Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Síða 43

Læknablaðið - 15.04.2001, Síða 43
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA endurtekinna kviðslita fimm árum eftir aðgerð. Markmið þessa hluta rannsóknarverkefnisins sem hér er lýst er að meta skammtímaárangur. Efniviður og aðfcrðir: Rannsóknin er slembuð þar sem TAPP aðgerð (518 sjúklingar) var borin saman við opna Shouldice aðgerð (524 sjúklingar). í rannsóknina voru valdir 1042 karlmenn 30-70 ára sem gengust undir aðgerð vegna nárakviðslits í fyrsta skipti. Upplýsingar fyrir og eftir aðgerð voru skráðar. Verkir eftir aðgerð og verkjalyfjanotkun var metin fyrstu vikuna og verkir síðan metnir reglulega í 12 vikur með VAS-kvarða. Niðurstöður: Aðgerðartími var marktækt lengri við TAPP aðgerð en við Shouldice aðgerð (68 á móti 54 mínútum; p<0,001). Ekki var marktækur munur á tíðni fylgikvilla í sambandi við aðgerð (TAPP aðgerð: 17%; Shouldice aðgerð: 14%; p>0,l) og voru flestir fylgikvillar vægir. Hópurinn sem gekkst undir TAPP aðgerð var með mun minni verki eftir aðgerð en hópurinn sem gekkst undir Shouldice aðgerð. Miðgildi samanlagðra VAS-gilda einum, tveimur, þremur, fimm og sjö dögum eftir aðgerð voru 90 í hópnum sem gekkst undir TAPP aðgerð en 160 í hópnum sem gekkst undir Shouldice aðgerð (p<0,0001). Hópurinn sem fór í TAPP aðgerð notaði samanlagt þrjár verkjatöflur (paracetamól/dextró- própoxýfen) fyrsta, annan, þriðja, fimmta og sjöunda dag eftir aðgerð (miðgildi) en hópurinn sem fór í Shouldice aðgerð notaði samanlagt 12 verkjartöflur (p<0,0001). Veikindaleyfi * voru marktækt styttri hjá hópnum sem gekkst undir TAPP aðgerð (10 dagar á móti 14 dögum; p <0,001). Þremur mánuðum eftir aðgerð voru sjúklingar með meiri óþægindi eftir Shouldice aðgerð en eftir TAPP aðgerð. Ályktanir: Rannsókn þessi, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, sýnir að TAPP aðgerð við nárakviðsliti er örugg og hentug aðgerð. Tíðni fylgikvilla er ekki hærri en við Shouldice aðgerð. Sjúklingar eru með minni verki en við Shouldice aðgerð auk þess sem þeir eru styttri tíma frá vinnu. SK 20 Meðferð tvíhliða nárakviðslita med kviðsjáraðgerð Fritz Berndsen, Agneta Montgomery , Ulf Petersson Skurðdeild Háskólasjúkrahússins í Málmey Inngangur: Aðgerðir á nárakviðsliti eru meðal algengustu skurð- aðgerða. Á síðasta áratugi hefur meðferð nárakviðslita breyst verulega med tilkomu nýrrar aðgerðartækni og vegna aukins gæðaeftirlits í skurðlækningum. Um 15-20% sjúklinga með nárakviðslit hafa tvíhliða (bilateral) kviðslit. Áður voru þessir sjúklingar meðhöndlaðir með tveimur aðgerðum með nokkurra vikna millibili en með tilkomu kviðsjáraðgerða og opinna aðgerða með netinnlögn, eru báðir nárar í auknum mæli meðhöndlaðir í sömu aðgerð. Markmið rannsóknarinnar var að meta árangur kviðsjáraðgerða við meðferð á tvíhliða nárakviðsliti. