Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Síða 30

Læknablaðið - 15.04.2001, Síða 30
FRÆÐIGREINAR / SJÚKRATILFELLI/HEILABLÓÐFALL sjúkratilfelli I hafði einfalda stjömusýn sem hvarf á sólarhring. Skemmd var í hnakkablaði vinstra megin. Sjúklingur í sjúkratilfelli If hafði endurofsjón og endurofheyrn. Endurofsjónin kom í hægri hluta sjón- sviðs, þar sem sjón var skert af völdum heilablóðfalls. Ekki var um kunnuglega sýn að ræða, en svo virðist sem raunveruleikaskynjun hafi verið eitthvað skert. Sjúklingur í sjúkratilfelli III hafði bæði einfaldar litaofsjónir og mótaðar ofsjónir af fólki. Hjá sjúklingi í sjúkratilfelli II hurfu ofskynjanirnar alveg á milli en voru nær viðvarandi á legutímabilinu hjá sjúklingum í sjúkratilfellum I og III. Ekki er þekkt hvað liggur að baki ofskynjunum eins og hér er lýst, en vilað er að sjúklingar með skemmdir á takmörkuðu heilasvæði, sérstaklega í hnakkablaði þegar um ofsjónir er að ræða, hafa meiri líkur á að fá þær en sjúklingar með víðtækari heila- skemmdir. Einnig eru meiri líkur á ofsjónum séu skemmdir bundnar við sjálfan heilabörkinn fremur en skemmdir bæði í heilaberki og hvítfyllu (6). Ekki er heldur ljóst hvað veldur því að ofsjónirnar koma gjarnan í ailt sjónsviðið þótt skemmdin sé eingöngu í öðru heilahvelinu. Líklegt er að þessu valdi hröð boðleið á milli hvirfilblaða um aftasta hluta tengsla- brauta heilahvela (splenium corpus callosi) til sam- hæfingar á sjón. Sú tilgáta hefur komið fram að sjúklingar með endurofsjónir hafi oftar skemmd í hægra heilahveli en því vinstra, sem væri í samræmi við sérhæfingu heilahvela á sjónminni (6). Andstætt því höfðu sjúklingar í sjúkratilfellum II og III, sem höfðu endurofsjónir, heilaskemmdir í vinstra heila- hveli eða beggja vegna. Ekki eru ofsjónir alltaf tengdar skemmdum í aftari hluta heilahvela. Lepore og félagar rann- sökuðu 104 sjúklinga með ofsjónir og fundu að skemmdir hvar sem var í sjónbrautum, allt frá sjón- heilaberki til sjónhimnu, gátu orsakað ofsjónir (17). Svo virðist sem slíkar ofsjónir geti bæði verið ein- faldar og flóknar, sem bendir til þess að staðsetning skemmdarinnar ein ráði ekki gerð þeirra (6,7). Menn greinir á um það hvort sömu ástæður liggi að baki endurofsjónum sem koma strax í kjölfar heilablóð- falls eða síðar. Telja verður líklegt að sömu ástæður liggi að baki því einstaklingar sem fá endurofsjónir strax eftir áfall geta fengið sömu sýnir endurtekið löngu síðar. Tap á taugafrumuhömlun hefur þótt lík- leg skýring þessara sýna. Góðar horfur eru á að ofskynjanir í kjölfar heilablóðfalls hverfi hvort sem þær koma strax eftir áfallið eða þegar lengra líður frá. Meðferð virðist almennt ekki viðhöfð sé um að ræða einstaklinga án flogaveiki. Heilalínurit hefur verið eðlilegt í flestum tilvikum hafi það á annað borð verið tekið, nema þegar um flogatengd einkenni er að ræða og eru þá yfirleitt önnur klínísk greiningaratriði samfara. Ekki er að finna miklar upplýsingar um árangur með- ferðar. Flogalyfjameðferð með fenýtóíni, fenóbarbí- tali, karbamazepíni og oxkarbazepíni hefur stundum verið reynd án árangurs nema þegar ofskynjanirnar tengjast flogaveiki (7,8,18). Heilalínurit var einvörð- ungu tekið hjá sjúklingi í sjúkratilfelli II, sem hafði önnur einkenni samfara, svo sem óraunveruleika- kennd og