Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2001, Qupperneq 52

Læknablaðið - 15.04.2001, Qupperneq 52
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA SV 09 Taugaskaðar hjá mæðrum við fæðingar og deyfingar þeim tengdum á fæðingadeild Landspítalans 1998-2000 Haukur Hjaltason', Gísli Vigfússon2, Þóra Steingrímsdóttir3, Steinunn Hauksdóttir4 ‘Taugadeild, 'svæfingadeild og 'kvennadeild Landspítala Hringbraut, ‘læknadeild HÍ Inngangur: Margs konar taugasköðum er lýst hjá mæðrum við fæðingar. Orsök þessara skaða getur verið þrýstingur af fæðingunni sjálfri á taug(ar), lega konunnar í fæðingu eða deyfingar. Tilgangur eftirfarandi rannsóknar var að kanna tíðni og orsakir taugaskaða í neðri útlimum við fæðingar hjá mæðrum á fæðingadeild Landspítalans á tveggja ára tímabili, 1998-2000. Efniviður og aðferð: Á rannsóknartímanum fæddu 5902 konur á fæðingadeild Landspítalans. Af þeim fengu 2645 utanbast- og/eða mænuvökvadeyfingu. Til að meta tíðni taugaskaða var farið yfir skráðar sjúkdómsgreiningar á álitsbeiðnum til taugalækna frá kvennadeild Landspítalans og valdar út mæður með sjúkdóms- greiningar sem gáfu til kynna að um taugaskaða í neðri útlimum gæti verið að ræða við fæðingu. Þessar mæður voru 12. Síma- samband var haft við þær allar og sjö komu til viðtals og skoðunar. Orsök taugaskaða var ákvörðuð eftir ítarlega athugun höfunda á þáttum sem tengdust bæði fæðingu og deyfingu þegar það átti við. Niðurstöður: Ellefu mæður voru taldar hafa orðið fyrir taugaskaða við fæðingu. Hjá sex mæðrum var um þrýstingsskaða að ræða, hjá fjórum þessara var fæðingin sjálf talin orsök en hjá tveimur var legu og stöðu móður við fæðinguna um kennt. I tveimur tilvikum var deyfing talin orsök taugaskaðans. I báðum tilvikum var utanbastsdeyfing reynd tvisvar en ekki talin takast nægilega vel og því lögð mænudeyfing. Báðar konurnar fengu endurtekin rótarskot við lögn mænudeyfingar. í tveimur tilvikum reyndist ekki unnt að skera úr um hlut deyfingar og fæðingar. Hjá einni móður var brjósklos orsök. Allar mæðurnar, utan ein, fengu utanbasts- eða mænudeyfingu við fæðinguna. Heildartíðni taugaskaða við fæðingar var 11 á 5902 eða 1,9 á 1000. Tíðni taugaskaða vegna fæðingarinnar sjálfrar var 4 á 5902 eða 0,7 á 1000 fæðingar. Tíðni taugaskaða við utanbasts- og mænudeyfingar var 2 á 2645 eða 0,8 á 1000 fæðingar. Ályktanir: Taugaskaðar eru sjaldgæfur en alvarlegur fylgikvilli fæðinga. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að tíðni taugaskaða við fæðingar er um 1,89 á 1000 fæðingar. Við utanbasts- og mænu- vökvadeyfingar er tíðnin á bilinu 0,2-3,6 á 1000 fæðingar. Niður- stöður okkar gefa svipaðar tíðnitölur. Utanbasts- og mænuvökva- deyfingar tengdust í rannsókn okkar öðrum þáttum sem vitað er að geta valdið taugasköðum hjá mæðrum. Því er ekki hægt með óyggjandi hætti að álykta að utanbasts- eða mænuvökvadeyfing auki áhættuna á taugaskaða þótt það verði að teljast líklegt og vert að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum fylgikvillum sem upp geta komið við vissar kringumstæður í fæðingunni. SV 10 TIVA - sprautudæluforrit Ólafur