Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2001, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.04.2001, Qupperneq 22
FRÆÐIGREINAR / MÆNUMYNDATAKA töku af lendhrygg, sem framkvæmd var á myndgrein- ingardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, er innan viðun- andi marka. Inngangur Árið 1919 var mænumyndataka kynnt í fyrsta sinn. í áranna rás hafa margar gerðir skuggaefna verið notaðar. Fyrstu skuggaefnin höfðu háa tíðni hjáverk- ana og sumar alvarlegar (1,2). Eftirlit á sjúkrastofnun hefur því lengst af verið talið nauðsynlegt að rannsókn lokinni (3,4). Með nýjum tegundum vatns- leysanlegra skuggaefna hefur tíðni hjáverkana minnkað (5-8) og á seinni árum hafa birsl niðurstöður rannsókna þar sem færð eru rök fyrir því að óhætt sé að gera þessar rannsóknir án innlagnar (9-12). Með síðari ára framförum í myndgreiningu, einkum með tilkomu tölvusneiðmynda og síðar segulómunar, hefur þörfin á mænumyndatöku minnkað. Árið 1997 voru framkvæmdar 262 slíkar rannsóknir á myndgreiningardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur (SHR) en 241 árið 1999. Þessi inngrip eru nánast undantekningarlaust gerð sem hluti rannsóknar á lendhrygg sem felst í mænumyndatöku og síðan tölvusneiðmynd en svo er einnig víða annars staðar (13,14). Þeirri reglu var lengst af fylgt á Borgarspítalanum og síðar Sjúkrahúsi Reykjavíkur að sjúklingar voru lagðir inn til eftirlits í sólarhring að lokinni mænu- myndtöku. Þessu hefur verið breytt og eru rann- sóknirnar nú nær undantekningarlaust gerðar án innlagnar. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni hjáverkana og óþæginda eftir mænumyndatökur af lendhrygg, framkvæmdar á myndgreiningardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, meðal sjúklinga án inn- Iagnar. Efniviður og aðferðir Sjúklingar, sem vísað var til myndgreiningardeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur á fimm mánaða tímabili frá 1. janúar til 31. maí 1995 til mænumyndatöku af lendhrygg, voru beðnir um að taka þátt í þessari rannsókn. Sjúklingar, sem af einhverjum ástæðum þurfti að leggja inn eða lágu inni á sjúkrastofnun þegar rannsóknin var gerð, voru útilokaðir frá þátttöku. Rannsóknin var gerð með vitund og munnlegu samþykki þátttakenda. Allar rannsóknirnar voru framkvæmdar á sama hátt. Ekki var krafist neins sérstaks undirbúnings. í byrjun var framkvæmd og eðli rannsóknarinnar útskýrð fyrir sjúklingi. Ástunga á mænugöngum var gerð við dauðhreinsaðar aðstæður og oftast á liðþófabilinu L3/L4 en á öðrum liðbilum eftir atvikum. Möguleiki var á skyggningu og var hún notuð ef þess var þörf. Sama tegund og stærð mænunálar var ávallt notuð (0,7 mm, 22 G, Quincke). Stunga var framkvæmd með sjúkling liggjandi á hlið með hné dregin að bringu eða á grúfu með kodda undir maga. 1 einstaka tilfellum var gefin staðdeyfing í húð með Xylocain % 20 mg/ml. Ávallt voru notaðir 15 ml af Omnipaque®,180 mgl/ml. Þannig fengu allir sjúklingar sama magn joðs í mænugöng. Höfuðgafl var reistur í 15-20° við inndælingu skuggaefnisins. Auk venjulegarar mænumyndatöku var keila (conus) skoðuð með því færa skuggaefni á það svæði. Þetta var gert með því að lækka höfuðgafl. Strax eftir mænumyndatöku var gerð tölvusneiðmynd af lend- hrygg. Sjúklingum var vísað á biðstofu og leyft að hreyfa sig að vild að rannsókn lokinni. Sjúklingar voru undir eftirliti á deildinni í þijár klukkustundir frá mænugangaástungunni. Að þeim tíma liðnum var heimferð leyfð. Engin sérstök fyrirmæli voru gefin um mataræði eða vökvainntöku. Munnleg fyrirmæli voru gefin um hvfld það sem eftir var dags, jafnframt var sjúklingum ráðlagt var að hafa hátt undir höfði þegar lagst var út af. Þeir sjúklingar, sem tóku þátt í þessari rannsókn, fengu þrjá númeraða spurningalista án allra persónuupplýsinga merkta I, II og III. Spurningalista I svaraði sjúklingur fyrir rannsókn og spurningalista II strax að rannsókn lokinni. Spurningalista III svaraði sjúklingur tveimur sólarhringum síðar og póstsendi til myndgreiningardeildarinnar. I spurn- ingalista I var ástand sjúklings fyrir rannsóknina kannað. Spurt var um höfuðverk, verk í baki, læri/lærum, kálfa/kálfum og var gefinn kostur á já eða nei svari. Þessum einkennum var fylgt eftir með sams konar spurningum í spurningalistum II og III. Ef verkur var fyrir hendi var kannað hvort líðan væri óbreytt eða verri en fyrir rannsóknina. í spurninga- listum II og III var bætt við spurningum um ógleði og verk á stungustað. Ef svarað var játandi í spum- ingalista III var kannað hvort ástand hefði verið viðvarandi frá rannsókn. Gefinn var kostur á að merkja við já eða nei í hverju tilviki fyrir sig. Beðið var um mat á heildaróþægindum vegna rannsóknar- innar með tvennum hætti í spurningalista II. Annars vegar með því að merkja við eitthvað af eftirfarandi: engin óþægindi, lítil óþægindi, mikil óþægindi og hins vegar með því að gefa einkunn á 10 sm langan, línulegan kvarða (Visual Analog Scale, VAS). Sjúklingarnir settu strik á kvarðann og var einkunn mæld með reglustiku frá núllpunkti að striki. Merki við núllpunktinn samsvaraði engum óþægindum en óbærilegum við töluna 10. í spurningalista III var einnig kannað hvort sjúklingar hefðu fengið fyrirmæli um eftirmeðferð og hvort farið hefði verið eftir þeim fyrirmælum. Allar rannsóknirnar voru framkvæmdar af sér- fræðingum í geislagreiningu. 294 Læknablaðið 2001/87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.