Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2001, Qupperneq 67

Læknablaðið - 15.04.2001, Qupperneq 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐHORFSKÖNNUN GALLUPS veg sem Kári Stefánsson gerir, hefur félagið sent frá sér breytingartillögur við skjalið til að útilokað sé að takast á um túlkun hennar. Meðal annars er lagt til að í síðustu setningu 11. greinar verði það sundurliðað mun nákvæmar hvað við er átt og hin takmarkandi ákvæði skerpt. Doktor Delon Human framkvæmda- stjóri Alþjóðafélags lækna áréttaði einnig í viðtali við Morgunblaðið 8. mars síðastliðinn að hér væri um uppkast að ræða og því fráleitt að vitna í greinar uppkastsins á þessu stigi eins og um væri að ræða opinbera stefnu Alþjóðafélags lækna. Þá segir einnig í viðtali blaðsins við doktor Human: Hann bendir á að í yfirlýsingu WMA [Alþjóða- félags lœknaj frá Helsinki 1964 verði ýmis grundvallaratriði um réttindi sjúklings tekin upp í væntanlegri stefnuyfirlýsingu í október. Par sé m.a. kveðið á um upplýst samþykki sjúklings og jafnframt rétt hans til að vita í hvaða tilgangi rannsókn sé gerð. Tómas Zoega hefur tekið þátt í starfinu við gerð þessara reglna og segir nánar frá því í meðfylgjandi viðtali. Læknablaðið hefur fengið allnokkur viðbrögð vegna þessarar könnunar og eftirmála hennar. Þau hafa öll verið frá Iæknum sem hefur þólt sitthvað athugavert við könnunina, kynninguna á henni og umræðuna í kjölfarið. Það er von Læknablaðsins að umfjöllun blaðsins varpi einhverju ljósi á það hvernig þetta mál er vaxið og svari einhverjum af þeim fjölmörgu spurningum sem án efa hafa vaknað í kjölfar blaðafregna og flugufregna. aób Atacand Plus AstraZeneca, 960203 TÖFLUR; C90 DA60 R B (Sérlyfjaskrártexti) Hver tafla inniheldur Candesartanum, INN, cílexetíl 16 mg og Hydrcx:hlorothiazidum INN 12,5 mg. Ábendingar: Hár blóðþrýstingur, þegar meðferð með einu lyfi hefur ekki reynst nægjanleg. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir: Ráðlagður skammtur er 1 tafla á dag. Blóðþrýstingslækkandi áhrif nást að mestu innan 4 vikna frá upphafi meðferðar. Lyfið á að taka inn einu sinni á dag með eða án matar. Aldraðir: Ekki er nauðsynlegt að breyta skömmtun lyfsins hjá öldruðum. Börn: Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun lyfsins hjá börnum. Skert nýrnastarfsemi: Ekki þarf að breyta skömmtum lyfsins hjá sjúklingum með skerta nýmastarfsemi, sem hafa kreatínínklerans ( 30 ml/mfn./1,73 m2 líkamsyfirborðs. Skert lifrarstarfsemi: Ekki þarf að breyta skömmtum hjá sjúklingum með væga eða meðalskerta lifrarstarfsemi. Sjúklingar með mjög skerta lifrarstarfsemi og/eða gallteppu eiga ekki að nota lyfið. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum lyfsins eða fyrir súlfónamíðlyfjum (hýdróklórtíazíð er súlfónamíðafleiða). Meðganga og brjóstagjöf (sjá sérkafla). Alvarlega skert nýmastarfsemi (kreatínínklerans < 30 ml/mín./1,73 m2 líkamsyfirborðs). Alvarlega skert lifrarstarfsemi og/eða gallteppa. Þvagsýrugigt. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Nýrnaslagæðaþrengsli (renal artery stenosis): rACE hemlar, sem verka á renín-angíótensín-aldósterón kerfið, geta aukið þvagefni í blóði og kreatínln í sermi hjá sjúklingum með slagæðaþrengsli til beggja nýma eða í nýmaslagæð ef aðeins eitt nýra er til staðar. Búast má við svipuðum áhrifum af völdum angíótensín II viðtakablokka. Skert blóðrúmmál: Lyf sem hafa áhrif á renin angíótensín-aldósterón kerfið geta valdið einkennum vegna lágþrýstings ef sjúklingurinn hefur skert blóðrúmmál eða natríumskort í blóði. Slikt skal lagfæra áður en byrjað er að nota lyfið. Skert nýrnastarfsemi / nýrnaígræðsla: Þegar lyfið er gefið sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi er mælt með því að fylgst sé reglulega með gildum kalíums, kreatíníns og þvagsýru. Engin reynsla liggur fyrir af notkun lyfsins hjá sjúklingum sem nýverið hafa gengist undir nýrnaígræðslu. Ósæðar- og míturlokuþrengsli eða hjartavöðvakvilli með útstreymishindrun (obstructive hypertrophic cardiomyopathy): Gæta skal sérstakrar varúðar hjá sjúklingum með blóðrennslistruflanir vegna ósæðar- eða míturlokuþrengsla eða hjartavöðvakvilla með útstreymishindrun. Truflanir á saltbúskap: Við notkun þvagræsilyfja á að fylgjast með sermisgildum salta. Hýdróklórtíazið getur valdið röskun á vökva- eða saltjafnvægi, hækkun á kalsíum, lækkun á kalíum, natríum, magnesíum og sýrustigstruflun (hypochloraemic alkalosis). Kalíumlækkun í kjölfar hýdróklórtiazíðs virðist minni þegar það er notað með candesartan cílexetíli. Með hliðsjón af reynslu af notkun annarra lyfja sem hafa áhrif á renín-angiótensín-aldósterón kerfið, getur samtímis notkun Atacand® Plus og kalíumsparandi þvagræsilyfja, kalíumuppbótar eða saltuppbótar eða annarra lyfja sem geta aukið kalíumgildi í sermi, leitt til aukningar á kalíummagni í sermi. Áhrif á efnaskipti og innkirtla: Meðferð með tíazíð þvagræsilyfjum getur skert sykurþol. Nauðsynlegt getur verið að breyta skömmtum sykursýkilyfja, þ.m.t. insúlíns. Sykursýki getur komið í Ijós vegna meðferðar með tíazíði. Hækkuð gildi kólesteróls og þríglýseriða hafa verið tengd þvagræsilyfjum af flokki tíazíða, en 12,5 mg skammtur svo sem í Atacand® Plus hefur lítil áhrif. Pvagræsilyf af flokki tíazíða auka þéttni þvagsýru í sermi og geta valdið þvagsýrugigtarkasti. Almennt: Sumir sjúklingar eru háðir virkni renín-angíótensín-aldósterón kerfisins (t.d. sjúklingar með alvarlega hjartabilun eða nýrnasjúkdóm). Meðferð með lyfjum, sem hafa áhrif á þetta kerfi, geta valdið bráðri blóðþrýstingslækkun, blóðnituraukningu, þvagþurrð eða jafnvel bráðri nýmabilun. Ekki er hægt að útiloka svipuð áhrif af völdum angfótensfn II viðtakablokka. Of mikil lækkun á blóðþrýstingi getur leitt til kransæðastíflu eða heilablóðfalls hjá sjúklingum með hjartakvilla af völdum blóðþurrðar (ischaemic heart disease) eða eeðasjúkdóms í heila (atherosclerotic cerebrovascular disease). Milliverkanir við önnur lyf og aörar milliverkanir: Blóðþrýstingslækkandi áhrif Atacand® Plus geta aukist ef önnur blóðþrýstingslækkandi lyf eru notuð samtímis. Gera má ráð fyrir að kalíumminnkandi verkun hýdróklórtíaziðs geti aukist af völdum annarra lyfja sem tengjast kalíumtapi og blóðkalíumlækkun (t.d. önnur þvagræsilyf sem valda kalíumtapi, hægðalyf, amfóterisín, karbenoxólón og salisýlsýruafleiður). Blóðkatíumlækkun og blóðmagnesíumlækkun af völdum þvagræsingar eykur hættu á eiturverkunum á hjarta af völdum digitalis glýkósíða og lyfja við hjartsláttartruflunum. Þegar Atacand® Plus er gefið með slíkum lyfjum er mælt með því að fylgst sé reglulega með kalíumgildum f sermi. Greint hefur verið frá hækkun á litíumþóttni í sermi og auknum eiturverkunum litíums, sem hvort tveggja gengur til baka, við samtímis notkun litíums og ACE-hemla eða hýdróklórtíazíðs. Því er ráðlagt að fylgst sé náið með litíumgildum í sermi við samtímis notkun lyfjanna. Bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID) minnka þvagræsandi, natríumlosandi og blóðþrýstingslækkandi verkun hýdróklórtíazíðs. Kólestípól og kólestýramín minnka frásog hýdróklórtíazíðs. Fæðuneysla hefur ekki áhrif á aðgengi lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf: Engin reynsla er af notkun lyfsins hjá konum á meðgöngu en í dýrarannsóknum á candesartan cílexetíli hafa sést nýrnaskemmdir seint á fósturstigi og hjá nýburum. Verkunin