Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2001, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.04.2001, Qupperneq 40
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA fer öldruðum fjölgandi. Meðalaldur sjúklinga og lifun eftir aðgerð eru mjög svipuð og í erlendum rannsóknum. Pó er lifun ívið betri. Fjöldi enduraðgerða kemur ekki á óvart en velta má því fyrir sér hvort ekki sé rétt að setja gervilið eða hálfgervilið í fólk eldra en 80 ára með lærleggshálsbrot sem er mikið úr lagi fært. SK 11 Þörf fyrir gerviliðaaðgerðir næstu 30 árin á íslandi Þorvaldur Ingvarsson Bæklunardeild Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri Tilgangur: Að meta þörf fyrir gerviliðaaðgerðir í mjöðm og hné á íslandi næstu 30 árin. Efniviður og aðferðir: Fengnar voru tölur um fjölda aðgerða úr gerviliðaskrá fyrir árin 1982-2000. Niðurstöðurnar voru aldurs- staðlaðar. Upplýsingar um fólksfjölda og spá um mannfjöldaþróun fyrir næstu 30 ár voru fengnar frá Flagstofu Islands og aldurs- stöðluðu tölurnar notaðar til að spá fyrir um fjölda aðgerða sem þarf að framkvæma næstu 30 árin. Niðurstöður: Frá árinu 1982 hefur gerviliðaaðgerðum á mjöðm fjölgað jafnt og þétt úr 100 aðgerðum 1982 í um 300 aðgerðir árið 2000. Sama fjölgun hefur orðið á aðgerðum á hnjám og árið 2000 voru framkvæmdar um 200 gerviliðaaðgerðir, þannig voru gerðar samtals 500 gerviliðaaðgerðir árið 2000. Á síðasta áratug kemur í ljós að framkvæmdar eru sífellt fleiri aðgerðir á fólki yfir 80 ára. Gildir það sama um hné og mjaðmir. Enduraðgerðir eru um 40-50 á ári á síðasta áratug. Þegar tekið er tillit til mannfjöldaþróunar næstu 30 árin er talið að aðgerðum þurfi að fjölga um 30% á næstu 15 árum og 60% á næstu 30 árum. Þetta jafngildir því að fjölga þurfi aðgerðum um 10 árlega. Umræða, ályktanir: Á næstu árum þarf að reikna með auknu fé í gerviliðaaðgerðir ef biðlistar eiga ekki að aukast enn, en um áramótin 2000-2001 voru 500 sjúklingar á biðlista eftir gerviliða- aðgerðum. Ef tekið er tillit til þeirra 500 sjúklinga sem voru um síðustu áramót á biðlista eftir gerviliðaaðgerð þá þarf að stórauka fé til þessa málaflokks strax. Ef miðað er við að sjúklingar þurfi einungis að bíða aðgerðar í sex mánuði er þörfin strax komin í 750 aðgerðir á árinu 2001 sem er sami fjöldi og spáð er að þurfi að framkvæma árið 2015. Ef fólk með slitgigt á að fá eðlilega þjónustu í heilbrigðiskerfinu þá þarf að stórauka fé til gerviliðaaðgerða. Líklega um 60-70 milljónir á ári. SK 12 Árangur skálarauka við Howse gervimjöðm Elsa B. Valsdóttir, Ríkarður Sigfússon, Svavar Haraldsson, Halldór Jónsson jr. Bæklunarskurðdeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Við endurtekin liðhlaup gervimjaðma getur þurft að grípa til enduraðgerðar þar sem settur er inn svokallaður skálarauki, en þá er tekinn randhluti úr nýrri plastskál sem er skrúfaður á afturbrún gömlu skálarinnar. Tilgangur: Að kanna árangur enduraðgerða þar sem settur er skálarauki við Howse gervimjaðmir vegna liðhlaupa. Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn rannsókn og upp- lýsingar fengnar úr sjúkraskrám þeirra sjúklinga sem fengu Howse gervilið á tímabilinu 1984-1999, hrukku úr liði og fóru á sama tímabili í enduraðgerð og fengu skálarauka. Árangur var metinn eftir því hvort ítrekuð liðhlaup urðu eftir skálaraukaísetningu. Niðurstöður: Af 39 sjúklingum sem hrukku úr liði var 31 sem hrökk úr liði oftar en einu sinni (80%). Af 31 sem hrökk oftar en einu sinni úr liði fengu 23 skálarauka (75%). Einungis þrír af þessum 23 hrukku úr liði eftir skálarauka (13%), þar af hrökk einn alls átta sinnum úr liði og annar fimm sinnum. Ályktanir: Við teljum að skálaraukaaðgerð sé heppileg aðgerð þegar um er að ræða endurtekin liðhlaup. Ástæða margra liðhlaupa fyrir aðgerð er sú að almennt hefur verið beðið eftir þremur liðhlaupum áður en gripið er til skálarauka. f ljósi niðurstaðna okkar og þess að aðgerðin er tiltölulega einföld og hefur ekki haft sýkingar í för með sér, teljum við að framvegis þurfi ekki að bíða svo lengi. SK 13 Orsök liðhlaups í Howse gervimjöðm Elsa B. Valsdóttir, Ríkarður Sigfússon, Svavar Haraldsson, Halldór Jónsson jr. Bæklunarskurðdeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Algengasti fylgikvilli þess að hafa gervilið í mjöðm er liðhlaup. Þó tiltölulega auðvelt sé að kippa gerviliði í lið veldur þetta þeim sem í því lenda umtalsverðum óþægindum, kvíða og óöryggi. Fyrir um 17 árum var byrjað að nota Howse gervilið í mjaðniir á bæklunarskurðdeild Landspítalans. Tilgangur: Að kanna hvort hægt væri að finna áhættuþætti þess að hrökkva úr liði í þeim tilgangi að draga úr tíðni liðhlaupa. Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn rannsókn og upplýsingar fengnar úr sjúkraskrám þeirra sjúklinga sem fengu Howse gervilið á tímabilinu 1984-1999 og hrukku úr liði. Meðal annars voru metnir þættir eins og aldur og kyn sjúklings, lyfjanotkun fyrir og eftir aðgerð, halli á skálarhluta gerviliðarins og við hvaða aðstæður liðhlaupið varð. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu voru settar inn 1108 Howse gervimjaðmir. Þrjátíu og níu sjúklingar fundust með alls 100 liðhlaup, 28 konur og 11 karlar. Tuttugu og tveir sjúklingar (56%) höfðu aðrar ábendingar fyrir aðgerð en slitgigt, svo sem brot, aðra gigtsjúkdóma eða endurísetningu á gervimjöðm. Tuttugu sjúklingar (51%) hrukku úr liði á fyrstu 30 dögunum eftir aðgerð. Tuttugu og níu sjúklingar (75%) voru skýrir þegar liðhlaupið varð, enginn var ruglaður eftir aðgerðina. Skýring á liðhlaupi fannst á legu gervimjaðmahlutanna samkvæmt röntgenmynd hjá 17 sjúklingum (44%), það er of mikill halli á bollanum. Aðrar orsakir voru til dæmis áverki eða áfengisneysla. Engin skýring eða áhættuþáttur fyrir liðhlaupi fannst hjá sjö sjúklingum (18%). Umræða: Miðað við aðrar rannsóknarniðurstöður er liðhlaupstíðni gervimjaðma almennt talinn 2-5%. Við teljum niðurstöður okkar benda til að orsökin hjá okkur sé frekar tengd ástandi viðkomandi sjúklings og ákveðnum sjúklingahóp og ekki gerviliðnum sjálfum. 312 Læknablaðið 2001/87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.