Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2001, Page 49

Læknablaðið - 15.04.2001, Page 49
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA SV 01 Blóðhlutanotkun við gerviliðaaðgerðir á mjöðmum. Afturskyggn rannsókn á tímabilinu 1. júlí 1998 - 1. júlí 1999 á Landspítalanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur Katrín María Þormar, Guðrún Bragadóttir, María Sigurðardóttir, Hjörtur Sigurðsson, Jóhann Valtýsson, Sveinn Guðmundsson, Halldór Jónsson jr., Brynjólfur Mogensen Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna blóðhluta- notkun við gerviliðaaðgerðir á mjöðmum sem framkvæmdar voru á eins árs tímabili frá 1. júlí 1998 til 1. júlí 1999 á Landspítalanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Safnað var gögnum úr sjúkraskrám 129 sjúklinga með slitgigt í mjöðm, sem gengust undir gerviliðaaðgerð á umræddu tímabili. Niðurstöðun Eitt hundrað tuttugu og níu sjúklingar, 51 karl og 78 konur tóku þátt í rannsókninni. Meðalaldur var 70 ár. Fimmtíu og fimm prósent sjúklinga lentu í ASA-flokki II, 23% í ASA I, 21% í ASA III og 1% í ASA IV. Flestar aðgerðanna eða 9% voru fram- kvæmdar í mænudeyfingu, 5% í mænu- og utanbastsdeyfingu, 3% í svæfingu og 2% í mænudeyfingu og svæfingu. Blóðrauðagildi við innlögn var að meðaltali 137 g/1 og 109 g/1 við útskrift. Meðal- blæðing í aðgerð var 995 ml. Marktækur munur var á blæðingu eftir því hvaða gerviliðategund var notuð. Ekki var marktækur munur á blæðingu eftir því hvort sjúklingar tóku magnýl eða önnur NSAID- lyf fyrir aðgerð. Sjötíu og fjögur prósent sjúklinganna fengu blóðgjöf ýmist í aðgerð eða eftir aðgerð, á vöknun eða legudeild. Að meðaltali voru gefnar 2,0 einingar af rauðkornaþykkni. Eftir því sem heildarblæðing var meiri voru gefnar fleiri einingar af rauðkornaþykkni. Kyn og aldur höfðu engin marktæk áhrif á blóðgjöf. Meðallegutími sjúklinga var 6,9 dagar. Ekki var munur á legutíma sjúklinga eftir því hvort þeir fengu blóðgjöf eða ekki. Sjúklingar með hjarta- og æðasjúkdóma lágu að meðaltali einum degi lengur inni en hinir. Ályktanir: Sjötíu og fjögur prósent sjúklinga sem fóru í gerviliða- aðgerð á mjöðm á Landspítalanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur fengu blóðgjöf. Petta er talsvert hærra hlutfall en sambærilegar erlendar rannsóknir síðustu ára sýna. I dag er mikil áhersla lögð á að takmarka notkun blóðhluta við aðgerðir. ítarlegri rannsóknir eru nauðsynlegar til að ná því markmiði hjá þessum sjúklingahópi. SV 02 Blóðhlutanotkun við gerviliðaaðgerðir á hnjám. Afturskyggn rannsókn á tímabilinu 1. júlí 1998 -1. júlí 1999 á Landspítalanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur Guðrún Bragadóttir, Katrín María Þormar, María Sigurðardóttir, Hjörtur Sigurðsson, Jóhann Valtýsson, Sveinn Guðmundsson, Halldór Jónsson jr., Brynjólfur Mogensen Tilgangun Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna blóðhluta- notkun við gerviliðaaðgerðir á hnjám sem framkvæmdar voru á eins árs tímabili frá 1. júlí 1998 til 1. júh' 1999 á Landspítalanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Safnað var gögnum úr sjúkraskrám 116 sjúklinga með slitgigt í hnjám, sem gengust undir gerviliðaaðgerð á umræddu tímabili. Niðurstöður: Eitt hundrað og sextán sjúklingar, 33 karlar og 83 konur tóku þátt í rannsókninni. Meðalaldur