Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Síða 37

Læknablaðið - 15.04.2001, Síða 37
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA létust eftir aðgerð (hópur B). Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni skurðdauða á rannsóknartímabilinu, dánarorsakir og ástand sjúklinga fyrir aðgerð. Borin voru saman tímabil I: 1971- 1985 og tímabil II: 1986-1999. Niðurstöður: Frá 1971 til 1999 greindust 843 sjúklingar með nýrna- frumukrabbamein og gengust 544 (65%) þeirra undir nýra- brottnámsaðgerð, þar af 80% með lækningu í huga (Robsons stig I- III). Aðgerðimar voru framkvæmdar af 32 skurðlæknum á átta sjúkrastofnunum og framkvæmdu níu læknar yfir 20 aðgerðir og 15 læknar fimm aðgerðir eða færri. Skurðdauði reyndist 2,9% á öllu tímabilinu (n=16) og dreifðist jafnt á milli spítala, 2,3% á tímabili I (n=5) af 214 aðgerðum og 3,3% á tímabili II (n=ll) af 330 aðgerðum, sem er ekki marktæk aukning (p=0,5). Sjúklingarnir létust 2-24 dögum frá aðgerð (miðgildi 10 dagar), þar af sex í fyrstu vikunni. Enginn lést í aðgerð. Meðalaldur í hópi A var 72,6 ár og 63,9 ár í hópi B (p<0,05). Ekki reyndist marktækur munur á stigun sjúkdóms hjá hópum A og B (p>0,05) en sjö sjúklingar í hópi A reyndust á stigi I (44%) og voru fimm þeirra greindir fyrir tilviljun. Atta sjúklingar í hópi A voru með áhættumat (ASA) 3 eða hærra fyrir aðgerð en áhættumat fyrir hóp B liggur ekki fyrir. Ekki var marktækur munur á stærð æxla í hópum A og B. Algengustu dánarorsakir í hópi A voru blæðing/lost fimm, og fóru fjórir í enduraðgerð vegna blæðinga, hjartsláttartruflanir þrír, sýkingar/- sýkingalost þrír, lungnarek tveir, nýrnabilun tveir og fjölkerfabilun einn. Alyktanir: Skurðdauði eftir nýrabrottnám hér á landi er vel sam- bærilegur við erlendar rannsóknir og ekki hefur orðið marktæk breyting á tíðni skurðdauða síðustu þrjá áratugina. Algengustu dánarorsakir eftir nýrabrottnám eru tengdar blæðingum, hjart- sláttaróreglu og sýkingum. Sjúklingar sem deyja eftir aðgerð eru eldri en hafa ekki útbreiddari sjúkdóm né stærri æxli en þeir sem lifa af aðgerðina. SK 04 Tilviljanagreind nýrnafrumukrabbamein og áhrif þeirra á lífshorfur Tómas Guðbjartsson1-2, Ásgeir Thoroddsen2, Kjartan Magnússon3, Þorsteinn Gíslason2, Sverrir Harðarson4, Vigdís Pétursdóttir1, Þóra Jónasdóttir5, Laufey Ámundadóttir5, Kári Stefánsson5, Guðmundur Vikar Einarsson26 'Hjarta- og lungnaskurðdeild Háskólasjúkrahússins í Lundi, 2þvagfæraskurðdeild Landpítala Hringbarut, ’krabbameinslækningadeild Landspítala Hringbraut, "Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, ’fslensk erfðagreining, ‘læknadeild HÍ Inngangur: Nýrnafrumukrabbamein er óvenju algengt á íslandi en ástæður þessa eru ekki þekktar. Erlendis er vaxandi nýgengi að verulegu leyti rakið til fleiri tilviljanagreindra æxla (incidentalom). I þessari rannsókn voru kannaðar breytingar á nýgengi og lífshorfum frá 1955-1999 en einnig litið nánar á sjúklinga greinda 1971-1999 með sérstöku tilliti til tilviljanagreiningar og áhrifa hennar á lífshorfur. Efniviður og aðferðin Rannsóknin nær til allra sem greindust með nýrnakrabbamein (adenocarcinoma renis) á íslandi 1955-1999, alls 1108 einstaklinga (665 karlar og 443 konur). Af þeim greindust 194 (18%) við krufningu og 72 (6%) voru greindir klínískt án vefjagreiningar. Tveir síðustu hóparnir voru aðeins teknir með í útreikninga á nýgengi og meðalaldri sem var 65 ár (bil 17-96 ár). Niðurstöður: Aldursstaðlað nýgengi fyrir karla jókst úr 7,3 á 100.000 á ári 1955-1960 í 