Z. Ólafsson Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi TIVA - forrituð vinnslukerfi fyrir fjögur svæfingalyf: própófól (fjögur forrit), fentanýl (fjögur forrit), remifentanfl (sex forrit) og ketamín (fjögur forrit), ásamt 70 kg viðmiðun. Öll eru þau gerð fyrir IVAC®-sprautudælur (TIVA og TIVA/TCI frá Alaris™ Medical Systems), sem rúma 24 slík forrit, en auk a) TIVA-gjafamáta eru í þeim b) TCI-gjafamáti fyrir Diprivan' og svo venjulegur c) ml- eða rúmmáls-gjafamáti, sem ekki þarf að for- rita. í TCI-kerfi eru sett inn bæði aldur og þyngd sjúklinga en aðeins þyngd sjúklinga í TIVA-kerfunum. Þar eru jafnframt fimm höfuðatriði, auk tegunda og stærð sprautna: 1) styrkur blöndu svæfingalyfja, 2) innleiðslumagn svæfingalyfja, 3) tími á innleiðslu- gjöf, 4) viðhaldsgjöf og 5) bólusgjöf. Öllum þessum atriðum er auðvelt að breyta þegar forritið er staðfest, áður en hægt er að hefja gjöf. Það er samt einstaklega þægilegt að hafa tilbúin nokkur mismunandi forrit fyrir hvert lyf, þegar lítill tími er á milli aðgerða á annasömum skurðstofum. Þá er valið það forrit sem henta þykir og treyst er á, en ekki hannað á ný hverju sinni, sem auðveldar villur. Síðari fjórum þáttunum má líka breyta eftir að hafist er handa, til dæmis að stöðva innleiðslugjöf eða aðlaga viðhaldsgjöf. Að sjálf- sögðu verður að velja kerfi og blöndur, sem í hverju tilviki taka tillit til hagkvæmnisjónarmiða, þar á meðal kostnaðar. Dælan gefur ætíð upp á skjánum hve miklu búið er að dæla, bæði ml og mg, og hve langur tími er uns sprautan tæmist miðað við núverandi gjöf, með tveggja mínútna viðvörun að lokatæmingu. í minni sprautudæla geymast allar síðari færslur, en þær eldri hverfa. Hægt er að fletta upp magni svæfingalyfs sem gefið var, einnig eftir að slökkt var á dælu. TCI-kerfið tekur einungis ákveðnar forfylltar 50 ml sprautur frá AstraZeneca með 1% eða 2% blöndum af Diprivaií' , en einnig er afar hentugt að nota þær í TIVA-kerfunum, en þar er annars hægt að nota 5,10,20,30,50 og 100 ml sprautur af 11 tegundum. Öll þessi fjögur lyf er hægt að nota ein sér sem „mono- anestheticum" í miskröftugum forritum (með O2 og með/án N2O) í ákveðnum tilvikum, en í vægari forritunum sem kvalastillandi (analgetic), óminnis (amnestic) eða sefandi (sedative) (með O2). Langoftast eru þau þó samtvinnuð, þar sem eitt meginlyf er notað eftir einhverju áðurtöldu forriti og ýmis önnur þá með í bólusgjöfum. Eða gefa tvö lyf samhliða eftir vægari forritunum, til dæmis remifentanfl og própófól þar sem nýttir eru eiginleikar beggja um hraða innleiðslu, stöðug blóðföll og skjóta uppvöknun, og þá jafnframt hugsað um kvalastillandi og svæfandi (hypnotic) þætti svæfinga. Miklir kostir eru við notkun þessara nákvæmnigjafaforrita, sem auðvelda á margan hátt að stilla inn innleiðslu og dýpt svæfinga, ásamt uppvöknunartíma og áframhaldandi verkjameðferð. Best er svo auðvitað að hafa BlS-vaktara eða AEP-vaktara til að meta áhrif í heila. TIVA: total intravenous anesthesia TCI: target controlled infusion BIS: bispectral index AEP: auditory evoked potentials 324 Læknablaðið 2001/87 J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.