var 70 ár. Sextíu og átta prósent sjúklinga lentu í ASA-flokki II, 21% í ASA III og 11% í ASA I. Flestar aðgerðanna eða 62% voru gerðar í mænu- og utanbastsdeyfingu, 28% einungis í mænudeyfingu, 7% einungis í utanbastsdeyfingu og 3% í svæfingu. Blóðrauðagildi við innlögn var að meðaltali 140 g/1 og 108 g/1 við útskrift. Meðalblæðing í aðgerð var 980 ml. Marktækur munur var á blæðingu eftir því hvaða gerviliðategund var notuð. Ekki var marktækur munur á blæðingu eftir því hvort sjúklingar tóku magnýl eða önnur NSAID-lyf fyrir aðgerð. Sextíu og sex prósent sjúklinganna fengu blóðgjöf ýmist á vöknun eða legudeild. Að meðaltali voru gefnar 1,6 einingar af rauðkornaþykkni. Ttlhneiging var til þess að gefa meira rauð- kornaþykkni eftir því sem blæðing var meiri. Kyn og aldur höfðu engin marktæk áhrif á blóðgjöf. Meðallegutími sjúklinga var 7,6 dagar. Ekki var munur á legutíma sjúklinga eftir því hvort þeir fengu blóðgjöf eða ekki. Ályktun: Sextíu og sex prósent sjúklinga sem fóru í gerviliðaaðgerð á mjöðm á Landspítalanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur fengu blóðgjöf. Þetta er talsvert hærra hlutfall en sambærilegar erlendar rannsóknir síðustu ára sýna. I dag er mikil áhersla lögð á að takmarka notkun blóðhluta við aðgerðir. ítarlegri rannsóknir eru nauðsynlegar til að ná því markmiði hjá þessum sjúklingahópi SV 03 Tíðni draumfara við notkun sevóflúrans við dagdeildaraðgerðir Gísli Vigfússon, Guðmundur Már Stefánsson Domus Medica Inngangur: Draumar við svæfingar hafa þekkst um áratuga skeið. Tíðni þessara draumfara er háð tegund svæfingalyfja sem notuð eru. Þekkt er að ketamín veldur martraðardraumum í og eftir svæfingu og takmarkar það verulega notkun þess við svæfingar fullorðinna. Með tilkomu própófóls sem innleiðslu- og svæfingar- lyfs jókst mjög tíðni ánægjulegra drauma. Á síðari árum hafa komið fram innöndunarlyf með minni fituleysanleika en fyrri kynslóðir þeirra. Þau eru því skjótvirkari og sjúklingar vakna fyrr úr svæfingu en áður var. Eitt þessara lyfja er sevóflúran. Könnuð var tíðni draumfara og efni þeirra við sevóflúransvæfingu hjá dagdeildar- sjúklingum. Efniviður og aðfcrðir: Þrjú hundruð og átta sjúklingar voru með í rannsókninni, 305 konur og þrír karlar. Allir voru meðhöndlaðir fyrir svæfingu með verkja- og ógleðistflum. Svæfing var innleidd með própófóli 2 mg/kg, fentanýli l-2pg/kg. Svæfingu var síðan viðhaldið með súrefni/glaðlofti og sevóflúrani 1,5-3%. Notaður var kokmaski og hringrásarkerfi með COz-eyði. Þegar sjúklingur vaknaði úr svæfingu var hann spurður um draumfarir. Væri svarið jákvætt var hann spurður hvort draumurinn hefði verið ánægju- legur, martröð eða hvorugt. Spurninginn var síðan endurtekin við útskrift. Niðurstöður: Eitt hundrað og sjö sjúklinga (35%) dreymdi í svæfingunni. í 87 tilvikum (81%) var um ánægjudrauma að ræða. f 17 tilvikum (16%) var um hvorugt að ræða en þrír (3%) sögðust hafa haft martröð meðan á svæfingu stóð. Við útskrift einni til þremur klukkustundum eftir vöknun minntust 43 sjúklingar (14%) þess að hafa dreymt meðan á svæfingu stóð, en fæstir gátu kallað fram drauminn. Enginn munur var á aldri, tegund aðgerða eða aðgerðarlengd milli þeirra sem dreymdi og hinna sem ekki dreymdi. Læknablaðið 2001/87 321
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.