Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2001, Page 56

Læknablaðið - 15.04.2001, Page 56
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA með kirtilfrumukrabbamein í fallristli sem óx út í hengisfitu. Tölvu- sneiðmyndir fyrir aðgerð sýndu meinvörp í bæði hægra og vinstra lifrarblaði sem staðfest voru með sýnatöku. Rúmum mánuði eftir að ristilæxlið hafði verið fjarlægt var framkvæmt lifrarúrnám á Borgarspítala þar sem vinstri hluti lifrar (geirar II, III og IV) auk geira VI í hægri lifur voru fjarlægðir. Bati var góður eftir aðgerðina og tveimur mánuðum síðar var hafin meðferð með frumudrepandi lyfjum og henni haldið áfram í sex mánuði. Við lok lyfjameðferðar- innar hækkaði CEA og nýjar sneiðmyndir sýndu meinvarp neðar- lega í hægra lifrarblaði. Önnur meinvörp greindust ekki. Níu mánuðum eftir fyrri skurðaðgerðina var því framkvæmdur fleyg- skurður á meinvarpinu í hægra lifrarblaði sem reyndist af sama toga og fyrri meinvörp. Bati var góður eftir aðgerð. Rúmum 10 árum síðar er sjúklingur við góða heilsu og hvorki hafa greinst ný meinvörp né ristilæxli. Alyktanir: Hér er lýst árangursríkri meðferð á lifrarmeinvörpum. Bent er á að möguleiki sé á lækningu í völdum tilfellum þrátt fyrir að meinvörp séu í lifur frá ristilkrabbameini. V 04 Eitlaæxli í briskirtli sem orsök stíflugulu. Sjúkratilfelli Ingi Þór Hauksson', Tómas Guðbjartsson'2, Friðbjörn Sigurðsson3, Jónas Magnússon'-4 Frá 'handlækningadeild Landspítala Hringbraut, 'hjarta- og lungnaskurðdeild Háskólasjúkrahússins í Lundi, 'krabbameinslækningadeild Landspítala Hringbraut, ‘læknadeild HÍ. Inngangur: Eitilfrumuæxli (lymphoma) upprunnin í briskirtli eru afar sjaldgæf krabbamein sem erfitt er að greina. Líkt og kirtil- krabbamein í briskirtilshöfði geta þau orsakað stíflugulu og kvið- verki. Horfur eitilfrumuæxlanna eru hins vegar miklu betri þar sem þau svara yfirleitt vel meðferð með frumudrepandi lyfjum og geislun. Lýst er fyrsta þekkta tilfellinu hér á landi. Sjúkratilfelli: Sjötíu og eins árs gamall hraustur maður var lagður inn á handlækningadeild Landspítala vegna gulu og kviðverkja. Vinnugreining var gallgangastífla af völdum gallsteina. Ómskoðun sýndi enga gallsteina en gallvegir voru víðir. Stór og þétt fyrirferð greindist í briskirtilshöfði. Mældist hún um 7x9 cm. stór á tölvusneiðmynd og lá kringum efri garnahengisslagæð (a. mesen- terica superior) og þrýsti á skeifugörn. Ekki sáust eitilstækkanir eða meinvörp í kviðarholi. Reynd var holsjárröntgenmyndataka af gall- vegurn og brisgangi (endoscopic retrograde cholangio- pancreato- graphy, ERCP) til að létta á gulunni með stoðlegg en hún mistókst vegna þrengsla í skeifugörn. í staðinn voru tekið vefjasýni úr æxlinu sem sýndi B-stóreitilfrumukrabbamein. Með vefjagreininguna að leiðarljósi var hætt við skurðaðgerð á briskirtlinum. Til að létta á gallstíflu var stungið gegnum kviðvegg og lifur inn í megingallvegi (PTC) með ómstýringu og stoðlegg komið fyrir. Við það létti á gallstíflunni og í kjölfarið hófst frumudrepandi lyfjameðferð (CHOP). Eftir sex lotur sýndi tölvusneiðmynd að æxlið var horfið. Einnig var gefin geislameðferð. Rúmu einu og hálfu ári frá greiningu æxlisins er sjúklingurinn við góða heilsu og án teikna um endurvakinn sjúkdóm. Alyktanir: Eitilfrumukrabbamein geta skotið upp kollinum í brisi þar sem erfitt er að greina þau frá kirtilkrabbameini sem hafa