Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2001, Page 23

Læknablaðið - 15.04.2001, Page 23
FRÆÐIGREINAR / MÆNUMYNDATAKA Niðurstöður í rannsóknarhópnum var 101 sjúklingur. Einn neitaði þátttöku og eina rannsókn tókst ekki að framkvæma. Rannsóknin tók því til 99 sjúklinga, 56 karla og 43 kvenna. Meðalaldur var 46,8 ár (21-82). Alls svöruðu 97% spurningalista I, 96% spurn- ingalista II og 89% spurningalista III. Vafasvör voru ekki talin með. Af 86 sjúklingum sem svöruðu sögðust 82 (95%) hafa fengið fyrirmæli um eftirmeðferð. Fjórir sjúklingar töldu sig engin fyrirmæli hafa fengið og einn kvaðst ekki hafa farið að fyrirmælum. I lok rannsóknarinnar höfðu í heild 44% sjúklinganna kvartað um höfuðverk, 23% um ógleði og 44% um verk á stungustað (tafla I). Enginn hafði þessar kvartanir fyrir rannsóknina (tafla I). Hjá nokkrum byrjuðu einkennin strax að rannsókn lokinni (tafla I). Að tveimur sólarhringum liðnum höfðu 33% höfuðverk, 10% ógleði og 36% verk á stungustað (tafla I). Viðvarandi höfuðverkur var fyrir hendi hjá 19% sjúklinganna og ógleði hjá 1%. Stöðugur verkur á stungustað var fyrir hendi hjá 26% sjúklinganna (tafla I). Fyrir rannsóknina voru 93% sjúklinganna með bakverk, 86% með verk í læri/lærum og 77% með verk í kálfa/kálfum. Strax eftir rannsóknina voru 54%, 71% og 66% með verk í baki, læri/lærum eða kálfa/kálfum (tafla IIA). Að tveimur sólarhringum liðnum höfðu 75% bakverk. Hjá 58% hafði verkurinn verið viðvarandi (tafla IIA). Strax að lokinni rannsókn var verkur óbreyttur í baki hjá 32% en hafði versnað hjá 22% sjúklinganna. Hjá 46% sjúklinganna var verkur í læri/lærum óbreyttur en verri hjá 24%. Verkur í kálfa/kálfum var óbreyttur hjá 45% sjúklinga en verri hjá 21% (tafla IIB). Við mat, gert strax að rannsókn lokinni, töldu 83% sjúklinganna rannsóknina annað hvort vera án óþæginda eða óþægindalitla (tafla III), en 17% sjúklinganna töldu sig verða fyrir miklum óþægindum (tafla III). Mat sjúklinganna á óþægindum, gefið með merkingum á línulegan kvarða, voru á bilinu 0,1 til 7,9, en meðaltal var 2,2 og miðgildi 1,3. Umræða Þrátt fyrir stöðuga þróun í gerð skuggaefna þá er heildartíðni hjáverkana enn há við mænumyndatöku (8). Hins vegar eru þær hjáverkanir sem rekja má beint til þeirra skuggaefna sem notuð eru í dag yfirleitt ekki alvarlegar þó slíkt sé vissulega til (8). Fleiri þættir en skuggaefni hafa áhrif. Þekkt er að hvers konar mænugangaástunga, til dæmis til sýna- töku eða deyfingar, getur valdið margvíslegum hjá- verkunum (15,16). í rannsókn á inniliggjandi sjúklingum frá 1981 er greint frá því að allt að 64% sjúklinga hafi fengið höfuðverk og 33% ógleði eftir mænumyndatöku (17). í annarri svipaðri rannsókn er greint frá 75% tíðni höfuðverkja (4). Þetta er nokkuð Tafla 1. Hlutfall þeirra sjúklinga sem mænumyndatöku af lendhrygg. höfðu kvartanir, fyrir og/eða eftir Heildarfjöldi Strax að Aó liönum Vióvarandi Fyrir sjúklinga sem lokinni tveimur í tvo rannsókn höföu kvartanir rannsókn sólarhringum sólarhringa Höfuöverkur 0 44% 21% 33% 19% Ógleöi 0 23% 9% 10% 1% Verkur á stungustað 0 44% 23% 36% 26% Tafla IIA. Hlutfall þeirra sjúklinga sem höfðu kvartanir, fyrir og/eða eftir mænumyndatöku af lendhrygg. Skyggðir reitir tákna að ekki var spurt um þau atriði. Fyrir Strax að Að liðnum tveimur Vióvarandi í tvo rannsókn lokinni rannsókn sólarhringum sólarhringa Bakverkur 93% 54% 75% 58% Verkur í læri/lærum 86% 71% Verkur I kálfa/kálfum 77% 66% Tafla IIB. Hlutfall þeirra sjúklinga sem höfðu kvartanir, strax að lokinni mænumyndatöku af lend- hrygg._________________________________________ Óbreytt líöan Verri líöan Bakverkur 32% 22% Verkur í læri/lærum 46% 24% Verkur í kálfa/kálfum 45% 21% Tafla III. Mat sjúklinga á heildaróþægindum eftir mænumyndatöku af lendhrygg. Óþægindalaus 16% Lítil óþægindi 67% Mikil óþægindi 17% hærri tíðni en fram kemur í okkar niðurstöðum. Það gæti skipt máli að eldri gerðir vatnsleysanlegra skuggaefna voru notaðar í þessum rannsóknum. í samanburðarrannsókn frá 1989 kom fram allt að 50% tíðni höfuðverkja og um 20% tíðni ógleði. Enginn munur var á sjúklingum innan spítala og utan í þessari rannsókn (12). í nýbirtri alþjóðlegri samanburðar- rannsókn er greint frá rúmlega 35% tíðni höfuðverkja (8). Rannsóknin var gerð bæði á sjúklingum innan spítala og utan. í yfirlitsgrein frá 1985 (18) á inni- liggjandi sjúklingum er greint frá 19% tíðni höfuð- verkjar. Þetta er lægri tíðni en fram kemur í niður- stöðum okkar. í þremur síðasttöldu rannsóknunum voru notuð sams konar skuggaefni og svipaðri tækni beitt eins og gert var á myndgreiningardeild Sjúkra- húss Reykjavíkur, hins vegar var nokkur breytileiki á eftirmeðferð. Ekki kom fram hvort keila var skoðuð sérstaklega en það var alla jafna gert á myndgrein- ingardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þetta táknar að lækka þarf höfuðgafl til að koma skuggaefni á réttan stað sem eykur nokkuð hættu á höfuðverk (17,19). Þess var heldur ekki getið hvort tölvusneiðmynd fylgdi á eftir en slík rannsókn var framkvæmd á öllum sjúklingunum sem þátt tóku í þessari rannsókn, og eykur það enn á þessa áhættu (9). Há tíðni höfuð- verkjar er því enn fylgifiskur þessarar rannsóknar- Læknablaðið 2001/87 295
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.