Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / ÁFALLASTREITA Osló. Einkenni er þóttu sértæk fyrir fyrrum fanga útrýmingarbúða voru 11 og fimm til sjö voru viðmiðun greiningarinnar: 1. þrekleysi, 2. skert minni, 3. vanlíðan, 4. óstöðug geðbrigði, 5. truflun á svefni, 6. vanmáttarkennd, 7. framtaksleysi, 8. óöryggi, ókyrrð og pirringur, 9. svimi, 10. iðjuleysi og 11. höfuðverkur. Leo Eitinger, sem var í hópi 3% norskra gyðinga sem lifðu af dvöl í Auschwitz, rannsakaði K-Z heilkenni og komst að þeirri niðurstöðu að líffræði- legir heilaskaðar, orsakaðir af veikindum, hungri og öðru harðræði væru meginorsök þessa heilkennis, þar sem einkennin komu fram óháð fyrri geðsögu og félagslegu umhverfi eftir stríð (14). Pá fann hann meira af ofsóknarhugmyndum og hugbrigðaröskun hjá geðsjúku flóttafólki seinni heimsstyrjaldarinnar en öðrum geðsjúklingum sem að líkindum mætti rekja til yfirþyrmandi öryggis- leysistilfinningar tengda lífreynslu þeirra (15). I kjölfar afleiðinga Víetnamstríðsins komu síðan út fyrstu formlegu greiningarlyklar fyrir áfallastreitu (1) sent verða grunnur að fjölmörgum rannsóknum. Hin síðari ár hefur áhugi jafnframt beinst að afleiðingum ýmissa annarra hörmunga en stríðum. Til að mynda var á árunum milli 1980 og 1990 gerðar vel undirbúnar og skipulagðar rannsóknir á iðnaðarslysum í Noregi, þar sem kortlögð voru nákvæmlega viðbrögð björgunarmanna strax í kjölfar slysanna og síðar. Áhersla er lögð á að sérhvert líkan sem nota skuli til að skýra áfallastreitu verði að vera fjölþætt og meta einstaklingsbundinn breytileika ekki síður en mismunandi eðli og styrk ógnar (16). Þekking sem þannig hefur skapast hefur síðan orðið grunnur að greiningarskilmerkjum áfallastreitu í dag. Greiningarskilmerki í ljósi þess sem hér hefur verið skýrt frá á undan hafa menn komið sér saman um ákveðna skilgreiningu á áfallastreitu. Greining áfallastreitu tengist mjög hugmyndum um eðli og styrk ógnar, sem er nánast utan hins venjulega reynsluheims (17). Þá er greiningin byggð á áhrifum ógnarinnar (impact) á einstaklinga, sem fyrir slíkri reynslu verða: Álagsvaldar: Náttúruhamfarir (jarðskjálftar, eldgos, flóð), alvarleg slys (húsbrunar, sjóslys, umferðarslys, flugslys) ógn í samskiptum manna (hernaður, heimilisofbeldi). Áhríf ógnar: Fólk upplifir ákafan ótta, vanmátt eða hrylling. Ytra og innra öryggi brestur. Eðli ógnarinnar og styrkur hefur vissulega mismikil skaðleg áhrif: a. Einstakar náttúruhamfarir sem eyðilegging og dauði fylgja eru líklegar til að valda öryggisleysi, vanmáttarkennd, kvíða og öllu litrófi áfallastreitu, Tafla I. Einkenni áfallastreitu (17). Einkenni standa skemur en einn mánuö: bráö áfallastreita. Einkenni vara einn til þrjá mánuði: síðkomin áfallastreita. Einkenni vara þrjá mánuði eöa lengur: iangvinn áfaiiastreita. Endurnýjun reynslunnar • Óvelkomnar endurminningar • Skýrar upplifanir • Martraðir • Óvióeigandi tilfinningaleg og líkamleg viðbrögð gagnvart áreitum sem minna á ógnvekjandi fyrri atburði Að forðast • Verkefni, umhverfi, hugsanir, tilfinningar eða samræður tengdar lífsreynslu Dofi • Áhugaleysi • Skeytingarleysi • Tilfinningakuldi Viðbrigðni • Svefntruflanir • Pirringur/reiðiköst • Einbeitingarerfiðleikar • Ofurárvekni • Ofurviðbrögð Fylgikvillar • Misnotkun vímuefna eða fíkn • Alvarlegt þunglyndi • Ofsakvíði, víðáttufælni • Almenn kvíöaröskun • Þráhyggja-áráttuhegðun • Félagsfælni • Geðhvarfasjúkdómur sér í lagi hjá þeim sem illa eru undir slíkt búnir. b. Einstök slys, hvort heldur er í umferðinni á vegum, lofti eða legi, auk heldur bruni í íbúðarhúsum og verksmiðjum, reyna meir á mannlega þætti í viðbrögðum, hugleiðingar um óvarkárni, mistök og mannlegan ófullkomleika. Ymislegt bendir einnig til að slíkir atburðir skilji eftir sig slóð fleiri einstaklinga sem bugast og ná ekki upp fyrri færni og sjálfsmati. c. Mannleg átök, stríðsrekstur, fangabúðir og hvers konar ofbeldi virðast enn skaðlegri og líklegri til að brjóta einstaklinga niður í varanlega vansæld, óvirkni og bjargarleysi. í öllu ofbeldi virðist skaðinn líklegur til að verða mestur, þegar sá er brýtur rétt á fórnarlambinu stendur því nærri til dæmis náinn vinur eða einhver úr sömu fjölskyldu. Almennt mat á hver styrkur ógnarinnar þyrfti að vera til að réttlæta greininguna áfallastreitu hefur ekki staðist vel. Styrkur og áhrif áfalls eru ávallt háð samhengi innri og ytri þátta, sem hefur afgerandi þýðingu fyrir það hvernig einstaklingurinn túlkar reynslu sína. Hversu alvarlegar afleiðingarnar verða er ekki heldur einungis háð því hve skelfileg reynsla atburðurinn er fyrir einstaklinginn. Þar skiptir einnig máli tilhneiging, auðsæranleiki, félagslegur stuðning- ur og aðlögunarhæfni (18). Ýmis bitur reynsla mannlífsins, svo sem skilnaður, atvinnumissir, fall á prófi eða dauði vinar, getur Læknablaðið 2001/87 287
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.