16 á 100.000 á ári 1991-1995 (p=0,028). Hjá konum sást ekki marktæk aukning í nýgengi á sömu tímabilum, eða 6,6 og 8,6 á 100.000 á ári. Frá 1971 til 1999 greindust 503 af 671 sjúklingi með einkenni og voru kviðverkir (54%) og blóðmiga (44%) algengustu einkennin. Rúmur helmingur sjúklinga greindist innan 12 vikna frá upphafi einkenna. Eitt hundrað sextíu og átta sjúklingar greindust fyrir tilviljun (25%), 44 eftir nýrnamyndatöku, 35 eftir ómskoðun, 24 við sneiðmyndatöku og 23 við uppvinnslu smásjárrar blóðmigu. Tilviljanagreindum æxlum fjölgaði úr 12% tilfella 1971-1980 í 32% tilfeUa 1996-1999 (p<0,05). Tilviljana- greindu æxlin reyndust minni (5,4 cm.) en æxli sjúklinga með einkenni (8,1 cm.) (p<0,05). Blóðrauði við greiningu var 129 g/L og sökk 40 mm/klukkustund (bil 0-168 mm/klukkustund). Flestir greindust á stigi I, eða 36%, en 33% á stigi IV. Fleiri tilviljanagreind æxli greindust á stigi I (68% á móti 25%) og aðeins 8% á stigi IV (p<0,05). Fimm ára lífshorfur voru 44% fyrir allt tímabilið og jukust úr 16% 1955-1960 í 37% 1966-1970. Frá 1971 varð ekki marktæk breyting á lífshorfum (p=0,416). Við einþáttagreiningu bætti tilviljanagreining lífshorfur umtalsvert (p<0,001) en lágur blóðrauði (p<0,001), hátt sökk, stigun og tímalengd einkenna lengur en þrír mánuðir (p=0,002) drógu marktækt úr lífshorfum. Einu sjálfstæðu forspárþættir lífshorfa við fjölbreytugreiningu reyndust hár aldur (p=0,016), sökk (p=0,006) og stigun (p<0,001). Alyktanir: Nýgengi nýrnafrumukrabbameins er vaxandi hjá körlum á Islandi sem að hluta til skýrist af fleiri tilviljanagreindum æxlum. Sjúklingar með tilviljanagreind æxli eru með betri lífshorfur en þeir sem greinast með einkenni vegna lægri stigunar æxlanna. Aukning tilviljanagreindra æxla hefur ekki verið nægilega mikil hér á landi til að bæta heildarlífshorfur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein. Stöðnun lífshorfa í þessum sjúklingahópi er áhyggjuefni og mikil- vægt að finna leiðir til úrbóta. SK 05 Vaxandi nýgengi og stórbættar lífshorfur karla með krabbamein í eistum á íslandi 1955-1999 Tómas Guðbjartsson' 2, Kjartan Magnússon3, Jón Þ. Bergþórsson', Rósa B. Barkardóttir4, Bjarni A. Agnarsson5, Laufey Ámundadóttir6, Ásgeir Thoroddsen2, Kári Stefánsson6, Guðmundur Vikar Einarsson27 'Hjarta- og lungnaskurðdeild Háskólasjúkrahússins í Lundi, 'þvagfæraskurðdeild Landspítala Hringbraut, "krabbameinslækningadeild Landspítala Hringbraut, ‘rannsóknastoía H.I. í frumulíffræði, !Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, ‘Islensk erfðagreining, ’læknadeild Háskóla íslands Inngangur: Eistnakrabbamein er algengasta krabbameinið sem greinist í karlmönnum á milli 20 og 40 ára aldurs. Á sjöunda áratugnum komu á markað frumudrepandi lyf, með cisplatín í broddi fylkingar, sem bættu horfur sjúklinga með krabbamein í eistum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna breytingar á nýgengi og hegðun sjúkdómsins hér á landi með sérstaka áherslu á lífshorfur sjúklinga eftir meðferð. Efniviður og aðferðir: Allir íslenskir karlar sem greindust með eistnakrabbamein á 45 ára tímabili, 1955-1999, voru teknir með í rannsóknina og var stuðst við sjúkraskrár, vefjasvör og gögn úr krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands. Aldursstaðlað ný- gengi var reiknað fyrir allt tímabilið en hegðun sjúkdómsins á tímabilinu 1970-1999 (n=172) könnuð nánar. Lífshorfur voru reiknaðar með Kaplan-Meier aðferð. Læknabladið 2001/87 309 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.