er talin verða fyrir tilstilli lyfjafræðilegra áhrifa á renín-angíótensín-aldósterón kerfið. Nýrnagegnflæði hjá fóstrum manna, sem er háð þroska renín-angíótensín-aldósterón kerfisins, hefst á öðrum þriðjungi meðgöngu. Áhættan fyrir fóstur eykst því, ef lyfið er gefið á öðrum og þriðja þriðjungi meðgöngu. Hýdróklórtlazíð getur minnkað plasmarúmmál sem og blóðflæði um leg og fylgju. Það getur einnig valdið blóðflagnafæð hjá nýburum. Byggt á ofannefndum upplýsingum, skal ekki nota lyfið á meðgöngu. Ef kona verður þunguð meðan á meðferð stendur, skal hætta töku lyfsins. Ekki er vitað hvort candesartan skilst út í brjóstamjólk. Hýdróklórtíazíð skilst út í brjóstamjólk. Vegna hugsanlegrar hættu á aukaverkunum á brjóstmylking, skal hætta brjóstagjöf ef taka lyfsins er talin óhjákvæmileg. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Áhrif lyfsins á hæfni manna til aksturs bifreiða og til stjórnunar vinnuvéla hafa ekki verið rannsökuð, en með hliðsjón af lyfhrifum þess er ólíklegt að það hafi nokkur áhrif á þessa hæfni. Við akstur bifreiða og stjórnun vinnuvéla skal hafa í huga að sjúklingur, sem meðhöndlaður er við háþrýstingi, getur stöku sinnum fundið fyrir sundli eða þreytu. Aukaverkanir: í rannsóknum voru aukaverkanir vægar, gengu fljótt yfir og voru sambærilegar við lyfleysu. Ekkert samband var á milli aukaverkana annars vegar og aldur eða kyns hins vegar. Algengar (>1%): Almennar: Höfuðverkur, bakverkir, svimi. Öndunarvegur: Sýkingar í öndunarvegi. Sjaldgæfar (0,1%-1%): Hjarta- og æðakerfi: Fyrsta stigs AV-blokk. Meltingarvegur: Uppköst. Einstaka sinnum veldur meðferð með lyfinu ofsabjúg. Rannsóknaniðurstöður: Lyfið getur aukið þvagsýru, blóðsykur og ALAT (S-GPT) í sermi og einstaka sinnum verður minnkun á blóðrauða og aukning á ASAT (S-GOT) í sermi. Hýdróklórtíazíð veldur örsjaldan gulu (intrahepatic cholestatic jaundice), brisbólgu, hvítfrumnafæð (leukopenia), hlutleysiskymingafæð (neutropenia)/kymingahrap (agranulocytosis), blóðflagnafæð, vanmyndunarblóðleysi (aplastic anaemia), blóðlýsublóðleysi (hemolytic anaemia), auknu Ijósnæmi, æðabólgu með drepi (necrotising angitis), drepi i húðþekju (toxic epidermal necrolysis), bráðaofnæmi, andnauð (þar á meðal lungnabólga og lungnabjúgur), skertri nýrnastarfsemi og millivefjanýrnabólgu (interstitial nephritis). Ofskömmtun: Einkenni: Með hliðsjón af verkunarhætti lyfsins má gera ráð fyrir að helstu einkenni ofskömmtunar séu lágþrýstingur og sundl. Ofskömmtun með hýdróklórtíazíði lýsir sór einkum með bráðu vökva- og saltatapi. Einnig geta sést sundl, lágþrýstingur, þorsti, hraðtaktur, hjartsláttartruflanir frá sleglum, slæving/skert meðvitund og vöðvakrampi. Meðferð: Engar sértækar upplýsingar liggja fyrir um meðferð við ofskömmtun með Atacand® Plus. Eftirfarandi er þó ráðlagt við ofskömmtun. Þegar það á við er mælt með að uppköst séu framkölluð og magaskolun beitt. Ef fyrir kemur lágþrýstingur með einkennum skal veita meðhöndlun við þeim og fylgjast með mikilvægustu líkamsstarfsemi. Sjúklingur skal liggja á bakinu með hærra undir fótum. Ef það nægir ekki, skal auka plasmarúmmál með innrennslislyfi, t.d. saltvatnslausn. Kanna skal salt- og sýrujafnvægi og leiðrétta það, gerist þess þórf. Adrenvirk lyf má gefa ef ofannefnt reynist ófullnægjandi. Ekki er hægt að fjarlægja candesartan með blóðskilun. Ekki er vitað í hve miklum mæli er unnt að fjarlægja hýdróklórtíazið með blóðskilun. Pakkningar: 28 stk. (þynnupakkað): 3.640 kr. 98 stk. (þynnupakkað): 10.460 kr. Umboö á íslandi: Pharmaco hf. AstraZeneca, Hörgatúni2, 210 Garðabæ, Sími:535 7152 Fax: 565 7366 Læknablaðið 2001/87 339
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.