Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 53
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA SV 11 Aldamótakönnun meðal svæfingalækna: A) notkun vöðvaslakandi lyfja við svæfingar, B) hryggdeyfingar og armflækjudeyfingar Oddur Fjalldal, Jón Sigurðsson Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut Inngangur: A. Fyrir hálfri öld var súxametón tekið í notkun, en það var fyrsta vöðvaslakandi lyfið sem notað var við svæfingar. Síðan þá hafa nokkur önnur vöðvaslakandi lyf komið á markað, en súxa- metón er þó enn í notkun. B. Hryggdeyfingar (mænuvökva- deyfingar og utanbastsdeyfingar) hafa verið notaðar í stórum stíl síðustu áratugi og hlutfallslega virðist notkun þeirra aukast. Hins vegar fer armflækjudeyfingum sennilega fækkandi. Efniviður og aðferðir: Spumingalisti var sendur öllum (45) starfandi svæfingalæknum á Islandi, einnig fjórum (fjórum) lands- byggðarsjúkrahúsum, þótt ekki væru þar svæfingalæknar í starfi. Spurningum svöruðu 46 (94%). NiðurstöðuK Notkun súxametóns: mikil 9%, stundum 37%, sjaldan 46%, aldrei 7%. Önnur vöðvaslakandi lyf mest notuð: vecuronium 9%, rocuronium 87%, atracurium 2%. Æskileg vöðvaslakandi lyf: suxametón 91%, pancuronium 41%, vecuronium 33%, rocuronium 83%, atracurium 26%, cisatracurium 35%, mivacurium 4%, rapacurium 7%. Notkun mænuvökvadeyfinga: mjög mikil 15%, mikil 54%, stundum 15%, sjaldan 4%, aldrei 13%. Staðdeyfilyf: lídókaín 1/41, 2%, búpívakaín 40/41, 98%. Notkun utan- bastsdeyfinga við skurðaðgerðir: mjög mikil 7%, mikil 43%, stundum 26%, sjaldan 9%, aldrei 15%. Lyf (af 39 sem nota deyfinguna): lídókaín 5%, mepívakaín 8%, búpívakaín 65%, rópívakaín 22%. Notkun armflækjudeyfinga: mjög mikil 2%, mikil 15%, stundum 22%, sjaldan 48%, aldrei 13%. Alyktanir: Suxametón er talið nauðsynlegt lyf, þótt notkun þess sé ekki mikil. Vecuronium, sem var mjög mikið notað þar til fyrir tveimur til þremur árum, er nú lítið notað. Pancuronium, lyf áttunda og níunda áratugarins, er lítið notað, en margir vilja þó hafa það við hendina. Rocuronium er langmest notað allra vöðva- slakandi lyfja og talið besta vöðvaslakandi lyfið nú í byrjun nýrrar aldar. Utanbastsdeyfingar eru talsvert notaðar við skurðaðgerðir. Mænuvökvadeyfingar hins vegar mun meira og staðdeyfilyf númer eitt er búpívakaín. Armflækjudeyfing skipar áfram ákveðinn sess í svæfingalæknisfræðinni, þótt meira en helmingur svæfingalækna noti þessa deyfingu sjaldan eða aldrei. SV 12 Monsjör Lemierre í heimsókn. Sjúkratilfelli Sigurður E. Sigurðsson', Helga Kristín Magnúsdóttir', Girish Hirlekar', Sigurður HeiðdaF 'Svætinga og gjörgæsludeild og 'lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Saga: Þrjátíu og þriggja ára karlmaður veikist með hita, hálsríg, ógleði og uppköstum. Hann beið í fimm daga með að leita sér læknishjálpar og þá í gegnum síma. Daginn eftir versnaði honum hratt og var orðinn gulur. Fór þá hraða leið frá heilsugæslustöð til gjörgæslu með stuttri viðkomu á lyfjadeild. Við komu á gjörgæslu var sjúklingur með alvarleg blóðeitrunarein- kenni, í nýmabilun, mjög brengluð lifrarpróf, saltbúskapur rask- aður, með blóðflögufæð og var í byrjandi