Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2001, Qupperneq 17

Læknablaðið - 15.04.2001, Qupperneq 17
FRÆÐIGREINAR / AFALLASTREITA dómum almennt er ekki ljóst (25). Þótt áfallastreita og sér í lagi langvinn áfallastreita þróist hjá minni- hluta þeirra sem reyna hörmulega atburði er fjöldi þjáðra mikill. Geðræn röskun eftir áföll rýrir lífsgæði og getur leitt til alvarlegrar og langvinnrar skerðingar á almennri virkni, vinnugetu og færni í mannlegum samskiptum. í mörgum tilvikum ná einstaklingar góð- um tímabilum en ýmsar vísbendingar eru um að menn geti orðið fyrir varanlegum andlegum og líf- fræðilegum skaða sem minnki mótstöðu þeirra gegn ýmsum öðrum geðkvillum. Sér í lagi virðist hætta á endurteknum skeiðum ofurkvíðaröskunar, þunglynd- is og fælniraskana (26). Sjúklingum með viðvarandi áfallastreitu vegnar misvel og ræður þar mestu aðlögunarhæfni þeirra og þol gagnvart veikindunum. Ekki er sjálfgefið að allir endurheimti félagslega færni og aðra virkni þótt verulega dragi úr helstu einkennum og vanlíðan (21). Á hinn bóginn geta aðrir haft þann styrk að viðhalda vinnufærni og félagslegri virkni, þrátt fyrir þjáningar. Meðferð Fyrsta hjálp: Hjálparstarf og aðhlynning í kjölfar ógnvænlegra atburða miðast almennt við að ná stjórn á óreiðunni, koma fólki í öryggi og sporna gegn meiri vá. Þá er fólki mikils virði að eiga þess kost að blanda geði við aðra, sem eru í svipuðum sporum og ná auk þess sambandi við vini og ættingja. Mikilsvert er að umgangast fólkið, sem í hlut á, með rósemi og æðru- leysi og forðast allt tilfinningalegt rót og yfirheyrslur (27). Þegar um hópslys er að ræða skiptir örugg og markviss stjórn forsvarsmanna á staðnum miklu máli til að veita íbúum þá öryggistilfinningu og framsýni sem nauðsynleg er. Allir, sem vettlingi geta valdið, þurfa að fá hlutverk, sem stuðlar að eigin velferð og öryggi, auk þess að hefja endurreisn samfélagsins og styðja meðbræður og -systur. Þennan lærdóm má ekki síst draga af reynslu þeirra sem við hrikalegar aðstæður fangabúða gátu fundið sér hlutverk til að létta byrðar samfanga sinna. Sérfræðingar geta helst orðið að liði með því að styðja forráðamenn samfélagsins í skipulagningu, stjómun og hvatningu til endurreisnar. Áætlanir verða að vera raunhæfar, trúverðugar og öruggar til að heildin fái tækifæri til að grafa hið liðna og hefja nýtt líf þrátt fyrir sorg og þjáningar. Þá getur skipt máli að ljúka rannsókn máls á fullnægjandi hátt til að forðast sársaukafulla eftirmála, vangaveltur og bakþanka löngu síðar. Athugun og meðferðarúrrœði heilbrigð'isstarfs- manna: Ógætileg nálgun heilbrigðisstarfsfólks, strax í kjölfar áfalls, einkum sú leið er nefnd hefur verið tilfinningaleg viðrun (debriefing), getur hugsanlega valdið fórnarlambi áfalla þjáningu. Ymsir þeir varnarhættir sem fólk grípur til geta verið nauðsyn- legir og óvarlegt að trufla þá með offorsi. Athugun ætti að beinast að virkni, líðan og sjálfsmati fórnar- lambanna og hvort einstaklingarnir eru færir um að endurskipuleggja sitt daglega líf og framtíð. Á liðnum árum hefur verið lögð nokkur áhersla á að bjóða einstaklingum, sem verða fyrir alvarlegu álagi, svokallaða áfallahjálp strax í kjölfar atburð- anna. Þessi meðferð hefur byggst á þeirri trú að ein- staklingum létti við að fá útrás fyrir geðshræringu sína og færa í orð tilfinningalega upplifun atburða. Ýmsir hafa á síðustu árum reynt að meta gildi þessa. Viðrun tilfmninga innan 24-48 klukkustunda frá atburði: • rifja upp og endurmeta ógnvænlega reynslu, • hvetja fólk til að tjá og túlka tilfinningar sínar, • hvetja fólk til að vinna með reynslu sína af skynsemi, • gefa ráð og upplýsingar um venjuleg tilfinningaleg viðbrögð, gildi þess að tala um reynslu sína og • hverfa aftur í skrefum til venjulegra lífshátta. Áður en ákveðið verður að nota aðferðina almennt í stórum stíl þarf að bíða ítarlegri rannsókna, sem gefa okkur svör um hvemig, hvar og hvenær eigi að vinna á þennan hátt. Þá hafa komið fram vís- bendingar um að viðrun tilfinninga geti verið skaðleg, ef hún fer ekki fram af kunnáttusemi og með mikilli gát (28-30). Lyf geta komið að gagni til að draga úr einkennum. Þau geta dregið úr kvíðaeinkennum, auk þess geta þau dugað vel við hvers konar fylgi- geðkvillum. Huga þarf sérstaklega að fólki sem hættir til misnotkunar lyfja og vímuefna. Helstu lyf sem reynd hafa verið eru SSRI lyf, þríhringlaga geðdeyfðarlyf, jafnlyndislyf og kvíðastillandi lyf. Þegar takast þarf á við síðkomna áfallastreitu er lyfjum almennt beitt samhliða annarri meðferð svo sem kvíðastjórn og hugrænni atferlismeðferð. Svo virðist sem hugræn atferlismeðferð eða áþekkar aðferðir eigi rétt á sér fram yfir aðrar aðferðir til að minnka líkur á langvinnri áfallastreitu. Slík aðferð kann ennfremur að minnka verulega hættu á þunglyndi síðar því svo virðist sem þunglyndi fylgi gjarnan í kjölfar yfirþyrmandi áfallastreitu- heilkenna (31). Markmið meðferðarinnar er að létta vanlíðan og losna úr viðjum fortíðar og einnig að bæta almennt sjálfstraust, virkni og ná stjórn á mannlegum samskiptum. Reynt er að fá fólk til að takast á við lífið og þjálfa sig í félagslegri færni (32). Hugrœn atferlismeðferð er kjarni þeirrar með- ferðartækni, sem mælt er með og sýnist geta skilað árangri. Markmið meðferðarinnar eru eftirfarandi: • að fræðast, • takast á við áreiti, • ná stjórn á viðbrögðum sínum undir hæfilegu álagi og • endurmeta tengsl milli sársaukafullrar reynslu og áreita nútímans (33). Lögð er áhersla á að upplýsa fólk um eðli áfalla- streitu og skýra hvernig ýmiss konar viðbrögð og vanlíðan megi rekja til lífsreynslu fortíðarinnar. Bent Læknablaðið 2001/87 289
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.