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn var gerð á sjúkra- skrám allra sjúklinga. Aðgerðartækni, skurðtími, fylgikvillar og legutími voru athuguð. Spurningalisti var sendur til allra sjúklinga og þeir spurðir um óþægindi eftir aðgerð og einkenni um endur- tekið kviðslit. Níutíu og fimm prósent af sjúklingunum svaraði heimsendum spumingalista. Þeir sjúklingar sem lýstu óþægindum eða grun um endurtekið kviðslit gengust undir læknisskoðun. Niðurstöður: Frá 1993 til 1998 voru 168 sjúklingar meðhöndlaðir með kviðsjáraðgerð vegna 336 tvíhliða nárakviðslita en 25% voru endurtekin kviðslit. Meðalaldur sjúklinga var 65 ár (spönnun: 26- 86). Flestir sjúklingar lágu inni í sólahring eftir aðgerð en 45% sjúklinganna fóru heim aðgerðardag. TAPP aðgerð (Trans- Abdominal Preperitoneal Patch) var notuð hjá 83% sjúklinga en TEP aðgerð (Totally Extraperitoneal Patch) hjá 13%. Aðgerðar- tími (miðgildi) var 75 mínútur (spönnun: 32-165). Tíðni fylgikvilla var 13,8% og voru flestir vægir en skurðdauði var enginn. Tíðni endurtekinna kviðslita var 2,7%, þremur árum eftir aðgerð. Af þeim sem svöruðu spurningalista höfðu 15,5% einhver óþægindi eftir aðgerðina en þau voru í allflestum tilfellum væg. Ályktanir: Niðurstöður okkar sýna að kviðsjáraðgerð er örugg meðferð við tvíhliða nárakviðslitum og tíðni fylgikvilla og endurtekinna kviðslita er ekki hærri en lýst er við kviðsjáraðgerð á nárakviðsliti öðrum megin. SK 21 Brjóstakrabbameln á islandi 1989-1993, meðferð og horfur Andri Konráðsson1, Páll Helgi Möller', Höskuldur Kristvinsson1, Jón Gunnlaugur Jónasson2, Helgi Sigurðsson3 'Skurðdeild Landspítala Hringbraut, 2Rannsóknarstofa Háskólans í meinafræði, ’krabbameinslækningadeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna á íslandi. Handlæknisfræðileg meðferð sjúkdómsins hefur orðið inngripsminni á síðustu árum og æ meira gert af svokölluðum brjóstasparandi aðgerðum. Hefðbundið er þó enn að gera hol- handarskurð til stigunar og fleira hjá öllum konum með brjósta- krabbamein. Ný tækni sem fyrirhugað er að taka upp á Landspítala háskólasjúkrahúsi mun breyta þessu. Svokölluð „Sentinel node biopsy“ tækni gerir kleift að úrskurða hvort holhandarmeinvörp eru fyrir hendi, og þannig er hægt að komast hjá holhandarskurði hjá þeim stóra hópi kvenna sem ekki hefur holhandarmeinvörp. Slíkt er tvímælalaust ávinningur þar sem helstu fylgikvillar brjósta- aðgerða stafa af holhandarskurðinum. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta nýgengi brjóstakrabbameins á Islandi, meðferð og lifun. Einnig að kanna sérstaklega algengi hol- handarmeinvarpa hjá konum með æxli minni en 2 cm. enda mun þeim helst gagnast þessi tækni. Ennfremur að bera saman lifun við mis- munandi skurðaðgerðir og algengi staðbundinnar endurkomu æxlis. Efniviður og aðferðir: Ur krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands voru fengnar upplýsingar um allar konur sem greindust með brjóstakrabbamein á árunum 1989 til 1993. Vefjameinafræðileg svör þeirra sem fóru í skurðaðgerð voru yfirfarin, upptýsingar um geislameðferð á frumæxli eða staðbundið endurkomuæxli voru fengnar frá geislaeiningu krabbameinslækningadeildar Landspítala Hringbraut. Kannað var hvort vefjasýni frá staðbundinni endur- komu æxlis innan fimm ára höfðu verið send einhverri þriggja vefja- fræðirannsóknastofa sem starfandi voru á tímabilinu. Niðurstöður: Á tímabilinu greindist krabbamein í öðru brjósti 608 kvenna og báðum brjóstum níu kvenna. Aldur þeirra var frá 29 til 97 ára (meðaltal 59,9 ár) og heildar fimm ára lifun 60,9%. ítarlegri niðustöður verða kynntar á þinginu. Læknablaðið 2001/87 315 L.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.