluðum her- mönnum með stuttri hvfld frá vígvellinum í sér- stökum æfingabúðum (9). Russel rannsakaði hermenn, sem tóku þátt í fyrri heimsstyrjöldinni og lýsti erfiðleikum við greiningu á taugasjúkdómum annars vegar og hugbrigðaröskun (conversion), sefasýki (hysteria) og uppgerð (malingering) hins vegar (10). Honum virtist sem óttablandin upplifun og hryllileg lífsreynsla hafi tært andlegt þrek hermanna, þeir hafi misst stjórn og gripið til frumstæðra varnarhátta og lamast. Á orrustuvellinum reyni mjög á eðlishvatir mannsins sem höfundur nefnir sjálfsbjargarhvöt (selfpreservation) og lífshvöt (procreation). Óttaviðbrögð af ýmsu tagi, flótti og felur, séu eðlileg viðbrögð. Líkamleg einkenni undir þessum kringumstæðum, ásarnt lélegu sjálfsmati, geri einstaklinginn áhrifagjarnan og næman fyrir hvers kyns sefjun. Sjúklingshlutverkið dregur úr óttanum og kvíðanum, sem er hinn eðlislægi þáttur sjálfsbjargarhvatarinnar. Auk líkamlegra einkenna lýsir Russel óvirkni, lélegu sjálfsmati, bjargarleysi og frumkvæðisleysi. Einstaklingsbundnir áhættuþættir varðandi uppgjöf af þessu tagi voru geðsjúkdómar, greindarskerðing, almennur lasleiki, hungur og svefnleysi. Þeir sem voru hins vegar vel þjálfaðir, höfðu sjálfsvirðingu og nægilega greind (dómgreind) áttu betur með að berjast áfram og stóðu sig mjög lengi þrátt fyrir ógnir eldlínunnar. Russel lagði áherslu á að meðferðin væri mannúðleg, benti á mikilvægi þess að ávinna sér traust sjúklinganna, útskýra fyrir þeim eðli hins tilfinningalega áfalls og orsakir einkenna þeirra (vitræn meðferð). Ennfremur þyrfti að byggja upp sjálfsvirðingu, agað lífemi og stjórn á eigin lífi (atferlismeðferð). Gæta þyrfti þess að ýta ekki undir uppgerð. Dýpri sálkönnun (þar með talin tilfinningaleg úrvinnsla) þótti ónauðsynleg (10). Það er síðan þegar komið er fram í seinni heimsstyrjöldina að Abraham Kardiner skýrði frá reynslu sinni af athugun og meðferð bandarískra hermanna úr fyrri heimsstyrjöldinni (11). Hann lýsti afar nákvæmlega einkennum sjúklinga sinna og til hans má rekja flest þau skilmerki, sem þarf til greiningar áfallastreitu. Hann gerði sér grein fyrir hvernig sjúklingar hans læstust eða ánetjuðust áfallastreitu, stríddu við sífelldar martraðir, ofurviðbrigðni, lítið álagsþol og hömlulausa árásargirni. Kardiner gerði sér grein fyrir gildi sállækninga en einnig hugsanlegum skaðlegum áhrifum þess að ræða um reynslu áfallsins. Hann hafði miklar efasemdir um hvaða meðferð ætti við og hvort það þjónaði hagsmunum sjúklinganna að stuðla að upprifjun hryllilegrar reynslu í stað afneitunar, óraunveruleikakenndar og margháttaðra líkamlegra einkenna (11). Næstu framfaraspor urðu á Norðurlöndunum. Hellvig og samstarfsmenn hans rannsökuðu 1282 Dani er lifðu af vist í útrýmingarbúðum í Þýskalandi (12). Þeir lýstu sérkennandi einkennum andlegrar hnignunar þessara manna (K-Z heilkenni). í fram- haldinu, árið 1957, vakti Norska Krigsinvalidefor- bundet athygli á síðkominni vanheilsu og ófærni fyrrum stríðsfanga þar í landi. Við háskólann í Osló var skipaður samstarfshópur lækna undir forystu Axels Ströms prófessors, ásamt Eitinger, Lönnum og fleiri læknum (13). Metnaðarfull vísindaleg rannsókn var framkvæmd, er náði til 100 fyrrum fanga í útrýmingarbúðum Þýskalands, sem höfðu verið lagðir inn á taugalækningadeild Ríkissjúkrahússins í 286 Læknablaðið 2001/87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.