hræðslu. Ritið sýndi ekki staðbundna flogavirkni sem útilokar þó ekki flogaköst, hafi ritið verið tekið á einkennalausu tímabili. Ofsjónir eru tiltölulega sjaldgæfar eftir heilablóð- fall og ofheyrnir enn sjaldgæfari. Nákvæmar tölur um tíðni þeirra eru ekki til, en ein rannsókn á tíðni ofsjóna eftir heilablóðfall á svæðum sjónbrauta hjá 32 sjúklingum sýndi að 41% fengu einhvers konar of- sjónir í blint sjónsvið, og sumir gátu bægt þeim frá tímabundið með því að þrýsta á sjálft augað (7). I rannsókn á heilablóðföllum á Landspítalanum á tíma- bilinu frá janúar 1997 til desember 1998 voru einungis þrír sjúklingar af rúmlega 370 (1%) sem lýstu slíkum ofskynjunum (óbirtar tölur úr heilablóðfallsskrán- ingu á Landspítala Hringbraut) en uppgjör á stað- setningu heilaskemmda hjá þessum hópi liggur ekki fyrir. Æskilegt er að læknar, sem annast sjúklinga með heilablóðfall, þekki þessi einkenni, geti útskýrt þau fyrir sjúklingum sínum og upplýst þá um horfur. Heimlldir 1. Chatterjee A, Southwood MH. Cortical blindness and visual imagery. Neurology 1995; 45: 2189-95. 2. Pessin MS, Lathi ES, Cohen MB, Kwan ES, Hedges TR III, Caplan LR. Clinical features and mechanism of occipital infarction. Ann Neurol 1986; 21: 290-9. 3. Brain WR. Some observations on visual hallucinations and cerebral metamorphopsia. Acta Psychiatr Neurol Scand 1947; 60/Suppl 46: 28-40. 4. Bonnet C. Essai analytique sur les facultes de l'ame. Chopenhagen: Philibert; 1776: 426-9. Reprinted: Hildesheim: Verlag GO; 1973: 552. 5. Meadows JC, Munro SSF Palinopsia. J Neurol Neurosurg Psychiatr 1977; 40: 5-8. 6. Vaphiades MS, Celesia GG, Brigell MG. Positive spontaneous visual phenomena limited to the hemianopic field in lesions of central visual pathways. Neurology 1996; 47: 408-16. 7. Pomeranz HD, Lessell S. Palinopsia and polyopia in the absence of drugs or cerebral disease. Neurology 2000; 54: 855- 9. 8. Lefebre Ch, Kölmel HW. Palinopsia as an Epileptic Phenomenon. Eur Neurol 1989; 29: 323-7. 9. Muller TH, Buttner Th, Kuhn W, Heinz A, Przuntek H. Palinopsia as sensory epileptic phenomenon. Acta Neurol Scand 1995;91:433-6. 10. Lazaro RP. Palinopsia: Rare but ominous symptom of cerebral dysfunction. Neurosurgery 1983; 13: 310-3. 11. Cleland PG, Saunders M, Rosser R. An unusual case of visual perseveration. J Neurol Neurosurg Psychiatr 1981; 44: 262-3. 12. Jacobs L, Feldman M, Diamond SP, Bender MB. Palinacousis: persistent or recurring auditory sensations. Cortex 1973; 9:275- 87. 13. Michel EM, Troost BT. Palinopsia: cerebral localization with computed tomography. Neurology 1980; 30: 887-9. 14. Young WB, Heros EO, Ehrenberg BL, Hedges TR III. Metamorphopsia and Palinopsia. Arch Neurol 1989; 46: 820-2. 15. Jacobs L. Visual allesthesia. Neurology 1980; 30:1059-63. 16. Cummings JL, Syndulko K, Goldberg Z, Treiman DM. Palinopsia reconsidered. Neurology 1982; 32:444-7. 17. Lepore FE. Spontaneous visual phenomena with visual loss: 104 patients with lesions of retinal and neural afferent pathways. Neurology 1990; 40: 444-7. 18. Kupersmith MJ, Berenstein A, Nelson PK, ApSimon HT, Setton A. Visual symptoms with dural arteriovenous malformations draining into occipital veins. Neurology 1999; 52:156-62. 302 Læknablaðið 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.