miklu verri horfur. Eitilfrumukrabbamein er hægt að lækna án skurðaðgerðar með frumudrepandi lyfjum og geislameðferð. V 05 Að snúa kviðsjáraðgerð í opna botnlangatöku. Orsakir og afdrif sjúklinga eftir aðgerð Tómas Guðbjartsson', Anders Hellberg2, Claes Rudberg2, Lars Enochsson4, Jörgen Wenner', Erik Kullman5, György Fenyö4, Ivar RingquisP 'Skurðdeild Lasarettet Helsingborg, 'skurðdeild Centralsjukhuset Vasterás, 'rannsóknadeild Centralsjukhuset Vasterás, 4skurðdeild Södersjukhuset Stokkhólmi, Sskurðdeild Háskólasjúkrahússins Linköping Inngangun Á síðustu árum hafa kviðsjáraðgerðir við botn- langabólgu náð töluverðri útbreiðslu. Kviðsjáraðgerð er örugg og verkir eru minni eftir aðgerð og sjúklingar fljótari að ná sér. Ókostir kviðsjáraðgerða eru lengri svæfingar- og aðgerðartími, aukinn tækjakostnaður og í 0-16% tilvika verður að snúa kviðsjáraðgerð í opna botnlangatöku. Lítið er vitað um afdrif síðastnefnda hópsins. I þessari rannsókn voru kannaðar ástæður fyrir því að kviðsjáraðgerð er breytt í hefðbundna aðgerð, hugsanlegir forspárþættir og afdrif sjúklinganna eftir aðgerð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er hluti af sænsku KLAPP- rannsókninni og nær til 500 sjúklinga þar sem 244 sjúklingar slembuðust í kviðsjáraðgerð og 256 í hefðbundna botnlangatöku. Niðurstöður: Þrjátíu (12%) kviðsjáraðgerðum var snúið í opna aðgerð og voru algengustu ástæðurnar svæðisbundnar (til dæmis retrocoecal botnlangi) og ígerð við botnlanga (25/30). Rof á botnlanga sást oftar í sjúklingahópnum þar sem kviðsjáraðgerð var snúið í opna aðgerð samanborið við sjúklinga í kviðsjár- og opna hópnum. Aðgerðar- og svæfingartími og lengd sjúkrahúsdvalar voru marktækt lengri hjá sjúklingum sem var snúið í opna aðgerð en hjá sjúklingum sem gengust undir kviðsjáraðgerð eða opna botn- langatöku. Sama á við um fjarvistir úr vinnu ef frá eru skildir þeir sem höfðu rof á botnlanga. Enginn munur var á tíðni fylgikvilla í hópunum þremur. Ekki tókst að finna sjálfstæða forspárþætti fyrir því hvenær kviðsjáraðgerð er snúið í opna botnlangatöku. Ályktanir: Erfiðar staðbundnar aðstæður og ígerðir eru algengustu ástæður fyrir því að kviðsjáraðgerð við botnlangabólgu er snúið í opna aðgerð. Bati þessara sjúklinga er langdregnari en þeirra sem gangast eingöngu undir kviðsjáraðgerð eða hefðbundna opna botnlangatöku. V 06 Briskirtilsbólga og panniculitis. Sjúkratilfelli Elsa B. Valsdóttir’, Siguröur Blöndal', Jón Hjaltalín2 'Handlækningadeild Landspítala Hringbraut, 2húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala Hringbraut Panniculitis er þekktur en sjaldgæfur fylgikvilli við briskirtilsbólgu. Talið er að lípasi og jafnvel amýlasi frá brisi í blóðinu valdi niðurbroti fitu. Algengast er að þetta gerist í fitu í húðbeð (subcutis) og jafnvel í fitu slímhúðarbeðs (submucosal) gama. Því er lýst að húðbreytingar geti komið fram á undan einkennum um sjúkdóm í brisi. Einnig er þekkt að panniculitis hverfi þegar briskirtilsbólgan er gengin yfir. Klínísk einkenni panniculitis eru erythematous subcutaneus nodules sem geta myndað sár eða gróið með örvef. Nauðsynlegt er að taka vefjasýni til greiningar. í smásjá myndi sjást fitufrumudrep (-necrosa), bólgufrumuíferðir og fitufylltar gleypifrumur (macro- phages) sem eru einkennandi fyrir þennan sjúkdóm. 328 Læknablaðið 2001/87 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.