öndunarbilun. Sett var barkarenna og sjúklingur lagður í öndunarvél tveimur dögum seinna vegna versnandi öndunarbilunar. Enn tveimur dögum seinna er fyrirhugað að skipta um barkarennu vegna stíflu en þá vellur upp blóðlitaður gröftur frá hálskirtlabeði. Tölvusneiðmynd og ómun leiða síðan í ljós bólgu í koki, stíflu í innri hóstarbláæð (v. jugularis interna) og margar ígerðir í lungum. Blóðræktun leiðir í ljós þrjár tegundir sýkla: Streptococcus milleri, Bacteroides fragilis og að auki gram-neikvæðan loftfælinn staf sem ekki hefur enn fengist nákvæm greining á. Með almennri stuðningsmeðferð og sýklalyfjum batnaði sjúklingi hægt en örugglega. Eftir fimm daga öndunarvélarmeðferð var barkarenna fjarlægð og fimm dögum síðar var sjúklingur útskrifaður á legudeild og til síns heima 17 dögum síðar án varanlegs meins. Umræða: Heilkenni Lemierres er greint á þríeykinu ígerð í hálsi, sýktur segi í hálsbláæð og sýkt meinvörp, sérstaklega í lungum. Orsökin er nánast alltaf sýkill sem kallast Fusobacterium necrophorum, sem er gram-neikvæður algerlega loftfælinn sýkill. Lemierre lýsir 20 tilfellum í Lancet 1936 með 90% dánartíðni. Fram að tímum sýklalyfja virðist þetta nokkuð vel þekktur sjúkdómur og þá sérstaklega vegna hárrar dánartíðni. Síðustu áratugi hefur sjúkdómurinn næstum horfið þó menn velti fyrir sér hvort greina megi aukningu þegar reynt er að draga úr notkun sýklalyfja. í afturskyggnri rannsókn í Danmörku er tíðnin reiknuð 1 á 1.000.000 íbúa en þar telja menn að þetta sé vangreint. Horfumar í dag eru mjög góðar ef réttri meðferð er beitt, það er opna ígerð, gefa sýklalyf og veita almenna stuðningsmeðferð. Heimild Hagelskjaer Kristensen L, Prag J. Human necrobacillosis, with emphasis on Lemierre's syndrome. Clin Infect Dis 2000; 31:524-32. SV 13 Nátturuefni, notkun og áhrif þeirra á svæfingu og skurðaðgerð Girish Hirlekar Svæfinga- og gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Inngangur: Notkun náttumefna (nátturulyfja, nátturuvara og fæðubótarefna) hefur farið stöðugt vaxandi í Bandaríkjunum og Evrópu. Engar tölur eru til um það hér á landi en notkun þeirra gæti verið að aukast að sama skapi. Talið er að sala nátturuefna hafi numið hátt í fjórum milljörðum dollara eða liðlega 350 milljörðum íslenskra króna í Bandaríkjunum fýrir þremur árum. Fimmti hver maður þar í landi, sem notar hefðbundin lyf, notar einnig nátturuefni. Talið er að fleiri noti þessi efni en rannsóknir benda til. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt notagildi og öryggi þessara efna sem hafa verið í notkun í aldaraðir hjá mörgum þjóðum. Þrátt fyrir það hefur litið verið rætt um auka- og eiturverkanir þessara efna og þá sérstaklega í sambandi við svæfingar og skurðaðgerðir. Eftiiviður: Meðal þessara efna eru ginseng, ginkgo biloba, efedra, hvítlaukur, engifer, freyspálmi, sólhattur, Jóhannesarjurt, baldrian og fleiri. Margar ábendingar eru til um notkun þessara efna, studdar vísindalegum rannsóknum. I viðtölum lækna við sjúklinga er sjaldan spurt um notkun nátturuefna. Oft heldur sjúklingurinn Læknablaðið 2001/87 325
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.